Námumaður í Tansaníu milljónamæringur yfir nóttu Atli Ísleifsson skrifar 25. júní 2020 08:59 Saniniu Laizer með steinana. Ráðuneyti námavinnslumála í Tansaníu Námumaður í Tansaníu er orðinn milljónamæringur eftir að hafa selt tvo stóra tansanít-steina, en aldrei hafa svo stórir steinar fundist í landinu. BBC segir frá því að Saniniu Laizer hafi hagnast um 3,4 milljónir dala, um 480 milljónir íslenskra króna, eftir að hafa selt steinana í hendur námavinnsluráðuneytis landsins. Steinarnir tveir vógu samtals um fimmtán kíló. Laizer, sem á fjórar eiginkonur og er faðir rúmlega þrjátíu barna, segist ætla halda mikla veislu til að fagna sölunni á steinunum. Þá segist hann ætla að reisa verslunarmiðstöð og skóla nærri heimili sínu. Hann segist þó ekki ætla að breyta lífsháttum sínum og að áfram muni hann áfram hirða kýr sínar sem telja um tvö þúsund. Tansanít finnst einungis í norðurhluta Tansaníu og er notaður við framleiðslu á skrautmunum. Um um að ræða einn sjaldgæfasta eðalstein á jörðu og telja jarðfræðingar að birgðirnar kunni að verða uppurnar á næstu tuttugu árum. Steinninn finnst í röð blæja, þar á meðal grænum, rauðum, fjólubláum og bláum. Laizer fann steinana, sem eru 9,2 kíló annars vegar og 5,8 kíló hins vegar, í síðustu viku en seldi þá svo í Manyara-héraði í gær. Stærsti tansanít steinninn sem áður hafði fundist vóg 3,3 kíló. Tansanía Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira
Námumaður í Tansaníu er orðinn milljónamæringur eftir að hafa selt tvo stóra tansanít-steina, en aldrei hafa svo stórir steinar fundist í landinu. BBC segir frá því að Saniniu Laizer hafi hagnast um 3,4 milljónir dala, um 480 milljónir íslenskra króna, eftir að hafa selt steinana í hendur námavinnsluráðuneytis landsins. Steinarnir tveir vógu samtals um fimmtán kíló. Laizer, sem á fjórar eiginkonur og er faðir rúmlega þrjátíu barna, segist ætla halda mikla veislu til að fagna sölunni á steinunum. Þá segist hann ætla að reisa verslunarmiðstöð og skóla nærri heimili sínu. Hann segist þó ekki ætla að breyta lífsháttum sínum og að áfram muni hann áfram hirða kýr sínar sem telja um tvö þúsund. Tansanít finnst einungis í norðurhluta Tansaníu og er notaður við framleiðslu á skrautmunum. Um um að ræða einn sjaldgæfasta eðalstein á jörðu og telja jarðfræðingar að birgðirnar kunni að verða uppurnar á næstu tuttugu árum. Steinninn finnst í röð blæja, þar á meðal grænum, rauðum, fjólubláum og bláum. Laizer fann steinana, sem eru 9,2 kíló annars vegar og 5,8 kíló hins vegar, í síðustu viku en seldi þá svo í Manyara-héraði í gær. Stærsti tansanít steinninn sem áður hafði fundist vóg 3,3 kíló.
Tansanía Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Sjá meira