Margrét Einarsdóttir hefur verið ráðin verkefnastjóri þróunar- og gæðamála hjá Fiskistofu.
Í tilkynningu segir að Margrét hafi frá árinu 2013 starfað sem verkefnastjóri hjá Advania, Bláa lóninu og síðast hjá Sjóvá.
„Í störfum sínum hefur hún meðal annars komið að innleiðingu GDPR persónuverndarlöggjafar og Office 365 auk þess að annast umsýslu gæðakerfa.
Margrét er með Bsc gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík frá árinu 2013 en hún hefur einnig lokið námi í LEAN straumlínustjórnun.
Meginhlutverk Fiskistofu er að gæta hagsmuna þjóðarinnar við sjálfbæra nýtingu hafs og vatna. Fiskistofa leggur áherslu á framsækin og traust vinnubrögð og er ráðning Margrétar liður í að styrkja þær áherslur. Fiskistofa er með starfsstöðvar á sex stöðum á landinu og mun Margrét starfa í höfuðstöðvum Fiskistofu á Akureyri.
Sambýlismaður Margrétar er Jón Ingvar Þorsteinsson verslunarstjóri og eiga þau saman fjögur börn,“ segir í tilkynningunni.