Spenntir fyrir bikarslagnum á Seltjarnarnesi: „Ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu“ Anton Ingi Leifsson skrifar 23. júní 2020 12:30 Höttur/Huginn mæta Gróttu í kvöld og það er spenningur í leikmannahópnum. mynd/höttur-huginn 3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“ Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira
3. deildarliðið Höttur/Huginn fær ærið verkefni í kvöld er liðið mætir úrvalsdeildarliði Gróttu í 32-liða úrslit Mjólkurbikarsins. Viðar Jónsson, þjálfari liðsins, segir að stemning sé í hópnum fyrir kvöldinu og að menn séu spenntir fyrir sjónvarpsleik. Tvíhöfði er á Stöð 2 Sport 3 í dag. Fram og ÍR mætast klukkan 18.00 og svo er það leikur Gróttu og Hattar/Huginn klukkan 20.15. Höttur/Huginn vann dramatískan sigur á Sindri í 1. umferð Mjólkurbikarsins en Steinar Aron Magnússon skoraði sigurmarkið í uppbótartíma. Í 2. umferðinni höfðu þeir betur gegn Fjarðabyggð, 2-1, en sigurmarkið kom þá sjö mínútum fyrir leikslok. Þeir hafa því farið nokkuð torsótta leið í 32-liða úrslitin Austanmenn en þeir eru spenntir fyrir kvöldinu enda sækja þeir Pepsi Max-deildarlið Gróttu heim á Seltjarnarnes í kvöld. „Það er mjög mikil stemning í hópnum og tilhlökkun og gleði. Markmiðið er að njóta kvöldsins og hafa gaman,“ sagði Viðar í samtali við Vísi fyrr í dag en Höttur/Huginn gerði 1-1 jafntefli við Tindastól í fyrstu umferð 3. deildarinnar. „Við vorum mjög kaflaskiptir. Þetta var eins og spennandi bók. Þetta var upp og niður.“ Leikplan sem ég hef trú á Alls fara sex leikir fram í 32-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld en Viðar segir að hann hafi fylgst vel með Gróttu í fyrstu tveimur leikjunum í Pepsi Max-deildinni. „Ég er búinn að skoða þá þokkalega vel. Við erum með ákveðið leikplan sem ég hef trú á að geta gengið gegn þeim.“ Ekki eru mörg ár síðan að þessi lið spiluðu gegn hvoru öðru í annað hvort Lengjudeildinni, sem þá hét Inkasso-deildinni, eða 2. deildinni en Grótta fór svo upp um tvær deildir á síðustu tveimur árum. „Þetta er Pepsi Max-deildarlið en við höfum alveg farið yfir það að margir af þessum leikmönnum spiluðu bæði við Hött og Huginn á sínum tíma í 1. og 2. deild. Ég veit að það eru leikmenn þarna sem eru að stíga sín fyrstu skref í Pepsi Max-deildinni en það eru fullt af góðum leikmönnum.“ Hann segir að sínir menn muni fara varlega inn í leikinn í kvöld og þétta raðirnar til að byrja með, þangað til líður á leikinn. „Við þurfum að byrja varlega og þreifa aðeins á þeim. Við ætlum að lesa leikinn og sjá hvernig þetta þróast. Ég geri mér grein fyrir því að það er mikill munur en við sjáum það fljótt hvar við stöndum.“ „Við erum 3. deildarlið svo við erum „underdog“ í þessu og við verðum einhvern veginn að reyna vinna út frá því. Við höfum engu að tapa og förum þarna inn til þess að njóta og leggjum okkur fram. Það er smá auka búst fyrir alla vita að þetta er í sjónvarpinu. Það er ekki oft sem menn eru í sjónvarpinu.“
Mjólkurbikarinn Höttur Mest lesið „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Fótbolti Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Fótbolti Ofurhugi endaði lífið í sundlaug eftir að svifvængjaflug hans fór á versta veg Sport Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Fótbolti Guðrún kveður Rosengård Fótbolti Birnir Snær genginn til liðs við KA Íslenski boltinn „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ Fótbolti Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Fótbolti Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Enski boltinn Tvíburar jafnir eftir fyrsta dag á Opna breska Golf Fleiri fréttir Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Sjá meira