Stefnir í annað einvígi milli Vals og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. júní 2020 14:00 Það stefnir í kapphlaup milli Breiðabliks og Vals um Íslandsmeistaratitilinn. Vísir/Daníel Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Síðasta sumar töpuðu hvorki Valur né Breiðablik leik í Pepsi Max deild kvenna. Munurinn á liðunum var sá að Breiðablik gerði markalaust jafntefli við Þór/KA á Kópavogsvelli þann 1. ágúst. Höfðu nær allir spekingar landsins spáð því að baráttan um Íslandsmeistaratitilinn yrði harðari í ár og deildin jafnari en áður. Nú þegar þrjár umferðir eru búnar virðist fátt geta komið í veg fyrir annað einvígi liðanna um titilinn eftirsótta. Munurinn á liðunum á síðustu leiktíð var lítill sem enginn eins og áður kom fram. Þau gerðu jafntefli í viðureignum sín á milli og ef Breiðablik hefði nýtt eitt af fjöldanum öllum af færum sem liðið fékk gegn Þór/KA – þar sem Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir, markvörður Þór/KA átti meðal annars eina af vörslum sumarsins – þá hefði það endað þannig að markatala hefði skorið úr um hvar Íslandsmeistaratitillinn hefði endað. Valur hafði betur í þeirri deild en liðið skoraði 65 mörk og fékk aðeins á sig 12. Blikar skoruðu á sama tíma „aðeins“ 54 mörk og fengu á sig 15. Voru þau einu lið deildarinnar sem skoruðu meira en 30 mörk. Þegar þremur umferðum er lokið stefnir aftur í að innbyrðis viðureignir skeri úr um hvar bikarinn endar. Bæði lið eru með fullt hús stiga, bæði lið hafa skorað 11 mörk, bæði lið hafa unnið einn leik 6-0 og lent í vandræðum gegn nýliðum – ef vandræði skyldi kalla. Valur vann Þrótt Reykjavík 2-1 í leik þar sem Íslandsmeistararnir réðu ferðinni frá A til Ö. Sömu sögu er að segja af leik Breiðabliks og FH. Þó Blikar hafi landað 3-0 sigri þá komu tvö markanna undir lok leiks. Eini munur liðanna að svo stöddu er að Blikar eiga enn eftir að fá á sig mark. Spurning er hvenær það gerist en varnarleikur liðsins hefur verið einkar öflugur undanfarin ár. Ofan á baráttu liðanna um Íslandsmeistaratitilinn þá eru leikmenn liðanna í baráttu um markakóngstitilinn. Á síðustu leiktíð skoraði Berglind Björg Þorvaldsdóttir 16 mörk í liði Blika en sömu sögu er að segja af Hlín Eiríksdóttur og Elínu Mettu Jensen í liði Vals. Þá gerði Margrét Lára Viðarsdóttir 15 mörk fyrir Íslandsmeistarana en hún lagði skóna á hilluna í vetur. Berglind Björg verður í baráttunni um markadrottningatitilinn enn eitt árið.Vísir/Bára Sama er upp á teningnum í ár en Elín Metta er komin með fimm mörk nú þegar á meðan Berglind Björg og Hlín Eiríksdóttir eru báðar með fjögur mörk. Því miður þurfum við að bíða töluvert eftir uppgjöri þessara tveggja bestu liða landsins en þau mætast á Kópavogsvelli þann 21. júlí næstkomandi. Þá minnum við á Pepsi Max Mörkin í umsjá Helenu Ólafsdóttur klukkan 20:00 á Stöð 2 Sport í kvöld en þar verður farið yfir allt það helsta sem gerðist í síðustu umferð Pepsi Max deildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Valur Breiðablik Tengdar fréttir Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22 Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00 Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Hlín dregur þjálfarann fram úr rúminu eldsnemma: „Tilbúin að æfa endalaust“ „Hlín er einstakur leikmaður,“ segir Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Íslandsmeistara Vals í fótbolta, um Hlín Eiríksdóttur sem skoraði þrennu í 6-0 sigrinum á Þór/KA í kvöld. 24. júní 2020 20:22
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Þór/KA 6-0 | Íslandsmeistararnir settu upp sýningu Þór/KA átti aldrei möguleika gegn Íslandsmeisturum Vals að Hlíðarenda í kvöld. Lokatölur 6-0. 24. júní 2020 21:00
Berglind: Ætlum ekkert að fela það að við stefnum á titilinn Breiðablik valtaði yfir KR á Kópavogsvelli í Pepsi Max deild kvenna í kvöld. Lokatölur 6-0 fyrir Blikum en yfirburðirnir voru gríðarlegir. 23. júní 2020 21:35
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - KR 6-0 | Breiðablik pakkaði KR saman á Kópavogsvelli KR átti aldrei möguleika á Kópavogsvelli í kvöld. Lokatölur 6-0 Breiðablik í vil. 23. júní 2020 22:15