Segja dóm Félagsdóms ekki standast skoðun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. júní 2020 14:25 Þórunn Sveinbjarnardóttir er formaður BHM. Mynd/BHM Bandalag háskólamanna lýsir furðu vegna dóms Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem kveðinn var upp í gær. BHM telur að dómurinn sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá BHM en Vísir greindi frá niðurstöðu Félagsdóms í dag. Í stuttu máli snerist deilan um að íslenska ríkið taldi að félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sen starfa hjá hinu opinbera hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning, þrátt fyrir að fleiri hafi sagt nei en já við samningnum. Leit ríkið svo á að, með vísun til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Með því að telja auðu atkvæðin með, alls 21, greiddu 49,3 prósent atkvæði gegn samningnum, ekki nóg til að fella samninginn. Félag íslenskra náttúrufræðinga leit svo á að ekki ætti að telja auðu atkvæðin með og fór deilan fyrir Félagsdóm. Félagsdómur féllst á málatilbúnað ríkisins og dæmdi samninginn í gildi. Í yfirlýsingu frá BHM er þessari niðurstöðu alfarið hafnað og vísað til þess að Félagsdómur hafi beitt svokallaðri lögjöfnun þannig að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði. „Fráleitt er að halda því fram að ákvæði laga sem gilda um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði geti átt við um kjarasamning milli aðildarfélags BHM og ríkisins nema það sé sérstaklega tekið fram í lögum. Félagsdómur beitir lögjöfnun en það er einungis heimilt í algjörum undantekningartilvikum og getur ekki átt við í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu BHM. Þá segir jafnframt að ekki sé rétt að líta svo á að sá sem skili auðu sé með því að samþykkja kjarasamning. „BHM telur engin rök standa til þess að félagsmaður sem skilar auðum atkvæðaseðli, og tekur þannig ekki afstöðu með eða á móti kjarasamningi, sé með því afstöðuleysi að samþykkja kjarasamning. BHM undrast að Félagsdómur hafi kosið að hafna eða líta framhjá ítarlegum og vönduðum rökstuðningi FÍN í málinu.“ Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Bandalag háskólamanna lýsir furðu vegna dóms Félagsdóms í máli íslenska ríkisins gegn Félagi íslenskra náttúrufræðinga sem kveðinn var upp í gær. BHM telur að dómurinn sé rangur og standist ekki lögfræðilega skoðun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá BHM en Vísir greindi frá niðurstöðu Félagsdóms í dag. Í stuttu máli snerist deilan um að íslenska ríkið taldi að félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræðinga sen starfa hjá hinu opinbera hefðu samþykkt nýgerðan kjarasamning, þrátt fyrir að fleiri hafi sagt nei en já við samningnum. Leit ríkið svo á að, með vísun til laga um stéttarfélög og vinnudeilur að meirihluta greiddra atkvæða þyrfti til að fella samninginn. Með því að telja auðu atkvæðin með, alls 21, greiddu 49,3 prósent atkvæði gegn samningnum, ekki nóg til að fella samninginn. Félag íslenskra náttúrufræðinga leit svo á að ekki ætti að telja auðu atkvæðin með og fór deilan fyrir Félagsdóm. Félagsdómur féllst á málatilbúnað ríkisins og dæmdi samninginn í gildi. Í yfirlýsingu frá BHM er þessari niðurstöðu alfarið hafnað og vísað til þess að Félagsdómur hafi beitt svokallaðri lögjöfnun þannig að ákvæðið í lögum sem ríkið vísaði til um að fella þyrfti samninga með meirihluta atkvæða ætti bæði við um atkvæðagreiðslu um gildi kjarasamning á opinberum markaði, sem og á almennum markaði. „Fráleitt er að halda því fram að ákvæði laga sem gilda um kjarasamninga á almennum vinnumarkaði geti átt við um kjarasamning milli aðildarfélags BHM og ríkisins nema það sé sérstaklega tekið fram í lögum. Félagsdómur beitir lögjöfnun en það er einungis heimilt í algjörum undantekningartilvikum og getur ekki átt við í þessu máli,“ segir í yfirlýsingu BHM. Þá segir jafnframt að ekki sé rétt að líta svo á að sá sem skili auðu sé með því að samþykkja kjarasamning. „BHM telur engin rök standa til þess að félagsmaður sem skilar auðum atkvæðaseðli, og tekur þannig ekki afstöðu með eða á móti kjarasamningi, sé með því afstöðuleysi að samþykkja kjarasamning. BHM undrast að Félagsdómur hafi kosið að hafna eða líta framhjá ítarlegum og vönduðum rökstuðningi FÍN í málinu.“
Kjaramál Vinnumarkaður Dómsmál Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira