Hæstiréttur sendir vinnuslys aftur í Landsrétt Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. júní 2020 10:58 Hæstiréttur Íslands Vísir/Vilhelm Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný. Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira
Hæstiréttur hefur ómerkt dóm Landsréttar í máli starfsmanns sem slasaðist við vinnu í álvinnslu á Grundartanga. Hæstiréttur telur að Landsrétti hafi borið að kveðja til sérfróðan meðdómsmann þegar málið var tekið fyrir á því dómstigi. Þann 18. janúar 2013 var maðurinn við störf við ofn í álvinnslunni. Við ofninn var skúffa, hluti búnaðar sem kom álgjalli inn í ofninn. Stóð starfsmaðurinn á stigapalli við enda skúffunnar er hann féll niður niður á steinsteypt gólf og úlnliðsbrotnaði. Varanleg örorka hans er metin fimmtán prósent vegna slyssins. Deilt var um hvort starfsmaðurinn ætti rétt til bóta úr ábyrgðartryggingu álvinnslunnar hjá tryggingarfélaginu Verði. Vildi starfsmaðurinn meina að vanbúnaður á vélinni sem hann vann við er slysið varð hafi valdið slysinu. Vanbúnaðinn mætti rekja til sakar vinnuveitendanda. Héraðsdómur dæmdi starfsmanninum í vil en Landsréttur í óhag Héraðsdómur viðurkenndi skaðabótaskyldu tryggingarfélagsins og álvinnslunnar í málinu árið 2018. Málinu var hins vegar áfrýjað til Landsréttar sem sýknaði tryggingarfélagið og álvinnsluna. Taldi Landsréttur að ósannað væri að vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Starfsmaðurinn óskaði þá eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar sem var veitt, og kvað Hæstiréttur upp dóm sinn í morgun. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að þar sem ekki hafi farið fram rannsókn af hálfu Vinnueftirlitsins eða lögreglu á slysinu hafi Landsrétti borið að kalla til sérfróðan meðdómsmann svo fjalla mætti um málsástæður starfsmannsins um að vanbúnaður á vélinni hafi orsakað slysið. Það lét Landsréttur hins vegar ógert. Lögðu ekki mat á áhrif sérþekkingar meðdómsmannsins Í héraðsdómi var sérfræðingur í vinnuvernd kallaður til sem sérfróður meðdómsmaður en í hinum áfrýjaða dómi Landsréttar segir að ekki verði ráðið af starfsheiti hans að hann hafi haft þá sérkunnáttu sem þurft hafi til að leggja mat á hvort vanbúnaður á vélinni hafi valdið slysinu. Hæstiréttur segir hins vegar að miðað við ferilskrá sérfræðingsins, sem lögð var fyrir Hæstarétt, hafi hann nægjanlega sérkunnáttu á því sviði sem á reyndi í málinu. Landsréttur hafi hins vegar ekki lagt mat á það hvaða áhrif þessi sérþekking meðdómsmannsins hafi haft á niðurstöðu málsins í héraðsdómi. Því hafi Landsréttur ekki dæmt málið á réttum grundvelli. Var dómur Landsréttar því ómerktur og málinu vísað aftur þangað til löglegrar meðferðar og dómsálagningar á ný.
Dómsmál Vinnumarkaður Vinnuslys Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sauð á starfsmanni sem löðrungaði íbúa á hjúkrunarheimili Fleiri en ein hópnauðgun til rannsóknar Kynnir áform um að leggja niður stjórn Sjúkratrygginga Pétur Jökull fékk átta ára dóm í Landsrétti Jómfrúarræða um Súðavíkurhlíð og skömmu síðar lenti sonur hans þar í slysi Þakgarðar og bílalyfta í stað bensínstöðvar Loftleiðir stofnuðu Cargolux til að nýta verðlitlar flugvélar Birtir niðrandi ummæli sem lýsi hatri í garð trans fólks Veiðigjöldin verði keyrð í gegn Óvíst hvort að tvöföldun rýma muni nægja Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Markaðir kættust eftir að Trump frestaði ofurtollum Sjá meira