Pétur Tyrfingsson telur Víði Sigrúnarson geðlækni á hálum ís með ásökunum á hendur Þórarni Jakob Bjarnar skrifar 29. júní 2020 10:54 Meðal þeirra sem fær að finna fyrir beittum penna Péturs er Víðir Sigrúnarson geðlæknir. Pétur Tyrfingsson hefur skrifað mikla grein sem hann birtir á Vísi þar sem hann fjallar vítt og breitt um formannsslag í SÁÁ; rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beinist gegn Þórarni Tyrfingssyni fyrrverandi yfirlækni SÁÁ. Píslarvætti sálfræðinganna Á morgun kemur stjórn 48 manna stjórn SÁÁ saman og kýs formann. Tveir eru í framboði: Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson. Pétur er bróðir Þórarins en segir það ekki hafa neitt með þau sjónarmið sem hann vilji dragi fram. Málið snúist um annað og meira. Pétur er meðal annars sálfræðingur á geðsviði Landspítalans en eitt af því sem hefur valdið verulegri ólgu eru uppsagnir sálfræðinga innan vébanda SÁÁ. Pétur var formaður Sálfræðingafélags Íslands 2007-2013. „Sálfræðingum er stillt hér upp eins og píslarvottum í þessari deilu og rennur það mér til rifja eins og gefur að skilja,“ segir Pétur í grein sinni. Pétur fer um víðan völl, hann gagnrýnir afstöðu Einars og segir hana mótsagnakennda. Þá beinir hann sjónum sínum að Víði Sigrúnarsyni geðlækni sem Pétur segir hafa haft í frammi gífuryrði um Þórarinn, gamla yfirlækninn Þórarinn Tyrfingsson, sem hann hafi aldrei unnið með og viti nákvæmlega ekkert um. Alvarlegar ásakanir „Tal hans um yfirgang og einelti eru því ekki annað en bergmál. Hitt er alvarlegra þegar hann segir frá þeim ótta sínum að meðferðin hverfi þrjá áratugi aftur í tímann verði gamli yfirlæknirinn dubbaður upp í formennsku. Með öðrum orðum til ársins 1990. Hann telur sér trú um að gamli yfirlæknirinn sé kominn á vettvang til að brjóta allt niður sem hann hafði sjálfur forystu um að byggja upp í heilan aldarfjórðung. Ekki ber þetta vott um djúpt innsæi í sálarlíf og hvatir mannfólksins,“ skrifar Pétur. Hann bætir því við að Víðir telji sér trú um að formaður SÁÁ geti hlutast til um fagleg málefni á sjúkrastofnunum SÁÁ. Það telur Pétur ekki vísbendingu um þekkingu á valdastiga og boðleiðum hjá SÁÁ. „Hitt er sínu alvarlegra þegar einn læknir sakar annan um það vísvitandi að vilja brjóta niður uppbyggingu til 25 ára. Þetta er ákæra um að annar læknir vilji endurreisa gömul og úrelt vinnubrögð ef ekki fúsk. Maður sem áttar sig ekki á því hve alvarleg ásökun þetta er hefur lítið lært um siðfræði heilbrigðisstétta almennt og lækna sérstaklega. Verður hann að teljast ómerkur orða sinna fyrir vikið,“ segir Pétur meðal annars í grein sinni. Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati. 29. júní 2020 10:16 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Pétur Tyrfingsson hefur skrifað mikla grein sem hann birtir á Vísi þar sem hann fjallar vítt og breitt um formannsslag í SÁÁ; rangfærslur sem og vafasaman og gífuryrtan málflutning sem þar hefur verið hafður í frammi að hans mati og beinist gegn Þórarni Tyrfingssyni fyrrverandi yfirlækni SÁÁ. Píslarvætti sálfræðinganna Á morgun kemur stjórn 48 manna stjórn SÁÁ saman og kýs formann. Tveir eru í framboði: Einar Hermannsson og Þórarinn Tyrfingsson. Pétur er bróðir Þórarins en segir það ekki hafa neitt með þau sjónarmið sem hann vilji dragi fram. Málið snúist um annað og meira. Pétur er meðal annars sálfræðingur á geðsviði Landspítalans en eitt af því sem hefur valdið verulegri ólgu eru uppsagnir sálfræðinga innan vébanda SÁÁ. Pétur var formaður Sálfræðingafélags Íslands 2007-2013. „Sálfræðingum er stillt hér upp eins og píslarvottum í þessari deilu og rennur það mér til rifja eins og gefur að skilja,“ segir Pétur í grein sinni. Pétur fer um víðan völl, hann gagnrýnir afstöðu Einars og segir hana mótsagnakennda. Þá beinir hann sjónum sínum að Víði Sigrúnarsyni geðlækni sem Pétur segir hafa haft í frammi gífuryrði um Þórarinn, gamla yfirlækninn Þórarinn Tyrfingsson, sem hann hafi aldrei unnið með og viti nákvæmlega ekkert um. Alvarlegar ásakanir „Tal hans um yfirgang og einelti eru því ekki annað en bergmál. Hitt er alvarlegra þegar hann segir frá þeim ótta sínum að meðferðin hverfi þrjá áratugi aftur í tímann verði gamli yfirlæknirinn dubbaður upp í formennsku. Með öðrum orðum til ársins 1990. Hann telur sér trú um að gamli yfirlæknirinn sé kominn á vettvang til að brjóta allt niður sem hann hafði sjálfur forystu um að byggja upp í heilan aldarfjórðung. Ekki ber þetta vott um djúpt innsæi í sálarlíf og hvatir mannfólksins,“ skrifar Pétur. Hann bætir því við að Víðir telji sér trú um að formaður SÁÁ geti hlutast til um fagleg málefni á sjúkrastofnunum SÁÁ. Það telur Pétur ekki vísbendingu um þekkingu á valdastiga og boðleiðum hjá SÁÁ. „Hitt er sínu alvarlegra þegar einn læknir sakar annan um það vísvitandi að vilja brjóta niður uppbyggingu til 25 ára. Þetta er ákæra um að annar læknir vilji endurreisa gömul og úrelt vinnubrögð ef ekki fúsk. Maður sem áttar sig ekki á því hve alvarleg ásökun þetta er hefur lítið lært um siðfræði heilbrigðisstétta almennt og lækna sérstaklega. Verður hann að teljast ómerkur orða sinna fyrir vikið,“ segir Pétur meðal annars í grein sinni.
Ólga innan SÁÁ Heilbrigðismál Stjórnsýsla Tengdar fréttir Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati. 29. júní 2020 10:16 57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45 Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Fleiri fréttir „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Sjá meira
Átök og erjur í SÁÁ Pétur Tyrfingsson fer hér ítarlega yfir þau mál, þau ágreiningsefni og misskilning, sem undir eru í átökum innan SÁÁ að hans mati. 29. júní 2020 10:16
57 starfsmenn SÁÁ vilja ekki Þórarin aftur og lýsa yfir stuðningi við Einar 57 starfsmenn meðferðarsviðs SÁÁ hafa sent fjölmiðlum yfirlýsingu þar sem þeir lýsa yfir stuðningi við Einar Hermansson í formannskjöri SÁÁ sem haldið verður 30. júní. 22. júní 2020 08:45