Tveir farþeganna í einangrun en níu með „gömul smit“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. júní 2020 15:59 Farþegar í flugvél Icelandair með grímur fyrir vitum. Vísir/Einar Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. Hinir níu eru með „gömul smit“, þ.e. höfðu þegar fengið veiruna og eru með virkt mótefni fyrir henni. Þeir þurfa því ekki að sæta einangrun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Af þessum rúmlega sjö þúsund einstaklingur hefur sýni verið tekið úr 5500 einstaklingum og alls ellefu greinst með veiruna, að sögn Þórólfs. „En hins vegar segir það ekki alla söguna því tveir hafa reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og mótefni, og eru þess vegna ekki smitandi og því þarf engar sérstakar ráðstafanir fyrir þá.“ Rúmlega tuttugu einstaklingar hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greinst hafa á landamærunum. Sóttkvíarfólki mun hins vegar fækka núna vegna þess að verið er að taka í notkun nýjar skilgreiningar á áhættu í flugi eftir að flugfarþegum var gert að taka upp nýjar sóttvarnaráðstafanir. „Við erum að endurskilgreina það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og þá mun þörfin á sóttkví fyrir farþega í flugi, þó að greinist smit, verða miklu minna en áður. En ég vil minna á að ekkert covid-smit hafi verið staðfest í flugi til þessa, þó að upp hafi komið grunur um smit á alþjóðlega vísu.“ Covid-göngudeild Landspítala fylgist með sjö einstaklingum með virkt kórónuveirusmit hér á landi. Enginn þeirra er alvarlega veikur. Þrír af þessum sjö eru lögreglumenn á Suðurlandi sem smituðust sennilega af tveimur erlendum ferðamönnum sem einnig eru í einangrun, líkt og áður hefur komið fram. Þá hefur ekkert innlent smit greinst eftir 15. júní. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05 Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51 Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11 Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Af þeim ellefu sem greinst hafa með kórónuveiruna við landamæraskimun hér á landi eru aðeins tveir með virk smit og í einangrun. Hinir níu eru með „gömul smit“, þ.e. höfðu þegar fengið veiruna og eru með virkt mótefni fyrir henni. Þeir þurfa því ekki að sæta einangrun. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna vegna veirunnar í dag. Alls voru 760 sýni tekin úr farþegum sem komu til landsins í gær. Enginn greindist með veiruna en frá því að á mánudag hafa rúmlega sjö þúsund farþegar komið til Íslands, langflestir til Keflavíkur en 160 með Norrænu og 350 með einkaflugi. Af þessum rúmlega sjö þúsund einstaklingur hefur sýni verið tekið úr 5500 einstaklingum og alls ellefu greinst með veiruna, að sögn Þórólfs. „En hins vegar segir það ekki alla söguna því tveir hafa reynst vera með smit og eru þess vegna í einangrun. Níu eru hins vegar með gamalt smit og mótefni, og eru þess vegna ekki smitandi og því þarf engar sérstakar ráðstafanir fyrir þá.“ Rúmlega tuttugu einstaklingar hafa þurft að fara í sóttkví vegna þeirra sem greinst hafa á landamærunum. Sóttkvíarfólki mun hins vegar fækka núna vegna þess að verið er að taka í notkun nýjar skilgreiningar á áhættu í flugi eftir að flugfarþegum var gert að taka upp nýjar sóttvarnaráðstafanir. „Við erum að endurskilgreina það í samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar og þá mun þörfin á sóttkví fyrir farþega í flugi, þó að greinist smit, verða miklu minna en áður. En ég vil minna á að ekkert covid-smit hafi verið staðfest í flugi til þessa, þó að upp hafi komið grunur um smit á alþjóðlega vísu.“ Covid-göngudeild Landspítala fylgist með sjö einstaklingum með virkt kórónuveirusmit hér á landi. Enginn þeirra er alvarlega veikur. Þrír af þessum sjö eru lögreglumenn á Suðurlandi sem smituðust sennilega af tveimur erlendum ferðamönnum sem einnig eru í einangrun, líkt og áður hefur komið fram. Þá hefur ekkert innlent smit greinst eftir 15. júní.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05 Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51 Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11 Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28 Mest lesið Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Innlent Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Erlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Fleiri fréttir 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Sjá meira
Ekkert smit greindist við skimun á landamærum í gær Ekkert kórónuveirusmit greindist í landamæraskimun í gær að því er fram kemur í uppfærðum tölum á síðunni covid.is. 22. júní 2020 13:05
Vísa sjö Rúmenanna úr landi Til stendur að vísa sjö af ellefu Rúmenum sem komu nýverið til landsins úr landi. Umræddir menn gerðust allir brotlegir við reglur um sóttkví. 22. júní 2020 12:51
Kemur til greina að hætta að skima ferðamenn frá ákveðnum löndum Ekki hefur verið ákveðið hvaða lönd þar gætu komið til greina. 22. júní 2020 15:11
Ekkert sem bendi til þess að fordómar geti spilað inn í komi til frávísunar Engum hefur verið vísað frá landi á grundvelli heimildar lögreglu til að vísa frá einstaklingum sem teljast líklegir til þess að brjóta gegn sóttvarnarráðstöfunum. 22. júní 2020 15:28