Leggja til matarvagn í anda ísbílsins til að sporna við matarsóun Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 14:08 Lagt er til að sett verði markmið þess efnis að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030. Vísir/Vilhelm Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan. Matur Umhverfismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Starfshópur um aðgerðir gegn matarsóun setur fram 24 aðgerðir til að draga úr matarsóun um helming fyrir árið 2030 í nýrri skýrslu. Á meðal þeirra aðgerða sem lagt er til að ráðist verði í er umbun af hálfu stjórnvalda fyrir matargjafir og sérstakan matarvagn sem byði upp á mat sem annars væri sóað. Fjórtán aðgerðanna eru á ábyrgð stjórnvalda og tíu eru á ábyrgð atvinnulífsins. Auk tillagna um að sett verði markmið um að draga úr hvers kyns matarsóun um helming fyrir árið 2030 er lagt til að segja markmið um 30% samdrátt fyrir árið 2025. Á meðal þess sem lagt er til að gert verði er að innleiða hagræna hvata sem dragi úr matarsóun, til að mynda að gripið verði til gjaldheimtu fyrir meðhöndlun úrgangs. Þannig verði hin svokallaða „borgaðu þegar þú hendir“-aðferð innleidd við slíka gjaldheimtu. „Aðferðin snýst um að tengja magn og tegund úrgangs við kostnað úrgangshafa. Annars vegar er hægt að miða gjaldheimtuna við rúmmál, þ.e. fjölda og/eða stærð íláta og/eða losunartíðni og hins vegar við þyngd úrgangsins,“ segir í skýrslunni. Miðað er við að þetta komi til framkvæmdar á næsta ári. Umbun og matarvagn Þá er einnig lagt til að stjórnvöld innleiði umbun fyrir fyrirtæki sem gefa mat frekar en henda honum. „Ákjósanlegt er að slíkt kerfi væri auðvelt og einfalt í framkvæmd. Nefnd eru sem dæmi um mögulegar útfærslur s.s. afslættir af opinberum gjöldum eða sköttum. Fordæmi fyrir slíkum ívilnunum má finna í Noregi.“ Lagt er til að vinna verði hafin við innleiðingu slíks kerfis á næsta ári. Einnig er lagt til að komið verði á fót matarvagni sem keyri á milli hverfa „eins og ísbíllinn“, líkt og segir í skýrslunni. Þessi matarvagn myndi selja mat, til dæmis samlokur, súpur og djús sem annars yrði sóað. „Með þessu er hægt að halda verðinu niðri og bjóða upp á góðan og hollan mat á viðráðanlegu verði. Boðið verði upp á að þeir sem ekki geti greitt fyrir matinn fái hann ókeypis. Bíllinn þarf að vera flottur og byggt verði upp vörumerki sem allir vilja versla við. Fyrirtæki sem taka þátt í samfélagslegri-, lýðheilsu- og umhverfisábyrgð. Með þessu færum við matinn til fólksins. Fjöldi fyrirmynda er til í heiminum og er menning fyrir matarvögnum á Íslandi.“ Skýrslan verður í almennri kynningu í samráðsgátt stjórnvalda til 31. júlí næstkomandi. Starfshópurinn hefur jafnframt þegar skilað Guðmundi Inga Guðbrandssyni umhverfis- og auðlindaráðherra tillögum sínum. Skýrsluna má nálgast í heild hér og allar 24 aðgerðirnar eru útlistaðar hér fyrir neðan.
Matur Umhverfismál Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira