Lífið

„Mér leið eins og ég hefði unnið Eurovison þegar ég var beðin um að syngja lagið“

Ása Ninna Pétursdóttir skrifar
Sænska söngkonan, Molly Sandén, sem syngur fyrir hlutverk Rachel McAdams í Eurovison-mynd Will Ferrell. 
Sænska söngkonan, Molly Sandén, sem syngur fyrir hlutverk Rachel McAdams í Eurovison-mynd Will Ferrell.  Getty

„Ég var svo glöð þegar ég var beðin um að taka þetta að mér.  Mig langaði bara að verða tólf ára aftur, hoppa um og öskra. Mér leið eins og ég hefði unnið Eurovision.“ 

Þetta segir sænska söngkonan Molly Sandén sem syngur inn fyrir hlutverk leikonunnar Rachel McAdams í Eurovision-mynd Will Ferrell. 

Ég hef sjálf tekið þátt í Junior Eurovision keppninni á sínum tíma svo að Eurovision hefur alltaf verið einn stærsti draumur minn.

„Ég held að myndin eigi bæði eftir að hafa áhrif á þá sem að elska og þá sem að hata Eurovison. Því myndin hefur eitthvað svo mikið. Svo er tónlistin mjög góð. Textarnir eru reyndar mjög fyndnir en tónlistin er virkilega góð.“

Hægt er að sjá viðtal við Molly og umfjöllun um ferlið hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir

Rachel McAdams segir Eurovision stærra en Super Bowl

Rachel McAdams sem fer með hlutverk Sigrid í Netflix myndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga, vissi lítið um keppnina þegar hún samþykkti að taka þátt í verkefninu. Í viðtali við Seth Mayers ræddi leikkonan meðal annars um undirbúninginn fyrir tökurnar.

Husavik rýkur upp vinsældalistana

Lagið er ástaróður til Húsavíkur og syngja Ferrell og Sandén meðal annars á íslensku: „Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.