Búðarferðir Michael Jordan í þá daga þurftu að vera úthugsaðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 13:00 Michael Jordan í leik með Chicago Bulls í fyrstu úrslitakeppninni þar sem hann fór alla leið. Getty/ B Miller Körfuboltamaðurinn Michael Jordan var svo vinsæll og svo frægur eftir að hann sló í gegn í NBA-deildinni að hann gat ekki farið neitt án þess að fólk þyrptist að honum úr öllum áttum. Michael Jordan gerbreytti gengi Chicago Bulls um leið og hann steig inn á völlinn og fyllti fljótlega höllina í Chicago sem hafði verið hálftóm á árunum fyrir komu hans. Fáir áttu svör við Michael Jordan inn á körfuboltavellinum á árum hans með Chicago Bulls og það var erfitt að finna frægari mann í heiminum en Jordan á síðasta áratug síðustu aldar. Það gerði Michael Jordan hins vegar afar erfitt að lifa sínu daglega lífi enda aðdáendur hans alls staðar. Brad Sellers, var liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls, á þessum upphafsárum en hann kom til Bulls á þriðja tímabili Jordan. Hann var vitni af því þegar Jordan breyttist úr strák nýkomnum úr háskóla í súperstjörnu. Sellers sagði Jerry Bembry hjá The Undefeated hvernig þetta var fyrir Jordan utan körfuboltavallarins. „Við sáum MJ vera að þvo af sér í fyrstu þáttunum og þannig var hann þá. Hann var bara eins og venjulegur náungi,“ sagði Brad Sellers og vitnaði í þættina „The Last Dance“ sem svo margir sáu. „Þegar hann varð stærri og stærri í körfuboltaheiminum þá kom að því að hann gat ekki lengur farið út af heimilinu sínu. Ég man eftir því að hafa spurt hann einu sinni: Herðu M, hvernig borðar þú?,“ sagði Brad „Hann sagði mér þá að hann gat hringt í Jewel-Osco [Verslunarkeðja] um fimmtán mínútum áður en þeir lokuðu til að láta þá vita að hann væri að koma. Þeir höfðu þá opið aðeins lengur til þess að leyfa honum að versla,“ sagði Brad og starfsmenn búðarinnar fengu ekki aðeins sjálfan Michael Jordan í heimsókn til sín heldur gaf hann þeim líka gott þjórfé fyrir að vinna aðeins lengur. „Hann var ekki að hala inn 30 milljónir dollara á þessum tíma og ég held að hann var þarna að fá minna en milljón á ári. Það var samt mikill peningur og hann passaði sig á því að launa fólki greiðann,“ sagði Brad Sellers. NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira
Körfuboltamaðurinn Michael Jordan var svo vinsæll og svo frægur eftir að hann sló í gegn í NBA-deildinni að hann gat ekki farið neitt án þess að fólk þyrptist að honum úr öllum áttum. Michael Jordan gerbreytti gengi Chicago Bulls um leið og hann steig inn á völlinn og fyllti fljótlega höllina í Chicago sem hafði verið hálftóm á árunum fyrir komu hans. Fáir áttu svör við Michael Jordan inn á körfuboltavellinum á árum hans með Chicago Bulls og það var erfitt að finna frægari mann í heiminum en Jordan á síðasta áratug síðustu aldar. Það gerði Michael Jordan hins vegar afar erfitt að lifa sínu daglega lífi enda aðdáendur hans alls staðar. Brad Sellers, var liðsfélagi Michael Jordan hjá Chicago Bulls, á þessum upphafsárum en hann kom til Bulls á þriðja tímabili Jordan. Hann var vitni af því þegar Jordan breyttist úr strák nýkomnum úr háskóla í súperstjörnu. Sellers sagði Jerry Bembry hjá The Undefeated hvernig þetta var fyrir Jordan utan körfuboltavallarins. „Við sáum MJ vera að þvo af sér í fyrstu þáttunum og þannig var hann þá. Hann var bara eins og venjulegur náungi,“ sagði Brad Sellers og vitnaði í þættina „The Last Dance“ sem svo margir sáu. „Þegar hann varð stærri og stærri í körfuboltaheiminum þá kom að því að hann gat ekki lengur farið út af heimilinu sínu. Ég man eftir því að hafa spurt hann einu sinni: Herðu M, hvernig borðar þú?,“ sagði Brad „Hann sagði mér þá að hann gat hringt í Jewel-Osco [Verslunarkeðja] um fimmtán mínútum áður en þeir lokuðu til að láta þá vita að hann væri að koma. Þeir höfðu þá opið aðeins lengur til þess að leyfa honum að versla,“ sagði Brad og starfsmenn búðarinnar fengu ekki aðeins sjálfan Michael Jordan í heimsókn til sín heldur gaf hann þeim líka gott þjórfé fyrir að vinna aðeins lengur. „Hann var ekki að hala inn 30 milljónir dollara á þessum tíma og ég held að hann var þarna að fá minna en milljón á ári. Það var samt mikill peningur og hann passaði sig á því að launa fólki greiðann,“ sagði Brad Sellers.
NBA Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Sjá meira