„Kyn á ekki að skipta máli“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 29. júní 2020 20:00 Þorsteinn V. Einarsson, forsprakki byltingarinnar #karlmennskan, var gestur í hlaðvarpinu Kviknar. Mynd/ Hulda Tölgyes „Þetta verkefni fjallar í raun um að hreyfa við viðteknum karlmennskuhugmyndum og reyna að varpa ljósi á alls konar birtingarmyndir karlmennskuhugmynda í lífi okkar, í samfélaginu okkar og í hegðun og viðhorfum karla og drengja,“ segir kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson, forsprakki byltingarinnar #karlmennskan, í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þorsteinn ræddi við Andreu Eyland þáttastjórnanda um jafnrétti, naglalökkun og ýmislegt tengt föðurhlutverkinu. Þar hvetur hann foreldra til að reyna að skipta hlutverkinu eins jafnt og þeir geta á milli sín. „Kyn á ekki að skipta máli“ segir Þorsteinn meðal annars í þættinum. Þar segir hann að því miður snúist allt um kynið. Fyrsta spurningin sem fólk fær á meðgöngu er oftast „Veistu kynið?“ „Á meðan kyn skiptir svona ótrúlega miklu máli þá verðum við að tala um kyn og skoða heiminn dálítið út frá þessum kynjuðu valdatengslum sem að ég tel að séu nátengd þessu hugmyndakerfi um kvenleika og karlmennsku. Við erum ógeðslega föst þarna.“ Þorsteinn lauk meistaranámi í kynjafræði í vor og skrifaði lokaverkefnið Karlmennska, karlar og jafnrétti. Karlmennskuhugmyndir í frásögnum karla á Twitter og viðhorf karla til jafnréttis. Niðurstöður hans bentu niðurstöður til þess að frásagnir karla á Twitter gefi tilefni til að trúa að til staðar sé frjór jarðvegur fyrir jákvæða karlmennsku sem er styðjandi við jafnrétti þar sem frásagnirnar í heild samræmdust femínískum aktívisma. View this post on Instagram #karlmennskan A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) on Apr 19, 2020 at 3:55pm PDT Þorsteinn fékk á dögunum átta milljón króna styrk úr jafnréttissjóði til þess að sinna aktívisma á Instagram síðunni Karlmennskan ásamt því að standa fyrir stærri herferð, fræðslukvöldum um karlmennsku og hljóðvarp. „Af hverju er ekki gert ráð fyrir að þeir elski eða séu jafn tengdir barninu og mömmurnar,“ ræddu þær Íris Tanja, Arndís og Andrea í fyrri hluta þáttarins. Að þeirra mati er orðið úrelt að sjokkerast bara ef kona ákveður að taka að sér verkefni eða vinnu sem krefst fjarveru frá heimilinu og börnunum, en þykja sjálfsagt að karlmaður geri það. Viðtalið við Þorstein hefst á mínútu 36 í þættinum, sem hægt er að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir hann meðal annars um það af hverju hann hætti að vera karlremba. Vinkonurnar Andrea Eyland, Íris Tanja og Arnrún Lea Einarsdóttir gera svo létt grín að foreldrahlutverkinu og öllu því sem því fylgir í fyrri hluta þáttarins. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Kviknar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur ræddi um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn í hlaðvarpinu Kviknar. 7. maí 2020 22:03 Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Þetta verkefni fjallar í raun um að hreyfa við viðteknum karlmennskuhugmyndum og reyna að varpa ljósi á alls konar birtingarmyndir karlmennskuhugmynda í lífi okkar, í samfélaginu okkar og í hegðun og viðhorfum karla og drengja,“ segir kynjafræðingurinn Þorsteinn V. Einarsson, forsprakki byltingarinnar #karlmennskan, í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Kviknar. Þorsteinn ræddi við Andreu Eyland þáttastjórnanda um jafnrétti, naglalökkun og ýmislegt tengt föðurhlutverkinu. Þar hvetur hann foreldra til að reyna að skipta hlutverkinu eins jafnt og þeir geta á milli sín. „Kyn á ekki að skipta máli“ segir Þorsteinn meðal annars í þættinum. Þar segir hann að því miður snúist allt um kynið. Fyrsta spurningin sem fólk fær á meðgöngu er oftast „Veistu kynið?“ „Á meðan kyn skiptir svona ótrúlega miklu máli þá verðum við að tala um kyn og skoða heiminn dálítið út frá þessum kynjuðu valdatengslum sem að ég tel að séu nátengd þessu hugmyndakerfi um kvenleika og karlmennsku. Við erum ógeðslega föst þarna.“ Þorsteinn lauk meistaranámi í kynjafræði í vor og skrifaði lokaverkefnið Karlmennska, karlar og jafnrétti. Karlmennskuhugmyndir í frásögnum karla á Twitter og viðhorf karla til jafnréttis. Niðurstöður hans bentu niðurstöður til þess að frásagnir karla á Twitter gefi tilefni til að trúa að til staðar sé frjór jarðvegur fyrir jákvæða karlmennsku sem er styðjandi við jafnrétti þar sem frásagnirnar í heild samræmdust femínískum aktívisma. View this post on Instagram #karlmennskan A post shared by karlmennskan (@karlmennskan) on Apr 19, 2020 at 3:55pm PDT Þorsteinn fékk á dögunum átta milljón króna styrk úr jafnréttissjóði til þess að sinna aktívisma á Instagram síðunni Karlmennskan ásamt því að standa fyrir stærri herferð, fræðslukvöldum um karlmennsku og hljóðvarp. „Af hverju er ekki gert ráð fyrir að þeir elski eða séu jafn tengdir barninu og mömmurnar,“ ræddu þær Íris Tanja, Arndís og Andrea í fyrri hluta þáttarins. Að þeirra mati er orðið úrelt að sjokkerast bara ef kona ákveður að taka að sér verkefni eða vinnu sem krefst fjarveru frá heimilinu og börnunum, en þykja sjálfsagt að karlmaður geri það. Viðtalið við Þorstein hefst á mínútu 36 í þættinum, sem hægt er að hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Þar ræðir hann meðal annars um það af hverju hann hætti að vera karlremba. Vinkonurnar Andrea Eyland, Íris Tanja og Arnrún Lea Einarsdóttir gera svo létt grín að foreldrahlutverkinu og öllu því sem því fylgir í fyrri hluta þáttarins. Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar birtist á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins auk einhverra aukaþátta og hver þáttur hefur sitt þema. Eldri þætti má finna hér. Hlaðvarpið Kviknar fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Það fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Kviknar Börn og uppeldi Tengdar fréttir „Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur ræddi um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn í hlaðvarpinu Kviknar. 7. maí 2020 22:03 Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30 „Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Sjá meira
„Við erum að fara út í eitthvað óvissuástand“ Hulda Jónsdóttir Tölgyes sálfræðingur ræddi um fyrstu dagana eftir að barn kemur í heiminn í hlaðvarpinu Kviknar. 7. maí 2020 22:03
Oft svolítið „brútal“ aðgerðir sem getur verið erfitt að horfa á Andrea Eyland þáttastjórnandi hlaðvarpsins Kviknar ræddi við Hönnu Lilju Oddgeirsdóttur sérnámslækni um tjaldið sem sett er upp í keisaraaðgerðum. 5. maí 2020 22:30
„Í erfiðustu aðstæðunum þá skrúbbum við okkur ekki einu sinni“ Heilbrigðissstarfsfólk hefur stundum aðeins nokkrar mínútur til þess að flytja konur inn á skurðstofu og framkvæma keisaraskurð til þess að bjarga móður og barni. 29. apríl 2020 10:00