Lárus Welding dæmdur í fimm ára skilorðsbundið fangelsi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. júní 2020 17:27 Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis. Vísir/Vilhelm Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis, var í dag dæmdur í Landsrétti í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhann Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var þá dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur mildaði dóm Jóhanns og Þorvalds en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jóhann í tveggja ára fangelsi og Þorvald í átján mánaða fangelsi í desember 2017. Landsréttur taldi þá að óhjákvæmilegt væri, þrátt fyrir alvarleika brotanna og refsiþyngdar, að binda refsingu allra skilorði sökum þess hve málið hefði dregist mikið. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómara Tvisvar hefur dómur verið kveðinn upp í héraði, annars vegar árið 2015 og hins vegar árið 2017. Aðalmeðferð málsins hafði verið tekin aftur upp í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hafi verið vanhæfur Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði féll á ríkissjóð. Þegar dómur féll í desember 2015 voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða dóm. Þeir neituðu allir sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi sínu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni. Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu. Dómsmál Hrunið Stím málið Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri og formaður áhættunefndar Glitnis, var í dag dæmdur í Landsrétti í fimm ára skilorðsbundið fangelsi vegna Stím-málsins svokallaða. Jóhann Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta Glitnis, var þá dæmdur í átján mánaða skilorðsbundið fangelsi og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, fyrrverandi forstjóri Sögu Capital, í tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi. Landsréttur mildaði dóm Jóhanns og Þorvalds en Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi Jóhann í tveggja ára fangelsi og Þorvald í átján mánaða fangelsi í desember 2017. Landsréttur taldi þá að óhjákvæmilegt væri, þrátt fyrir alvarleika brotanna og refsiþyngdar, að binda refsingu allra skilorði sökum þess hve málið hefði dregist mikið. Forsaga málsins er sú að félagið Stím fékk tæplega 20 milljarða króna lán frá Glitni til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group í nóvember árið 2007. Seljandi bréfanna var Glitnir en um var að ræða rúmlega 4 prósenta hlut í hvoru tilfelli. Veðin fyrir láni Stíms voru í hlutabréfunum í Glitni og FL Group. Hófu aðalmeðferð upp á nýtt eftir vanhæfi dómara Tvisvar hefur dómur verið kveðinn upp í héraði, annars vegar árið 2015 og hins vegar árið 2017. Aðalmeðferð málsins hafði verið tekin aftur upp í héraðsdómi eftir að Hæstiréttur úrskurðaði um að einn dómara málsins hafi verið vanhæfur Kostnaður við endurtekna málsmeðferð í héraði féll á ríkissjóð. Þegar dómur féll í desember 2015 voru þremenningarnir fundnir sekir og dæmdir fyrir lánveitingar Glitnis til hlutabréfakaupa í Glitni og FL Group. Hlaut Lárus þá fimm ára fangelsisdóm, Jóhannes tveggja ára dóm og Þorvaldur átján mánaða dóm. Þeir neituðu allir sök og áfrýjuðu úr héraði til Hæstaréttar. Áfrýjunin byggði á meintu vanhæfi Sigríðar Hjaltested, eins þriggja dómara í málinu í héraðsdómi. Sigríður lýsti yfir vanhæfi sínu í markaðsmisnotkunarmáli Glitnis í nóvember 2016 eftir að hún komst að því að í gögnum málsins væri að finna upplýsingar um fyrrverandi eiginmann hennar og barnsföður en hann starfaði hjá Glitni á sínum tíma. Þá upplýsti hún einnig að hann hefði stöðu sakbornings sem væri til meðferðar hjá Héraðssaksóknara vegna starfa hans fyrir Glitni. Hvorki saksóknari né verjendur þremenninganna vissu af þessum tengslum Sigríðar við Glitni þegar dómur féll í Stím-málinu árið 2015. Var það mat verjenda að svipaðar aðstæður hafi verið uppi þegar Sigríður dæmdi í Stím-málinu.
Dómsmál Hrunið Stím málið Mest lesið Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Viðskipti innlent Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Viðskipti innlent Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Atvinnulíf Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Nýir eigendur endurreisa Snúruna Viðskipti innlent IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendur Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Fleiri fréttir Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka Sjá meira