Ánægjulegt að framhalds- og háskólum sé tryggt nægt fjármagn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. júní 2020 22:07 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Þingmenn Framsóknarflokksins, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fjölluðu báðar um nýjan Menntasjóð námsmanna í ræðum sínum á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Báðar sögðu þær nýtt námslánakerfi mikla úrbót fyrir námsmenn en lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. „Um er að ræða kerfisbreytingu sem mun hafa gríðarlegar kjarabætur í för með sér fyrir námsmenn,“ sagði Silja Dögg. Nýtt námslánakerfi er að norrænni fyrirmynd og felst meginbreytingin í því að kerfið verður tvískipt. Sjálfbær lánahluti og svo styrkjakerfi sem fjármagnað er af ríkinu. „Þá geta námsmenn sem ljúka námi innan tilskilins tíma fengið 30 prósenta niðurfellingu á höfuðstól námsláns og foreldrar fá styrk með hverju barni. Námslánin verða greidd út mánaðarlega og hægt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán.“ Þá sagði Líneik Anna það gríðarlega mikilvægt að litið sé til fjölgunar starfa í hefðbundnum atvinnugreinum og verðmætaaukningar í samfélaginu. „Aukin aðsókn að starfs- og tækninámi skapar einmitt tækifæri í samspili við ný störf. Í þessu samhengi er tillaga mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tryggja fjármagn til að mæta aukinni aðsókn í framhalds- og háskóla í haust lykilákvörðun.“ Þá segir Silja að til standi að fjárveitingar til skóla verði útfærðar við vinnslu fjáraukalaga vegna ársins 2020, þegar fjárþörf skólanna liggur endanlega fyrir. Ríkisstjórnin hafi jafnframt lagt mikla áherslu á að í viðbrögðum við kórónuveiruna hafi fólk kost á að fara í nám. „Því var afar ánægjulegt að sjá frétt í gær að ríkisstjórnin væri búin að tryggja framhalds- og háskólum nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana,“ segir Silja. Gert er ráð fyrir að á komandi skólaári fjölgi nemendum á framhaldsskólastigi um allt að tvö þúsund og allt að fimmtán hundruð á háskólastigi. „Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér. Alþingi Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51 Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51 „Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Þingmenn Framsóknarflokksins, þær Líneik Anna Sævarsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir, fjölluðu báðar um nýjan Menntasjóð námsmanna í ræðum sínum á eldhúsdegi á Alþingi í kvöld. Báðar sögðu þær nýtt námslánakerfi mikla úrbót fyrir námsmenn en lögin taka gildi þann 1. júlí næstkomandi. „Um er að ræða kerfisbreytingu sem mun hafa gríðarlegar kjarabætur í för með sér fyrir námsmenn,“ sagði Silja Dögg. Nýtt námslánakerfi er að norrænni fyrirmynd og felst meginbreytingin í því að kerfið verður tvískipt. Sjálfbær lánahluti og svo styrkjakerfi sem fjármagnað er af ríkinu. „Þá geta námsmenn sem ljúka námi innan tilskilins tíma fengið 30 prósenta niðurfellingu á höfuðstól námsláns og foreldrar fá styrk með hverju barni. Námslánin verða greidd út mánaðarlega og hægt verður að velja um verðtryggð eða óverðtryggð lán.“ Þá sagði Líneik Anna það gríðarlega mikilvægt að litið sé til fjölgunar starfa í hefðbundnum atvinnugreinum og verðmætaaukningar í samfélaginu. „Aukin aðsókn að starfs- og tækninámi skapar einmitt tækifæri í samspili við ný störf. Í þessu samhengi er tillaga mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur, og ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að tryggja fjármagn til að mæta aukinni aðsókn í framhalds- og háskóla í haust lykilákvörðun.“ Þá segir Silja að til standi að fjárveitingar til skóla verði útfærðar við vinnslu fjáraukalaga vegna ársins 2020, þegar fjárþörf skólanna liggur endanlega fyrir. Ríkisstjórnin hafi jafnframt lagt mikla áherslu á að í viðbrögðum við kórónuveiruna hafi fólk kost á að fara í nám. „Því var afar ánægjulegt að sjá frétt í gær að ríkisstjórnin væri búin að tryggja framhalds- og háskólum nægt fjármagn til að mæta metaðsókn í skólana,“ segir Silja. Gert er ráð fyrir að á komandi skólaári fjölgi nemendum á framhaldsskólastigi um allt að tvö þúsund og allt að fimmtán hundruð á háskólastigi. „Umsóknum um háskólavist fjölgar um 23% milli ára og mikil aðsókn er í fjölbreytt starfs- og iðnnám framhaldsskólanna.“ Eldhúsdagsumræður á Alþingi eru enn í gangi og fylgjast má með þeim hér.
Alþingi Skóla - og menntamál Framsóknarflokkurinn Tengdar fréttir „Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51 Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51 „Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
„Ríkisstjórnin mynduð um allt annað en skýra framtíðarsýn“ Hann Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, segir kórónuveirufaraldurinn hafa hjálpað ríkisstjórninni að keyra illa búin mál í gegn um þingið á met hraða og hylma yfir slæmt efnahagsástand. 23. júní 2020 21:51
Inga biður fátækasta fólk landsins afsökunar Inga Sæland, alþingismaður og formaður Flokks fólksins, bað fátækasta fólk Íslands afsökunar úr ræðustól í eldhúsdagsumræðum Alþingis í kvöld. 23. júní 2020 21:51
„Þið eigið heima hér“ Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, segir valdhafa hér á landi senda skýr skilaboð um að aðeins þau sem valdinu séu þóknanleg fái að tilheyra íslensku samfélagi. Hinum sé ekki boðið. 23. júní 2020 21:18