Arsenal í undanúrslit eftir dramatík Anton Ingi Leifsson skrifar 28. júní 2020 14:00 Dani Ceballos fagnar sigurmarkinu. vísir/getty Arsenal er komið í undanúrslit enska bikarins eftir 2-1 sigur á Sheffield United en tvö mörk voru dæmd af Sheffield United eftir skoðun VAR. Sheffield United virtist vera ná forystunni á níundu mínútu. John Lundstram kom boltanum í netið eftir hornspyrnu en eftir skoðun í VAR-sjánni var hann dæmdur rangstæður. Stundarfjórðungi síðar fékk svo vítaspyrnu á 24. mínútu. Alexandre Lacazette féll eftir baráttu við Chris Basham og dæmd var vítaspyrna. Nicolas Pépé steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Nicolas Pépé has taken 12 penalties across all club competitions since the start of last season: Just one miss. pic.twitter.com/ae4jZAUgMz— Squawka Football (@Squawka) June 28, 2020 Þeir leiddu 1-0 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks var annað mark dæmt af Sheffield United. John Egan skallaði boltann í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Heimamenn jöfnuðu metin þremur mínútum fyrir leikslok og það mark var dæmt gott og gilt. Eftir langt innkast og darraðadans barst boltinn til David McGoldrick og hann skilaði boltanum í netið. Sheffield United had not scored a goal since football restarted.Then they played Arsenal. pic.twitter.com/IDmABcFdef— Squawka Football (@Squawka) June 28, 2020 Dramatíkinni var ekki lokiðen sigurmarkið skoraði Dani Ceballos á 91. mínútu. Eftir góða sókn fékk Spánverjinn boltann, lék á varnarmann og skoraði framhjá Dean Henderson sem var í ágætis skógarúthlaupi. Lokatölur 2-1. Man. United tryggði sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Norwich í gær en síðar í dag fara fram leikir Leicester og Chelsea annars vegar og Newcastle og Man. City hins vegar. Fótbolti Enski boltinn
Arsenal er komið í undanúrslit enska bikarins eftir 2-1 sigur á Sheffield United en tvö mörk voru dæmd af Sheffield United eftir skoðun VAR. Sheffield United virtist vera ná forystunni á níundu mínútu. John Lundstram kom boltanum í netið eftir hornspyrnu en eftir skoðun í VAR-sjánni var hann dæmdur rangstæður. Stundarfjórðungi síðar fékk svo vítaspyrnu á 24. mínútu. Alexandre Lacazette féll eftir baráttu við Chris Basham og dæmd var vítaspyrna. Nicolas Pépé steig á punktinn og skoraði af miklu öryggi. Nicolas Pépé has taken 12 penalties across all club competitions since the start of last season: Just one miss. pic.twitter.com/ae4jZAUgMz— Squawka Football (@Squawka) June 28, 2020 Þeir leiddu 1-0 í hálfleik en í upphafi síðari hálfleiks var annað mark dæmt af Sheffield United. John Egan skallaði boltann í netið en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Heimamenn jöfnuðu metin þremur mínútum fyrir leikslok og það mark var dæmt gott og gilt. Eftir langt innkast og darraðadans barst boltinn til David McGoldrick og hann skilaði boltanum í netið. Sheffield United had not scored a goal since football restarted.Then they played Arsenal. pic.twitter.com/IDmABcFdef— Squawka Football (@Squawka) June 28, 2020 Dramatíkinni var ekki lokiðen sigurmarkið skoraði Dani Ceballos á 91. mínútu. Eftir góða sókn fékk Spánverjinn boltann, lék á varnarmann og skoraði framhjá Dean Henderson sem var í ágætis skógarúthlaupi. Lokatölur 2-1. Man. United tryggði sér sæti í undanúrslitunum með sigri á Norwich í gær en síðar í dag fara fram leikir Leicester og Chelsea annars vegar og Newcastle og Man. City hins vegar.