Flott veiði í Hraunsfirði Karl Lúðvíksson skrifar 22. júní 2020 08:06 Fallegar bleikjur úr Hraunsfirði Mynd: Tommi Skúla Hraunsfjörður er eitt vinsælasta veiðisvæðið í Veiðikortinu og það ekki að ástæðulausu því veiðin getur verið mjög fín í vatninu. Yfirleitt er besti tíminn í vatninu frá byrjun júlí og fram eftir sumri en þegar skilyrðin verða rétt getur veislan byrjað fyrr. Það var staðan um helgina. Það var feyknagóð veiði í vatninu meira og minna alla helgina og margir veiðimenn sem gerðu mjög góða daga, sumir með hátt í tuttugu sjóbleikjur á dag. Bleikjan er mjög vel haldin og meðalstærð í kringum tvö pund sem er eins og flestir segja langbesti matfiskur sem hægt er að veiða á Íslandi. Þær flugur sem voru að gefa best eru þær sem líkja eftir marfló og eru að einhverju leiti grænleitar. Síðan veiddist vel á Langskegg og við vitum alla vega um einn veiðimann sem var með hátt í fjörtíu bleikjur eftir veiði á laugardag og sunnudag og hann veiddi allar bleikjurnar nema eina á langskegg. Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði
Hraunsfjörður er eitt vinsælasta veiðisvæðið í Veiðikortinu og það ekki að ástæðulausu því veiðin getur verið mjög fín í vatninu. Yfirleitt er besti tíminn í vatninu frá byrjun júlí og fram eftir sumri en þegar skilyrðin verða rétt getur veislan byrjað fyrr. Það var staðan um helgina. Það var feyknagóð veiði í vatninu meira og minna alla helgina og margir veiðimenn sem gerðu mjög góða daga, sumir með hátt í tuttugu sjóbleikjur á dag. Bleikjan er mjög vel haldin og meðalstærð í kringum tvö pund sem er eins og flestir segja langbesti matfiskur sem hægt er að veiða á Íslandi. Þær flugur sem voru að gefa best eru þær sem líkja eftir marfló og eru að einhverju leiti grænleitar. Síðan veiddist vel á Langskegg og við vitum alla vega um einn veiðimann sem var með hátt í fjörtíu bleikjur eftir veiði á laugardag og sunnudag og hann veiddi allar bleikjurnar nema eina á langskegg.
Stangveiði Mest lesið Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Fyrsti laxinn úr Norðurá kominn á land Veiði Laxar farnir að sjást víða Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði 40-60 laxar á dag í Miðfjarðará Veiði Haustveiði á laxi í höfuðborginni gengur vel Veiði