Íslenski boltinn

Leik frestað í 3.deildinni vegna kórónuveirusmits

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Kórónuveiran byrjuð að setja mark sitt á Íslandsmótið í knattspyrnu.
Kórónuveiran byrjuð að setja mark sitt á Íslandsmótið í knattspyrnu.

Leik KFG og Ægis í 3.deild karla í fótbolta sem fara átti fram í dag hefur verið frestað eins og sjá má á vef Knattspyrnusambands Íslands. 

Er um að ræða fyrstu frestun sumarsins í karlaboltanum en fimm leikjum í kvennaflokki hefur verið frestað í kjölfar kórónuveirusmits í liði Breiðabliks.

Seint í gærkvöldi kom í ljós að leikmaður Pepsi-Max deildarliðs Stjörnunnar var greindur með kórónuveiruna. Í tilkynningu Stjörnunnar kom fram að allar æfingar sem fyrirhugaðar væru á félagssvæðinu í dag myndu falla niður og starfsmenn félagsins myndu sótthreinsa félagsaðstöðuna.

KFG (Knattspyrnufélag Garðabæjar) spilar leiki sína á Samsung-vellinum, heimavelli Stjörnunnar, og því hefur leiknum verið frestað.

Einhverjir leikmenn KFG gætu þurft að fara í sóttkví en beðið er eftir niðurstöðum smitrakningarteymis í tengslum við smitið í leikmannahópi Stjörnunnar.

Ætla má að leik Stjörnunnar og KA í Pepsi-Max deild karla á morgun verði einnig frestað en engin tilkynning þess efnis hefur borist enn.


Tengdar fréttir

Segjast vera tilbúin fyrir ýmsar aðstæður

,,Við vonum auðvitað það besta fyrir viðkomandi leikmenn, bæði í Breiðablik og Selfoss. En það er rétt, við erum að bíða eftir frekari niðurstöðu og fá upplýsingar um það mál. Það er því miður grunur á að það sé smit í Selfoss en það er ekki komin greining þannig við vitum ekki fyrir víst,“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×