Þórólfur: Ekki rétt að hækka viðmið úr 500 í 2.000 um sinn Atli Ísleifsson skrifar 29. júní 2020 14:21 Frá upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Vísir/Sigurjón Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sökum fjölgunar kórónuveirusmita á landinu síðustu daga sé ekki rétt að hækka viðmið samkomubanns úr fimm hundruð í tvö þúsund um sinn. Þá sé enn fremur ekki hægt að mæla með að rýmka opnunartíma skemmtistaða í bili. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar sem hófst klukkan 14. Í síðustu viku sagði Þórólfur að hann hugðist leggja til að við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns yrðu næst hækkuð úr fimm hundruð í tvö þúsund manns mánudaginn 13. júlí næstkomandi. Á þeim fundi sagði hann einnig að til skoðunar væri að rýmka opnunartíma vínveitingastaða en þeim hefur síðustu vikur verið gert að loka klukkan 23. Nú segir sóttvarnalæknir hins vegar að beðið verði með nákvæmar dagsetningar hvað þetta varðar. Hafa slakað „mjög, mjög“ á smitvörnum Þórólfur sagði greinilegt sé að fólk hafi slakað „mjög, mjög“ mikið á smitvörnum undanfarið um leið og hann brýndi fyrir fólki að huga að hreinlæti. Það geti búið til kjöraðstæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur. Sóttvarnalæknir hvatti almenning til að taka sig á í almennum smitvörnum og virða prédikanir yfirvalda. Það yrði töluvert áfall ef herða þyrfti takmarkanir frekar eftir þær fórnir sem hafa verið færðar á undanförnum mánuðum. Gætu þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir Þórólfur segir að ef fleiri hópsýkingar koma upp í tengslum við samkomur gætu yfirvöld þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir. Því brýni yfirvöld fyrir almeningi að fylgja smitvörnum áfram. Ekki hafi þó fleiri smit komið upp en þau fjögur sem hafa nú greinst og það sé ánægjulegt. Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að sökum fjölgunar kórónuveirusmita á landinu síðustu daga sé ekki rétt að hækka viðmið samkomubanns úr fimm hundruð í tvö þúsund um sinn. Þá sé enn fremur ekki hægt að mæla með að rýmka opnunartíma skemmtistaða í bili. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna vegna kórónuveirunnar sem hófst klukkan 14. Í síðustu viku sagði Þórólfur að hann hugðist leggja til að við heilbrigðisráðherra að fjöldamörk samkomubanns yrðu næst hækkuð úr fimm hundruð í tvö þúsund manns mánudaginn 13. júlí næstkomandi. Á þeim fundi sagði hann einnig að til skoðunar væri að rýmka opnunartíma vínveitingastaða en þeim hefur síðustu vikur verið gert að loka klukkan 23. Nú segir sóttvarnalæknir hins vegar að beðið verði með nákvæmar dagsetningar hvað þetta varðar. Hafa slakað „mjög, mjög“ á smitvörnum Þórólfur sagði greinilegt sé að fólk hafi slakað „mjög, mjög“ mikið á smitvörnum undanfarið um leið og hann brýndi fyrir fólki að huga að hreinlæti. Það geti búið til kjöraðstæður fyrir veiruna að ná sér á strik aftur. Sóttvarnalæknir hvatti almenning til að taka sig á í almennum smitvörnum og virða prédikanir yfirvalda. Það yrði töluvert áfall ef herða þyrfti takmarkanir frekar eftir þær fórnir sem hafa verið færðar á undanförnum mánuðum. Gætu þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir Þórólfur segir að ef fleiri hópsýkingar koma upp í tengslum við samkomur gætu yfirvöld þurft að bakka og fara í harðari aðgerðir. Því brýni yfirvöld fyrir almeningi að fylgja smitvörnum áfram. Ekki hafi þó fleiri smit komið upp en þau fjögur sem hafa nú greinst og það sé ánægjulegt.
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
Upplýsingafundur vegna opnunar landamæra og Covid-19 Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn um opnun landamæra og COVID-19 klukkan 14:00 í dag. 29. júní 2020 13:30