RIFF hlýtur veglegan styrk Stefán Árni Pálsson skrifar 23. júní 2020 13:30 Hátíðin hefst 24. september í haust. Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 17. sinn í haust en forsvarsmenn hátíðarinnar fengu á dögunum Creative Europe - Media styrkinn. Styrkurinn er veittur til framúrskarandi kvikmyndahátíða í Evrópu og nemur nærri átta milljónum króna. Nýrra og spennandi leiða verður leitað til að sýna kvikmyndir á hátíðinni í ár eins og segir í tilkynningu frá RIFF. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin að vanda í haus.. Hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október næstkomandi. RIFF er ein af ríflega 30 kvikmyndahátíðum í Evrópu sem hlutu styrkinn en umsóknir voru um 100. Styrkurinn er lyftistöng fyrir hátíðina og ýmis ákvæði sem fylgja styrkveitingunni er varðar dagskrá og framkvæmd. „Það er góð viðurkenning á starfi okkar að fá Media styrkinn sem sýnir að við erum á réttri braut. RIFF er á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti, hún þykir hafa sérstöðu í evrópsku samhengi og fagaðilar fylgjast vel með því sem við erum að gera. Þessa dagana er unnið að því að móta dagskrá hátíðarinnar sem verður að einhverju leyti óhefðbundin í kjölfar ástandsins síðustu mánaða. Fólk vill örugglega geta farið í bíó eftir að hafa verið mikið heima fyrir en við ætlum líka að leita nýrra og spennandi leiða til að sýna myndirnar okkar,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt þegar líða tekur á sumarið. Hátíðin er einnig styrkt af ríki og borg og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. RIFF er einnig stofnmeðlimur nýrra, evrópskra hagsmunasamtaka kvikmyndahátíða er kallast Europa film festivals. Samtökin eru sett á fót í samvinnu við um tíu aðrar kvikmyndahátíðir m.a. írsku kvikmyndahátíðina Galway Film Fleadh, Geneva International Film Festival í Sviss, Festival de Films CINEMANIA í Kanada, Midnight Sun Film Festival, í Finnlandi, Filmfest Hamburg í Þýsklandi og hollensku hátíðina Noordelijk Film Festival. Megin tilgangur samtakanna er sá að til verði vettvangur fyrir forsvarsmenn evrópskra kvikmyndahátíða til að deila reynslu, hugmyndum og áætlunum. Einnig verður unnið að stefnumótun er varðar ákvarðanir um álitaefni og sameiginleg málefni og þróaðar leiðir til styðja við undirstöður kvikmyndageirans með ýmsu móti. Þannig skapist einstakt tækifæri til að ljá kvikmyndahátíðum um Evrópu alla sameinaða og sterkari rödd. RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Kvikmyndahátíðin RIFF verður haldin í 17. sinn í haust en forsvarsmenn hátíðarinnar fengu á dögunum Creative Europe - Media styrkinn. Styrkurinn er veittur til framúrskarandi kvikmyndahátíða í Evrópu og nemur nærri átta milljónum króna. Nýrra og spennandi leiða verður leitað til að sýna kvikmyndir á hátíðinni í ár eins og segir í tilkynningu frá RIFF. Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, verður haldin að vanda í haus.. Hátíðin fer fram dagana 24. september til 4. október næstkomandi. RIFF er ein af ríflega 30 kvikmyndahátíðum í Evrópu sem hlutu styrkinn en umsóknir voru um 100. Styrkurinn er lyftistöng fyrir hátíðina og ýmis ákvæði sem fylgja styrkveitingunni er varðar dagskrá og framkvæmd. „Það er góð viðurkenning á starfi okkar að fá Media styrkinn sem sýnir að við erum á réttri braut. RIFF er á hinu alþjóðlega kvikmyndahátíðarkorti, hún þykir hafa sérstöðu í evrópsku samhengi og fagaðilar fylgjast vel með því sem við erum að gera. Þessa dagana er unnið að því að móta dagskrá hátíðarinnar sem verður að einhverju leyti óhefðbundin í kjölfar ástandsins síðustu mánaða. Fólk vill örugglega geta farið í bíó eftir að hafa verið mikið heima fyrir en við ætlum líka að leita nýrra og spennandi leiða til að sýna myndirnar okkar,“ segir Hrönn Marinósdóttir stjórnandi RIFF. Dagskrá hátíðarinnar verður kynnt þegar líða tekur á sumarið. Hátíðin er einnig styrkt af ríki og borg og ýmsum fyrirtækjum og stofnunum. RIFF er einnig stofnmeðlimur nýrra, evrópskra hagsmunasamtaka kvikmyndahátíða er kallast Europa film festivals. Samtökin eru sett á fót í samvinnu við um tíu aðrar kvikmyndahátíðir m.a. írsku kvikmyndahátíðina Galway Film Fleadh, Geneva International Film Festival í Sviss, Festival de Films CINEMANIA í Kanada, Midnight Sun Film Festival, í Finnlandi, Filmfest Hamburg í Þýsklandi og hollensku hátíðina Noordelijk Film Festival. Megin tilgangur samtakanna er sá að til verði vettvangur fyrir forsvarsmenn evrópskra kvikmyndahátíða til að deila reynslu, hugmyndum og áætlunum. Einnig verður unnið að stefnumótun er varðar ákvarðanir um álitaefni og sameiginleg málefni og þróaðar leiðir til styðja við undirstöður kvikmyndageirans með ýmsu móti. Þannig skapist einstakt tækifæri til að ljá kvikmyndahátíðum um Evrópu alla sameinaða og sterkari rödd.
RIFF Bíó og sjónvarp Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning