Enski boltinn

Á­fram greinast smit í ensku úr­vals­deildinni

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn City fagna marki í leiknum gegn Arsenal á miðvikudaginn.
Leikmenn City fagna marki í leiknum gegn Arsenal á miðvikudaginn. VÍSIR/GETTY

Enska úrvalsdeildin hefur staðfest að einn hafi greinst jákvæður fyrir kórónuveirunni í síðustu skoðun deildarinnar.

Öll liðin voru prófuð frá miðvikudegi til sunnudags en enski boltinn fór einmitt að rúlla síðasta miðvikudag eftir þriggja mánaða hlé vegna kórónuveirunnar.

1829 voru prófaðir; leikmenn, þjálfarar og starfsfólk en einn af þessum hefur nú greinst jákvæður. Sá hinn sami mun því fara í sóttkví næstu sjö daga.

Þetta var tíunda prófunin sem liðin í ensku úrvalsdeildinni fara í gegnum en 1541 voru prófaðir í síðustu könnun.

Átján af þeim rúmlega tólf þúsund prófunum sem samtals hafa verið gerð hafa verið jákvæð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×