Innlent

Bíl­velta í Borgar­firði

Atli Ísleifsson skrifar
Lögregla segir að ökumaður, sem var á suðurleið, hafi misst stjórn á bílnum eftir að fluga hafi flogið inn um gluggann og í kjölfarið farið tvær til þrjár veltur. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Lögregla segir að ökumaður, sem var á suðurleið, hafi misst stjórn á bílnum eftir að fluga hafi flogið inn um gluggann og í kjölfarið farið tvær til þrjár veltur. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm

Karlmaður var fluttur á heilsugæslu eftir að bílvelta varð á Vesturlandsvegi, norðan Borgarness, skömmu eftir hádegi í dag.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Vesturlandi var ungur ökumaður á ferð í bíl ásamt hundi, en ökumaðurinn hafi ekki slasast mikið. Ekki er vitað um ástand hundsins.

Lögregla segir að ökumaður, sem var á suðurleið, hafi misst stjórn á bílnum eftir að fluga hafi flogið inn um gluggann og í kjölfarið farið tvær til þrjár veltur.

Hafnaði bíllinn utan vegar og stöðvaðist á örnefnaskilti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×