Maguire skaut Man. United í undanúrslit í sögulegum leik Anton Ingi Leifsson skrifar 27. júní 2020 19:05 Maguire fagnar sigurmarkinu ásamt einum af sex varamönnum United, Mason Greenwood, í dag. vísir/getty Manchester United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Norwich en United þurfti framlengingu til. Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en á 51. mínútu var það Odion Ighalo sem skoraði eftir slakan varnarleik heimamanna. Þeir jöfnuðu þó metin stundarfjórðungi fyrir leikslok er Todd Cantwell skoraði með góðu skoti. Allt var jafnt að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. United skráði sig í sögubækurnar í framlengingunni því þeir urðu fyrsta liðið til þess að gera sex breytingar en það varð fyrst leyfilegt nú í haust; fimm breytingar í venjulegum leiktíma og ein í framlengingu. Wednesday: Ole Gunnar Solskjær becomes first ever manager to make a quintuple substitution in a PL game.Saturday: Ole Gunnar Solskjær becomes first manager to make six substitutions in a competitive game.This is Ole's world and we're just living in it. pic.twitter.com/JJ4SUDcgWI— Squawka News (@SquawkaNews) June 27, 2020 Leikmenn United voru einum manni fleiri frá 88. mínútu eftir að Timm Klose var sendur í sturtu fyrir að brjóta á Ighalo á 88. mínútu sem var að sleppa einn í gegn. Sigurmarkið kom þó ekki fyrr en á 118. mínútu er Harry Maguire, fyrirliði United, nánast tæklaði boltann í netið eftir darraðadans. United því fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þrír leikir eru á morgun. Sheffield United spilar við Arsenal, Chelsea sækir Leicester heim og Manchester City mætir Newcastle á útivelli. Most FA Cup semi-final appearances: Man Utd (30) Arsenal (29) Everton (26) Liverpool (24)Man Utd become the first team to reach the final four on 30 occasions. pic.twitter.com/rRnnz8QXo1— Squawka Football (@Squawka) June 27, 2020 Allir leikirnir verða í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun.
Manchester United er komið í undanúrslit enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Norwich en United þurfti framlengingu til. Staðan var markalaus í fyrri hálfleik en á 51. mínútu var það Odion Ighalo sem skoraði eftir slakan varnarleik heimamanna. Þeir jöfnuðu þó metin stundarfjórðungi fyrir leikslok er Todd Cantwell skoraði með góðu skoti. Allt var jafnt að loknum venjulegum leiktíma og því þurfti að framlengja. United skráði sig í sögubækurnar í framlengingunni því þeir urðu fyrsta liðið til þess að gera sex breytingar en það varð fyrst leyfilegt nú í haust; fimm breytingar í venjulegum leiktíma og ein í framlengingu. Wednesday: Ole Gunnar Solskjær becomes first ever manager to make a quintuple substitution in a PL game.Saturday: Ole Gunnar Solskjær becomes first manager to make six substitutions in a competitive game.This is Ole's world and we're just living in it. pic.twitter.com/JJ4SUDcgWI— Squawka News (@SquawkaNews) June 27, 2020 Leikmenn United voru einum manni fleiri frá 88. mínútu eftir að Timm Klose var sendur í sturtu fyrir að brjóta á Ighalo á 88. mínútu sem var að sleppa einn í gegn. Sigurmarkið kom þó ekki fyrr en á 118. mínútu er Harry Maguire, fyrirliði United, nánast tæklaði boltann í netið eftir darraðadans. United því fyrsta liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitunum en þrír leikir eru á morgun. Sheffield United spilar við Arsenal, Chelsea sækir Leicester heim og Manchester City mætir Newcastle á útivelli. Most FA Cup semi-final appearances: Man Utd (30) Arsenal (29) Everton (26) Liverpool (24)Man Utd become the first team to reach the final four on 30 occasions. pic.twitter.com/rRnnz8QXo1— Squawka Football (@Squawka) June 27, 2020 Allir leikirnir verða í beinni ústendingu á Stöð 2 Sport 2 á morgun.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Körfubolti Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool loks á sigurbraut á ný Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjáðu besta liðið í föstum leikatriðum leika listir sínar Barcelona skuldar mest en Tottenham er númer tvö Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sjá meira