Enski boltinn

Dortmund reynir að koma í veg fyrir félagsskipti Sancho

Ísak Hallmundarson skrifar
Sancho hefur spilað frábærlega með Dortmund og væri mikill liðsstyrkur fyrir Manchester United
Sancho hefur spilað frábærlega með Dortmund og væri mikill liðsstyrkur fyrir Manchester United getty/Alexandre Simoes

Það hefur verið talið afar líklegt undanfarið að Jadon Sancho, leikmaður Dortmund, muni fara til Manchester United fyrir næsta tímabil. Félagsskiptin gætu nú verið í uppnámi.

Dortmund eru sagðir vera að teikna upp plan til að stöðva vistaskipti Sancho þrátt fyrir að leikmaðurinn vilji sjálfur fara til Old Trafford.

Dortmund hefur sett 115 milljón punda verðmiða á Sancho og þeir ætla sér ekki að hörfa frá því.

United vilja hinsvegar fá leikmanninn fyrir lægri upphæð vegna áhrifa heimsfaraldursins á fjárhaginn. Þeir gætu hinsvegar ákveðið að reyna aftur við leikmanninn að ári liðnu.

Dortmund eru sagðir ætla að hækka laun Sancho umtalsvert, úr 5,4 milljónum punda á ári í 9 milljónir punda, til að tryggja framtíð leikmannsins hjá félaginu. Það er þó talið að þessi enski landsliðsmaður vilji snúa aftur í ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru, en hann var á mála hjá Manchester City.

Hinn 20 ára gamli Sancho hefur skorað 17 mörk og lagt upp 17 á tímabilinu og verður líklega hart barist um hann í sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×