Nýr markaður opnast fyrir íslenskar vörur með siglingum til Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 23. júní 2020 20:36 Vikulegar skipaferðir milli Íslands og Grænlands, með samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips, hófust formlega í síðustu viku. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Straumhvörf í siglingum milli Íslands og Grænlands opna nýjan markað fyrir íslenskar framleiðsluvörur, þar á meðal fersk matvæli eins og grænmeti. Eimskipsmenn segja áhugann á Grænlandi hafa komið á óvart. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Koma nýjasta og stærsta skips Grænlendinga til Reykjavíkur í síðustu viku markaði upphafið að samsiglingum Royal Arctic Line og Eimskips en með þeim tekur aðeins fjóra daga að sigla vörum frá Reykjavík til Nuuk. Þéttsetinn salurinn á fundi sem Grænlensk-íslenska viðskiptaráðið efndi til í dag lýsir áhuganum á þeim nýju tækifærum sem skapast og það gladdi Eimskipsmenn að sjá hversu margir gámar fóru með skipinu héðan til Grænlands. Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. „Það kom okkur mjög á óvart hversu íslensk fyrirtæki voru spennt fyrir þessu og umfangið í þessari fyrstu ferð var mjög spennandi og gaman að sjá,“ segir Björn Einarsson, framkvæmdastjóri sölu- og viðskiptastýringar Eimskips. Það þarf ekki annað en að ganga um grænlenskar verslanir til að átta sig á því að þetta 55 þúsund manna samfélag þarf heilmikið af neysluvörum, sem íslensk fyrirtæki fá nú betri kost á að sinna með vikulegum siglingum. „Öflug íslensk fyrirtæki eiga mikið erindi til Grænlands, bæði varðandi íslenska framleiðslu - matvælaframleiðslu - íslensk framleiðsla í grænmeti, jafnvel ferskvara í gegnum íslensk fyrirtæki og áfram,“ segir Björn og nefnir einnig fyrirtæki sem versla með alþjóðleg vörumerki. Úr matvöruverslun í Nuuk. Styttri siglingatími og tíðari ferðir bjóða íslenskum matvælaframleiðendum upp á tækifæri til að selja ferskvöru til Grænlands.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Þá er mikil uppbygging á Grænlandi sem íslensk fyrirtæki koma að. „Byggingariðnaðurinn, hann á mikil tækifæri á Grænlandi, bæði í verktökum og einnig öflug íslensk fyrirtæki sem eru að sinna byggingariðnaðinum,“ segir Björn. Og þetta er gagnkvæmt. Grænlendingar hafa núna greiðari leið til að koma sínum afurðum á heimsmarkað í gegnum flutninganet Íslendinga. „Bæði í gegnum siglingakerfið okkar en líka í gegnum öflugt kerfi varðandi ferskan fisk í flugi héðan, sem íslensk flugfélög hafa þróað. Þannig að það á líka mikið erindi inn á þann markað. Og ég er alveg viss um það að þau skref muni koma jafnt og þétt,“ segir Björn. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Grænland Skipaflutningar Tengdar fréttir Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09 Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28 Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47 Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30 Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00 Mest lesið Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Jóna Björk tekur við Garðheimum Viðskipti innlent Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Viðskipti innlent „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Viðskipti erlent Yfirlýsingar í fjölmiðlum um verðhækkanir gætu verið lögbrot Neytendur Fleiri fréttir Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Tvö ráðin til Klaks Nýr verkefnastjóri svæðisbundins farsældarráðs Ekki benda á mig segir forstjóri Landsvirkjunar 76 milljón króna sekt Símans stendur Full ástæða til að ætla að það gæti orðið loðnuvertíð Þrír nýir forstöðumenn hjá OK Víðtækar vöruhækkanir eftir áramót Sjá meira
Siglingar Grænlendinga og Íslendinga tvinnast saman Tímamót urðu í samskiptum Grænlendinga og Íslendinga síðdegis þegar grænlenska skipið Tukuma Arctica sigldi inn til Reykjavíkur. Þetta er fyrsta ferðin í gagnkvæmu samstarfi sem felur í sér að Grænlendingar sigla með vörur fyrir Íslendinga og öfugt. 15. júní 2020 23:09
Stærsta skip Íslendinga komið að Súesskurði á leið frá Kína Dettifoss, stærsta skip sem smíðað hefur verið fyrir Íslendinga, kom í dag að Súesskurðinum á nærri sjötíu daga heimsiglingu skipsins yfir hálfan hnöttinn frá Kína. Þetta nýjasta skip Eimskipafélagsins er væntanlegt til Íslands um miðjan júlí. 9. júní 2020 21:28
Íslensk verkfræðistofa hannar jarðgöng fyrir Grænlendinga Grænlendingar undirbúa núna eins kílómetra löng jarðgöng, - í landi sem er án þjóðvegakerfis. Og það sem meira er: Það er íslensk verkfræðistofa sem ráðleggur þeim að gera þetta, hannar líka göngin og býr til útboðsgögnin. 4. júní 2020 09:47
Skrautleg áskorun Ístaks að hefja smíði stærsta skóla Grænlands í veirufaraldri Ístaksmenn glíma við einhverja skrautlegustu áskorun í sögu fyrirtækisins; að hefja smíði þrettán milljarða króna skólabyggingar á Grænlandi. Starfsmennirnir þurfa að gangast undir tvöfalt veirupróf og vinnusvæðið í Nuuk er sérstök sóttkví. 8. maí 2020 21:30
Eldur sagður kveikja gullæði á Grænlandi Gullæði á Grænlandi. Þannig hljómar fyrirsögn eins grænlensku fjölmiðlanna eftir að fréttir bárust um stóran gullfund fyrirtækis, sem Íslendingurinn Eldur Ólafsson stendur að. 14. desember 2019 23:00