Verður árið 2020 áfram fullkomið fyrir Fylkisstelpurnar? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2020 14:30 Fylkisstelpurnar fagna hér sigurmarkinu á móti Selfossi á dögunum. Vísir/Daníel Þór Fylkiskonur eru með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir tvær umferðir ásamt Þór/KA, Breiðabliki og Val en það er hægt að ganga lengra og segja að Árbæingar séu með fullt hús á árinu 2020. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur eftir fimm sigra í fimm leikjum í fyrsta móti ársins og unnu svo báða leiki sína í Lengjubikarnum áður en það mót var flautað af vegna kórónuveirunnar. Fylkisliðið byrjaði síðan Pepsi Max deildina á því að vinna Selfoss í fyrstu umferð og fylgdi því eftir með sigri á KR á Meistaravöllum í síðustu umferð. Í kvöld er svo komið að því að nýliðar Þróttar komi í heimsókn. Þar getur Fylkisliðið unnið sinn tíunda keppnisleik í röð á árinu 2020. Kjartan Sturluson, þjálfari Fylkis, hefur haldið tryggð við sex leikmenn en þær hafa spilað alla þessa níu sigurleiki. Þetta eru fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem báðar unnu sér sæti í A-landsliðinu í vetur. Tvíburarnir Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir hafa líka byrjað alla níu leikina sem þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir. Stefanía Ragnarsdóttir er markahæst Fylkiskvenna í þessum leikjum með fimm mörk en hún á þó enn eftir að skora í Pepsi Max deildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir er með fjögur mörk en hún skoraði í síðasta leik á móti KR. Leikur Fylkis og Þróttar í kvöld hefst klukkan 19.15 á Würth vellinum í Árbæ en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira
Fylkiskonur eru með fullt hús á toppi Pepsi Max deildar kvenna eftir tvær umferðir ásamt Þór/KA, Breiðabliki og Val en það er hægt að ganga lengra og segja að Árbæingar séu með fullt hús á árinu 2020. Fylkiskonur urðu Reykjavíkurmeistarar í vetur eftir fimm sigra í fimm leikjum í fyrsta móti ársins og unnu svo báða leiki sína í Lengjubikarnum áður en það mót var flautað af vegna kórónuveirunnar. Fylkisliðið byrjaði síðan Pepsi Max deildina á því að vinna Selfoss í fyrstu umferð og fylgdi því eftir með sigri á KR á Meistaravöllum í síðustu umferð. Í kvöld er svo komið að því að nýliðar Þróttar komi í heimsókn. Þar getur Fylkisliðið unnið sinn tíunda keppnisleik í röð á árinu 2020. Kjartan Sturluson, þjálfari Fylkis, hefur haldið tryggð við sex leikmenn en þær hafa spilað alla þessa níu sigurleiki. Þetta eru fyrirliðinn Berglind Rós Ágústsdóttir og markvörðurinn Cecilía Rán Rúnarsdóttir sem báðar unnu sér sæti í A-landsliðinu í vetur. Tvíburarnir Íris Una Þórðardóttir og Katla María Þórðardóttir hafa líka byrjað alla níu leikina sem þær Eva Rut Ásþórsdóttir og Stefanía Ragnarsdóttir. Stefanía Ragnarsdóttir er markahæst Fylkiskvenna í þessum leikjum með fimm mörk en hún á þó enn eftir að skora í Pepsi Max deildinni. Bryndís Arna Níelsdóttir er með fjögur mörk en hún skoraði í síðasta leik á móti KR. Leikur Fylkis og Þróttar í kvöld hefst klukkan 19.15 á Würth vellinum í Árbæ en hann verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Níu sigurleikir Fylkiskvenna í röð Reykjavíkurmót 2-1 sigur á Val 7-0 sigur á Víkingi R. 2-0 sigur á Þrótti 1-0 sigur á KR 4-0 sigur á FjölniLengjubikar 3-0 sigur á Stjörnunni 3-0 sigur á SelfossiPepsi Max deild 1-0 sigur á Selfossi 3-1 sigur á KRSamanlagt 9 sigrar í 9 leikjum Markatalan: +24 (26 mörk gegn 2) Flestir leikir í sigurgöngunni: 9 - Berglind Rós Ágústsdóttir 9 - Cecilía Rán Rúnarsdóttir 9 - Eva Rut Ásþórsdóttir 9 - Íris Una Þórðardóttir 9 - Katla María Þórðardóttir 9 - Stefanía Ragnarsdóttir 7 - Bryndís Arna Níelsdóttir 7 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 7 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir 7 - Sigrún Salka Hermannsdóttir 7 - Þórdís Elva ÁgústsdóttirMarkahæstar í sigurgöngunni: 5 - Stefanía Ragnarsdóttir 4 - Bryndís Arna Níelsdóttir 3 - Þórdís Elva Ágústsdóttir 3 - Marija Radojicic 2 - Brynhildur Brá Gunnlaugsdóttir 2 - Eva Rut Ásþórsdóttir 2 - Katla María Þórðardóttir 2 - Margrét Björg Ástvaldsdóttir
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Sjá meira