ÍTF fordæmir hegðun Þórsara - Málið til skoðunar hjá KSÍ Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2020 12:34 Páll Viðar Gíslason mætti með Coolbet-derhúfu í viðtal hjá Fótbolta.net. Alvaro Montejo gerði slíkt hið sama. skjáskot/fótbolti.net/thorsport.is „Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. Tveir leikmenn og þjálfari Þórs mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net með derhúfu á höfðinu, merkta Coolbet. Tilgangur þess hefur ekki verið gerður opinber en leiða má að því líkum að Þórsarar hafi viljað vekja athygli á því að á meðan að milljónum er veðjað á íslenska leiki í hverri viku hjá erlendum veðmálafyrirtækjum mega þessi fyrirtæki lögum samkvæmt ekki gera auglýsingasamninga við félögin hverra lið spila leikina. Þórsarar með derhúfu í viðtölum eftir leik sem líklega einhverju skilar í kassann. pic.twitter.com/3sNGPPgs8W— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 19, 2020 Skaðar málið ímynd knattspyrnunnar? Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, baðst undan viðtali í morgun og sagði Þórsara ætla að ræða saman síðar í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði málið til skoðunar hjá sambandinu. Eitt af því sem kemur til greina er að Klara vísi málinu til aga- og úrskurðarnefndar á þeim forsendum að það hafi skaðað ímynd knattspyrnunnar. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Ég held að það séu nú engin fordæmi fyrir máli sem þessu svo við erum að skoða reglugerðir sambandsins og slíkt, til að átta okkur á hvernig þetta mál snýr. Þetta lítur út fyrir að vera brot á landslögum,“ segir Klara við Vísi. Þó að Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hafi ekki beitt sér fyrir breytingum á þessum lögum er ljóst að það angrar ýmsa að íþróttafélögin geti ekki nýtt sér áhuga erlendra veðmálafyrirtækja á samstarfi. „Þetta eru lögin í landinu og við höfum ekki verið að ýta við þeim. En þessi staða fer vissulega í taugarnar á manni. Maður myndi vilja að annað hvort væri betur lokað á þetta – að ekki væri hægt að nota erlendar veðmálasíður á Íslandi eins auðveldlega og í dag, og þar af leiðandi færu meiri peningar í gegnum Íslenska getspá sem myndu skila sér til íþróttafélaganna – eða þá að þetta væri alveg opið,“ segir Birgir. „Ekki það sem ÍTF stendur fyrir“ Birgir tekur undir að það sé ansi óheppilegt að þetta mál komi upp núna, rúmum hálfum mánuði eftir að ÍTF, sem eru samtök félaga í efstu deildum Íslands, undir markaðsréttindasamning við Íslenskar getraunir. Þó sjálfsagt hafi það ekki verið tilgangur Þórsara má segja að þeir hafi gefið ÍG langt nef með því að auglýsa Coolbet eftir fyrsta leik sinn í hinni nýju Lengjudeild: „Þetta er kannski ekki samningsbrot, því það er bara ólöglegt í landinu að auglýsa erlendar veðmálasíður. Maður býr ekki til samning og reiknar með því að menn brjóti landslög. Þetta hefur því ekki áhrif á samninginn sem slíkan, en það er óheppilegt að svona komi upp í fyrstu umferð. Við fordæmum þetta, og þetta er ekki það sem ÍTF stendur fyrir,“ segir Birgir. Íslenski boltinn Þór Akureyri KSÍ Tengdar fréttir Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00 Heita Lengjudeildirnar sumarið 2020 Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. 29. maí 2020 12:20 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
„Mér finnst þetta fyrst og fremst óheppilegt að öllu leyti, því þarna er bara verið að brjóta landslög,“ segir Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta, um það að Þórsarar skyldu auglýsa erlenda veðmálasíðu eftir fyrsta leik sinn í Lengjudeildinni í sumar. Tveir leikmenn og þjálfari Þórs mættu í myndbandsviðtöl við Fótbolta.net með derhúfu á höfðinu, merkta Coolbet. Tilgangur þess hefur ekki verið gerður opinber en leiða má að því líkum að Þórsarar hafi viljað vekja athygli á því að á meðan að milljónum er veðjað á íslenska leiki í hverri viku hjá erlendum veðmálafyrirtækjum mega þessi fyrirtæki lögum samkvæmt ekki gera auglýsingasamninga við félögin hverra lið spila leikina. Þórsarar með derhúfu í viðtölum eftir leik sem líklega einhverju skilar í kassann. pic.twitter.com/3sNGPPgs8W— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) June 19, 2020 Skaðar málið ímynd knattspyrnunnar? Óðinn Svan Óðinsson, formaður knattspyrnudeildar Þórs, baðst undan viðtali í morgun og sagði Þórsara ætla að ræða saman síðar í dag. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, sagði málið til skoðunar hjá sambandinu. Eitt af því sem kemur til greina er að Klara vísi málinu til aga- og úrskurðarnefndar á þeim forsendum að það hafi skaðað ímynd knattspyrnunnar. „Það er eitt af því sem við erum að skoða. Ég held að það séu nú engin fordæmi fyrir máli sem þessu svo við erum að skoða reglugerðir sambandsins og slíkt, til að átta okkur á hvernig þetta mál snýr. Þetta lítur út fyrir að vera brot á landslögum,“ segir Klara við Vísi. Þó að Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hafi ekki beitt sér fyrir breytingum á þessum lögum er ljóst að það angrar ýmsa að íþróttafélögin geti ekki nýtt sér áhuga erlendra veðmálafyrirtækja á samstarfi. „Þetta eru lögin í landinu og við höfum ekki verið að ýta við þeim. En þessi staða fer vissulega í taugarnar á manni. Maður myndi vilja að annað hvort væri betur lokað á þetta – að ekki væri hægt að nota erlendar veðmálasíður á Íslandi eins auðveldlega og í dag, og þar af leiðandi færu meiri peningar í gegnum Íslenska getspá sem myndu skila sér til íþróttafélaganna – eða þá að þetta væri alveg opið,“ segir Birgir. „Ekki það sem ÍTF stendur fyrir“ Birgir tekur undir að það sé ansi óheppilegt að þetta mál komi upp núna, rúmum hálfum mánuði eftir að ÍTF, sem eru samtök félaga í efstu deildum Íslands, undir markaðsréttindasamning við Íslenskar getraunir. Þó sjálfsagt hafi það ekki verið tilgangur Þórsara má segja að þeir hafi gefið ÍG langt nef með því að auglýsa Coolbet eftir fyrsta leik sinn í hinni nýju Lengjudeild: „Þetta er kannski ekki samningsbrot, því það er bara ólöglegt í landinu að auglýsa erlendar veðmálasíður. Maður býr ekki til samning og reiknar með því að menn brjóti landslög. Þetta hefur því ekki áhrif á samninginn sem slíkan, en það er óheppilegt að svona komi upp í fyrstu umferð. Við fordæmum þetta, og þetta er ekki það sem ÍTF stendur fyrir,“ segir Birgir.
Íslenski boltinn Þór Akureyri KSÍ Tengdar fréttir Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17 Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00 Heita Lengjudeildirnar sumarið 2020 Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. 29. maí 2020 12:20 Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Handbolti Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina Sjá meira
Þórsarar auglýstu erlenda veðmálasíðu Þjálfari og leikmenn Þórs á Akureyri auglýstu erlenda veðmálasíðu í viðtölum eftir að þeir unnu 2-1 sigur á Grindavík í fyrsta leik í 1. deildinni í fótbolta, sem í sumar heitir Lengjudeildin vegna samnings við Íslenskar getraunir. 20. júní 2020 09:17
Tugum milljóna veðjað á 1. umferð bikarsins Getspakir, og minna getspakir, fótboltaáhugamenn veðjuðu samtals fyrir að minnsta kosti um 20 milljónir króna á leiki í 1. umferð Mjólkurbikarsins í fótbolta. 8. júní 2020 23:00
Heita Lengjudeildirnar sumarið 2020 Íslenskar getraunir og Íslenskur Toppfótbolti hafa samið um markaðsréttindi Lengjunnar vegna 1. deildar karla og kvenna í knattspyrnu fyrir sumarið 2020. 29. maí 2020 12:20