Körfubolti

Finnur Freyr um þá leikmenn sem Valur vill fá: Þurfum að vera skynsamir hvernig við nýtum fjármagnið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Finnur Freyr ræddi við Gaupa í dag.
Finnur Freyr ræddi við Gaupa í dag. Vísir/Mynd

Gaupi ræddi við Finn Frey Stefánsson, þjálfara Vals í Domino´s deild karla, um nýjan leikmann liðsins og markmið komandi tímabils. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.

„Hann spilaði gríðarlega vel með Tindastól í fyrra og vel látið af honum sem spilar inn í líka. Það er mikilvægt fyrir okkur að fá leikmenn sem eru þekktar stærðir þannig við séum að takmarka lotteríð,“ sagði Finnur Freyr um nýjan leikmann liðsins - Sinisa Bilic - í Valsheimilinu í dag.

„Það eru fimm leikmenn farnir frá því í fyrra þannig þetta er skref í rétt átt. Í púslinu er maður rétt byrjaður að setja í rammann svo það er næg vinna eftir.“

„Held að Valur hafi ekki komist í úrslitakeppnina í einhver 30 ár svo það er göfugt markmið að stefna þangað. Deildin er og verður gríðarlega sterk á næsta tímabili. Við erum að reyna setja saman lið á meðan önnur lið búa að því að vera með sterka kjarna. Við erum auðmjúkir í því að reyna koma okkur inn í 8-liða úrslitin loksins,“ sagði þjálfarinn færi um markmið Vals næsta vetur.

„Fullt af flottum og góðum leikmönnum en flestir samningsbundnir. Það eru margir sem við erum að heyra í en það verður bara að koma í ljós. Við viljum fá leikmenn sem passa inn í það sem við viljum gera. Þurfum að vera skynsamir með hvernig við nýtum fjármagnið,“ sagði Finnur um þá leikmenn sem Valur er að skoða.

„Sjáum til hvaða púsl vantar og hvernig þetta þróast. Við þurfum allavega tvo leikmenn til viðbótar ef ekki fleiri,“ sagði Finnur að lokum.

Klippa: Finnur Freyr: Þurfum að vera skynsamir hvernig við nýtum fjármagnið

Tengdar fréttir

Valsmenn búnir að semja við Sinisa Bilic

Slóveninn Sinisa Bilic hefur gert samning við Valsmenn í Domino´s deild karla í körfubolta og er þetta fyrsti nýi leikmaðurinn sem Finnur Freyr Stefánsson fær til liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×