Landsliðssumarið fellur ekki niður hjá körfuboltakrökkunum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júní 2020 14:46 Norðurlandamót U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna í körfubolta mun fara fram dagana 4.til 7. ágúst í Kisikallio í Finnlandi. Það verða samt engir Svíar og Norðmenn á svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þar sem ástandið á Norðurlöndum vegna COVID-19 hefur breyst hratt til batnaðar undanfarnar vikur hafa körfuknattleikssamböndin unnið að því að koma aftur á Norðurlandamóti U16 og U18 sem átti að fara fram 29. júní-5. júlí í Kisakallio í Finnlandi. Mótið verður haldið í Kisakallio, líkt og undanfarin ár, en um er að ræða glæsilegt íþróttasetur með öllu sem til þarf til að halda stórt mót. Norðmenn og Svíar verða ekki með á mótinu í ár þar sem Norðmenn ákváðu að vera ekki með þegar hugmyndin fór af stað aftur og Svíar fá ekki að fara yfir til Finnlands eins og staðan er núna, og er þessi ákvörðun tekin í góðri sátt við körfknattleiksambönd beggja landa. Landslið Íslands munu spila fjóra leiki hvert við Finnland, Danmörku og Eistland og svo úrslitaleikur eða leikur um 3. sætið síðasta dag mótsins. Engir áhorfendur verða leyfir og aðeins lágmarksmannskapur frá hverju sambandi verður leyfður, allir leikir mótsins verða sýndir í beinni útsendingu á netinu ásamt því að vera í beinni tölfræði lýsingu. Icelandair mun fljúga hópnum út mánudaginn 3. ágúst og heim laugardaginn 8. ágúst. Það er afar gleðilegt að fá þessa landsleiki í ágúst fyrir U16 og U18 landsliðin okkar en allt útlit var fyrir að engir landsleikir yrðu spilaðir á þessu sumri en EM-mót FIBA hjá U16, U18 og U20 liðunum voru felld niður sem og alþjóðlegt mót U15-liðanna í Kaupmannahöfn sem fara átti fram um síðastliðnu helgi. Fyrstu æfingar landsliðanna fyrir NM verða 3.-5. júlí. Verkefnið er að sjálfsögðu háð þeim fyrirvara að mótið fari eingöngu fram ef allt ástand vegna COVID-19 verði í lagi áfram í þjóðfélaginu og ferðalög áfram leyfð af hálfu yfirvalda sóttvarna og annara aðila vegna COVID-19 faraldursins bæði hér heima og í Finnlandi. Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira
Norðurlandamót U16 og U18 landsliða drengja og stúlkna í körfubolta mun fara fram dagana 4.til 7. ágúst í Kisikallio í Finnlandi. Það verða samt engir Svíar og Norðmenn á svæðinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þar sem ástandið á Norðurlöndum vegna COVID-19 hefur breyst hratt til batnaðar undanfarnar vikur hafa körfuknattleikssamböndin unnið að því að koma aftur á Norðurlandamóti U16 og U18 sem átti að fara fram 29. júní-5. júlí í Kisakallio í Finnlandi. Mótið verður haldið í Kisakallio, líkt og undanfarin ár, en um er að ræða glæsilegt íþróttasetur með öllu sem til þarf til að halda stórt mót. Norðmenn og Svíar verða ekki með á mótinu í ár þar sem Norðmenn ákváðu að vera ekki með þegar hugmyndin fór af stað aftur og Svíar fá ekki að fara yfir til Finnlands eins og staðan er núna, og er þessi ákvörðun tekin í góðri sátt við körfknattleiksambönd beggja landa. Landslið Íslands munu spila fjóra leiki hvert við Finnland, Danmörku og Eistland og svo úrslitaleikur eða leikur um 3. sætið síðasta dag mótsins. Engir áhorfendur verða leyfir og aðeins lágmarksmannskapur frá hverju sambandi verður leyfður, allir leikir mótsins verða sýndir í beinni útsendingu á netinu ásamt því að vera í beinni tölfræði lýsingu. Icelandair mun fljúga hópnum út mánudaginn 3. ágúst og heim laugardaginn 8. ágúst. Það er afar gleðilegt að fá þessa landsleiki í ágúst fyrir U16 og U18 landsliðin okkar en allt útlit var fyrir að engir landsleikir yrðu spilaðir á þessu sumri en EM-mót FIBA hjá U16, U18 og U20 liðunum voru felld niður sem og alþjóðlegt mót U15-liðanna í Kaupmannahöfn sem fara átti fram um síðastliðnu helgi. Fyrstu æfingar landsliðanna fyrir NM verða 3.-5. júlí. Verkefnið er að sjálfsögðu háð þeim fyrirvara að mótið fari eingöngu fram ef allt ástand vegna COVID-19 verði í lagi áfram í þjóðfélaginu og ferðalög áfram leyfð af hálfu yfirvalda sóttvarna og annara aðila vegna COVID-19 faraldursins bæði hér heima og í Finnlandi.
Körfubolti Mest lesið Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Í beinni: Newcastle - West Ham | Skjórarnir geta flogið upp um þrjú sæti Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Sjá meira