Enski boltinn

Varamaðurinn skaut Chelsea í undanúrslit

Anton Ingi Leifsson skrifar
Barkley fagnar sigurmarkinu.
Barkley fagnar sigurmarkinu. vísir/getty

Chelsea varð í dag þriðja liðið til þess að tryggja sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins með 1-0 sigri á Leicester.

Leicester byrjaði af miklum krafti og voru sterkari aðilinn í fyrri hálfleik. Frank Lampard, stjóri Chelsea, brást við því með þrefaldri skiptingu í hálfeik.

Ein af þeim bar árangur og rúmlega það því fyrsta og eina mark leiksins skoraði varamaðurinn Ross Barkley á 63. mínútu eftir undirbúning Willian.

Heimamenn í Leicester pressuðu á Chelsea undir lokin en náðu ekki að koma boltanum í netið og Chelsea er því komið í undanúrslitin.

Chelsea, Manchester United og Arsenal eru því komin í undanúrslitin en síðasti leikur átta liða úrslitanna hefst klukkan 17.30 er Newcastle fær Man. City í heimsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×