Útvarpsstjóri telur fullyrðingar um vanefndir á þjónustusamningi við ríkið vafasamar Jakob Bjarnar skrifar 25. júní 2020 14:04 Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir skilgreiningu á sjálfstæðum framleiðanda samkvæmt samningi hreint ekki eins þrönga og fram kemur í umfjöllun Fréttablaðsins. Á myndinni eru Stefán, Lilja D. Alfreðsdóttir menntamálaráðherra og Jón Þórisson ritstjóri Fréttablaðsins. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi en Fréttablaðið hefur fjallað með ítarlegum hætti um vanefndir á þjónustusamning Ríkisútvarpsins ohf. og ráðuneytisins gagnvart sjálfstæðum framleiðendum. Í gær greindi blaðið frá því í frétt undir fyrirsögninni „Hundraða milljóna króna misræmi“ en þar segir meðal annars að þegar yfirlit yfir kaup Ríkisútvarpsins af sjálfstæðum framleiðendum á síðasta ári er borið saman við skilgreiningu ráðuneytisins komi í ljós misræmi upp á hundruð milljóna króna. Vitnað er til álits fjölmiðlanefndar sem telur ólíklegt að verktakagreiðslur flokkist sem kaup á efni. „Rétt að taka það fram að skilgreining á sjálfstæðum framleiðenda samkvæmt samningnum er ekki með þeim þrönga hætti sem fram kemur í þinni fyrirspurn eða umfjöllun Fréttablaðsins,“ segir Stefán í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í fyrirspurn Vísis, sem útvarpsstjóri telur fullyrðingasama, er rakið að skilgreining í fjölmiðlalögum (36. tölul. 1. mgr. 2. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011) kveður á um að sjálfstæður framleiðandi hljóð- eða myndefnis er fyrirtæki sem jafnframt er sjálfstæður lögaðili, óháður viðkomandi fjölmiðlaveitu í þeim skilningi að hann er ekki undir beinum eða óbeinum yfirráðum hennar, hvorki sér né sameiginlega með öðrum, og hefur frelsi til að skilgreina sína eigin viðskiptastefnu. Þá var vísað í skilgreiningu í þjónustusamningi þar sem kveðið er á um skyldu RÚV um að verja 11 prósent af heildarútgjöldum sínum til kaupa af sjálfstæðum framleiðendum, en hún er: Fbl birtir upplýsingar um vanefndir Starfsmenn RÚV falla augljóslega ekki undir þetta og heldur ekki fólk sem kemur inn með þátt, tekur upp í húsakynnum RÚV og nýtir alla aðstöðu þar. Engin sjálfstæð framleiðsla þar. Engu að síður eru þau á listanum yfir sjálfstæða framleiðendur sem Fréttablaðið birti á vefsíðu sinni í maí. Ari Brynjólfsson blaðamaður og fréttastjóri Fréttablaðsins hefur kafað í ársreikninga RÚV og kannað ítarlega hvort stofnunin standi í skilum vegna þjónustusamnings við ríkið. Niðurstaða hans er sú að svo sé ekki.visir/vilhelm Skoðun Fréttablaðsins leiddi í ljós að í raun hafi kaup af sjálfstæðum framleiðendum aðeins numið 511 milljónum króna í fyrra sem er nokkuð undir viðmiðinu en samkvæmt þjónustusamningi ber RÚV að verja 11 prósentum af heildartekjum sínum til kaupa á efni af sjálfstæðum framleiðendum. Í ársreikningi RÚV segir að heildartekjur stofnunarinnar hafi numið 6,87 milljörðum og ber því stofnuninni að verja um 750 milljónum til kaupa af sjálfstæðum framleiðendum. Stefán telur umfjöllun Fréttablaðsins ekki standast Þessar vanefndir eru vitaskuld ekki nokkuð sem raungerðist á vakt Stefáns sem er til þess að gera nýtekinn við stöðu útvarpsstjóra af Magnúsi Geir Þórðarsyni nú Þjóðleikhússtjóra. En í hlýtur að vera nokkuð sem hann þarf að eiga við. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að Ríkisútvarpið ofh standi ekki við þjónustusamning við ríkið. Stefán Eiríksson telur það ekki standast.visir/vilhelm Stefán segir fullyrðingar um fyrrnefndar vanefndir ekki standast og vísar í þjónustusamninginn og bendir í því samhengi á umfjöllun um sjálfstæða framleiðendur í viðauka við þjónustusamninginn. „Þjónustusamninginn ásamt viðaukum sérðu hér,“ segir Stefán. Ólíkur skilningur á lagaákvæðum Útvarpsstjóri segir mikilvægt í þessu samhengi, eins og áður sagði, að undirstrika að í greinargerð RÚV til fjölmiðlanefndar samkvæmt ákvæðum samningsins hefur verið tekið mið af skilgreiningu „36. tl. 2. gr. fjölmiðlalaga á sjálfstæðum framleiðanda en að auki gerð grein fyrir öðru aðkeyptu efni og þjónustu í samræmi við ákvæði áðurnefnds viðauka, nánar tiltekið ákvæði 2.2.a. í viðaukanum. Við höfum engar athugasemdir fengið frá ráðuneytinu um það á liðnum árum að tilgreining á þessu sé í ósamræmi við skilning ráðuneytisins á ákvæðum þjónustusamningsins eða að um vanefndir gagnvart ráðuneytinu sé að ræða eins og þú fullyrðir,“ segir Stefán. Í þessu samhengi má nefna að ríkisendurskoðandi úrskurðaði stofnunina brjóta lög með því að láta undir höfuð leggjast að stofna dótturfélag um tiltekinn rekstur. Stjórn bar það fyrir sig að það væri að bíða eftir nánari fyrirmælum frá ráðherra en ríkisendurskoðandi taldi það ekki vörn í málinu. Starfsmenn RÚV, verktakar eða sjálfstæðir framleiðendur Í fyrirspurninni, sem Stefán telur að fái ekki staðist, var að auki spurt út í þá aðila sem skarast við lista yfir starfsmenn RÚV og aðra sem sinna dagskrárgerð með reglubundnum hætti inn í skipulagða dagskrá en virðast skilgreindir verktakar af hálfu stofnunarinnar. Hér bendir bendir ýmislegt til þess að um umfangsmikla gerviverktöku er að ræða. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ekki enn svarað fyrirpurn um hvernig umfjöllun Fréttablaðsins um vanefndir á þjónustusamningi horfi við henni. Stefán Eiríksson gerir ekki ráð fyrir því að umfjöllunin muni hafa áhrif á gerð nýs þjónustusamnings.vísir/vilhelm Vísir spurði í téðri fyrirspurn hvort gerviverktaka sé til athugunar hjá útvarpsstjóra? Stefán lét undir höfuð leggjast að svara því og var það áréttað í framhaldsfyrirspurn. Þá var spurt hvort hann óttaðist að þessar upplýsingar sem Fréttablaðið birti kunni að trufla gerð nýs þjónustusamnings sem nú er unnið að? Stefán telur svo ekki vera. „Nú er unnið að gerð nýs þjónustusamningsins og hefur sú vinna gengið vel en tafist eins og margt annað á undanförnum vikum.“ Vísir hefur beint fyrirspurn til Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra; þá hver hennar viðbrögð eru við því sem fram kemur í Fréttablaðinu um stórkostlegar vanefndir á þjónustusamningi? Lilja hefur ekki enn séð sér fært að svara. Auk þess sem Vísir hefur beint sambærilegri fyrirspurn til Ríkisskattstjóra þar sem spurt er hvort gerviverktaka á Ríkisútvarpinu sé til skoðunar. En hér má sjá hvernig RSK skilgreinir hana. Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri segir engar athugasemdir hafa borist frá menntamálaráðuneytinu vegna vanefnda á þjónustusamningi en Fréttablaðið hefur fjallað með ítarlegum hætti um vanefndir á þjónustusamning Ríkisútvarpsins ohf. og ráðuneytisins gagnvart sjálfstæðum framleiðendum. Í gær greindi blaðið frá því í frétt undir fyrirsögninni „Hundraða milljóna króna misræmi“ en þar segir meðal annars að þegar yfirlit yfir kaup Ríkisútvarpsins af sjálfstæðum framleiðendum á síðasta ári er borið saman við skilgreiningu ráðuneytisins komi í ljós misræmi upp á hundruð milljóna króna. Vitnað er til álits fjölmiðlanefndar sem telur ólíklegt að verktakagreiðslur flokkist sem kaup á efni. „Rétt að taka það fram að skilgreining á sjálfstæðum framleiðenda samkvæmt samningnum er ekki með þeim þrönga hætti sem fram kemur í þinni fyrirspurn eða umfjöllun Fréttablaðsins,“ segir Stefán í skriflegu svari við fyrirspurn Vísis. Í fyrirspurn Vísis, sem útvarpsstjóri telur fullyrðingasama, er rakið að skilgreining í fjölmiðlalögum (36. tölul. 1. mgr. 2. gr. fjölmiðlalaga nr. 38/2011) kveður á um að sjálfstæður framleiðandi hljóð- eða myndefnis er fyrirtæki sem jafnframt er sjálfstæður lögaðili, óháður viðkomandi fjölmiðlaveitu í þeim skilningi að hann er ekki undir beinum eða óbeinum yfirráðum hennar, hvorki sér né sameiginlega með öðrum, og hefur frelsi til að skilgreina sína eigin viðskiptastefnu. Þá var vísað í skilgreiningu í þjónustusamningi þar sem kveðið er á um skyldu RÚV um að verja 11 prósent af heildarútgjöldum sínum til kaupa af sjálfstæðum framleiðendum, en hún er: Fbl birtir upplýsingar um vanefndir Starfsmenn RÚV falla augljóslega ekki undir þetta og heldur ekki fólk sem kemur inn með þátt, tekur upp í húsakynnum RÚV og nýtir alla aðstöðu þar. Engin sjálfstæð framleiðsla þar. Engu að síður eru þau á listanum yfir sjálfstæða framleiðendur sem Fréttablaðið birti á vefsíðu sinni í maí. Ari Brynjólfsson blaðamaður og fréttastjóri Fréttablaðsins hefur kafað í ársreikninga RÚV og kannað ítarlega hvort stofnunin standi í skilum vegna þjónustusamnings við ríkið. Niðurstaða hans er sú að svo sé ekki.visir/vilhelm Skoðun Fréttablaðsins leiddi í ljós að í raun hafi kaup af sjálfstæðum framleiðendum aðeins numið 511 milljónum króna í fyrra sem er nokkuð undir viðmiðinu en samkvæmt þjónustusamningi ber RÚV að verja 11 prósentum af heildartekjum sínum til kaupa á efni af sjálfstæðum framleiðendum. Í ársreikningi RÚV segir að heildartekjur stofnunarinnar hafi numið 6,87 milljörðum og ber því stofnuninni að verja um 750 milljónum til kaupa af sjálfstæðum framleiðendum. Stefán telur umfjöllun Fréttablaðsins ekki standast Þessar vanefndir eru vitaskuld ekki nokkuð sem raungerðist á vakt Stefáns sem er til þess að gera nýtekinn við stöðu útvarpsstjóra af Magnúsi Geir Þórðarsyni nú Þjóðleikhússtjóra. En í hlýtur að vera nokkuð sem hann þarf að eiga við. Í umfjöllun Fréttablaðsins segir að Ríkisútvarpið ofh standi ekki við þjónustusamning við ríkið. Stefán Eiríksson telur það ekki standast.visir/vilhelm Stefán segir fullyrðingar um fyrrnefndar vanefndir ekki standast og vísar í þjónustusamninginn og bendir í því samhengi á umfjöllun um sjálfstæða framleiðendur í viðauka við þjónustusamninginn. „Þjónustusamninginn ásamt viðaukum sérðu hér,“ segir Stefán. Ólíkur skilningur á lagaákvæðum Útvarpsstjóri segir mikilvægt í þessu samhengi, eins og áður sagði, að undirstrika að í greinargerð RÚV til fjölmiðlanefndar samkvæmt ákvæðum samningsins hefur verið tekið mið af skilgreiningu „36. tl. 2. gr. fjölmiðlalaga á sjálfstæðum framleiðanda en að auki gerð grein fyrir öðru aðkeyptu efni og þjónustu í samræmi við ákvæði áðurnefnds viðauka, nánar tiltekið ákvæði 2.2.a. í viðaukanum. Við höfum engar athugasemdir fengið frá ráðuneytinu um það á liðnum árum að tilgreining á þessu sé í ósamræmi við skilning ráðuneytisins á ákvæðum þjónustusamningsins eða að um vanefndir gagnvart ráðuneytinu sé að ræða eins og þú fullyrðir,“ segir Stefán. Í þessu samhengi má nefna að ríkisendurskoðandi úrskurðaði stofnunina brjóta lög með því að láta undir höfuð leggjast að stofna dótturfélag um tiltekinn rekstur. Stjórn bar það fyrir sig að það væri að bíða eftir nánari fyrirmælum frá ráðherra en ríkisendurskoðandi taldi það ekki vörn í málinu. Starfsmenn RÚV, verktakar eða sjálfstæðir framleiðendur Í fyrirspurninni, sem Stefán telur að fái ekki staðist, var að auki spurt út í þá aðila sem skarast við lista yfir starfsmenn RÚV og aðra sem sinna dagskrárgerð með reglubundnum hætti inn í skipulagða dagskrá en virðast skilgreindir verktakar af hálfu stofnunarinnar. Hér bendir bendir ýmislegt til þess að um umfangsmikla gerviverktöku er að ræða. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, hefur ekki enn svarað fyrirpurn um hvernig umfjöllun Fréttablaðsins um vanefndir á þjónustusamningi horfi við henni. Stefán Eiríksson gerir ekki ráð fyrir því að umfjöllunin muni hafa áhrif á gerð nýs þjónustusamnings.vísir/vilhelm Vísir spurði í téðri fyrirspurn hvort gerviverktaka sé til athugunar hjá útvarpsstjóra? Stefán lét undir höfuð leggjast að svara því og var það áréttað í framhaldsfyrirspurn. Þá var spurt hvort hann óttaðist að þessar upplýsingar sem Fréttablaðið birti kunni að trufla gerð nýs þjónustusamnings sem nú er unnið að? Stefán telur svo ekki vera. „Nú er unnið að gerð nýs þjónustusamningsins og hefur sú vinna gengið vel en tafist eins og margt annað á undanförnum vikum.“ Vísir hefur beint fyrirspurn til Lilju D. Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra; þá hver hennar viðbrögð eru við því sem fram kemur í Fréttablaðinu um stórkostlegar vanefndir á þjónustusamningi? Lilja hefur ekki enn séð sér fært að svara. Auk þess sem Vísir hefur beint sambærilegri fyrirspurn til Ríkisskattstjóra þar sem spurt er hvort gerviverktaka á Ríkisútvarpinu sé til skoðunar. En hér má sjá hvernig RSK skilgreinir hana.
Fjölmiðlar Fjölmiðlalög Alþingi Ríkisútvarpið Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 Sjá meira