Enski boltinn

Neville vill að Man. United fari að fordæmi Liverpool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gary Neville vill sjá United styrkja varnarleikinn.
Gary Neville vill sjá United styrkja varnarleikinn. vísir/getty

Gary Neville, sparkspekingur og fyrrum leikmaður Manchester United, vill að hans uppeldisfélag fari að kaupstefnu Liverpool og kaupi alvöru miðvörð inn í leikmannahóp liðsins í sumar.

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eyddi 75 milljónum punda í Virgil van Dijk í janúar 2018. Það endaði með því að Liverpool fór úr því að berjast um fjögur efstu sætin í að verða enskur meistari.

„Ég held að ein kaup í viðbót dugi. Þú hugsar um kaup Liverpool á Van Dijk og Alisson í markinu. Ein eða tvö kaup eða Paul Pogba og einn leikmaður í viðbót að spila á þeirra bestu getu, þá held ég að United komist nær,“ sagði Neville, sem vill fá miðvörð.

„Þú sérð hvaða áhrif Van Dijk hafði. Maguire hefur verið mjög öflugur en annar öflugur miðvörður. Þeir þurfa að vera öflugir varnarlega og fái þeir einn miðvörð í viðbót getur United gert tilkall.“

Alan Shearer og Ian Wright ræddu svipað umfjöllunarefni á BBC um helgina og Shearer segir að United þurfi fleiri leikmenn.

„Ég held að þeir þurfi þrjá eða fjóra leikmenn. Hægri vængmann, mögulega framherja, miðvörð og kannski annan miðjumann.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×