Herða aðgerðir gegn Kína vegna nýju laganna Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. júlí 2020 06:05 Lögreglan í Hong Kong sést hér beita vatni gegn blaðamönnum sem fylgdist með aðgerðum hennar í borginni í gær. Ap/Kin Cheung Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. Þvinganirnar eru tilkomnar vegna nýrra öryggislega kínverskra yfirvalda, en áður höfðu bandarísk stjórnvöld afnumið sérstaka stöðu Hong Kong fyrir bandarískum lögum. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í gær er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þá er hvers kyns niðurrifsstarfsemi, leynimakk með erlendum öflum og krafa um aðskilnað Hong Kong og Kína refsiverð. Lögreglan hefur þegar handtekið rúmlega 300 íbúa Hong Kong, þar af hið minnsta níu fyrir brot sem urðu fyrst refsiverð með tilkomu nýju laganna. Ein þeirra, að sögn New York Times, er 15 ára stúlka. Aðgerðirnar sem fulltrúadeildin samþykkti í gærkvöld þurfa samþykki öldungadeildar svo þær taki gildi. Forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, sagði að nýju öryggislögin væru „hrottafengin og víðfem herferð gegn íbúum Hong Kong, hvers eina ætlunarverk er að eyða frelsinu sem þeim var lofað.“ Tekur hún þar í sama streng og margir vestrænir leiðtogar sem hafa fordæmt öryggislögin. Þeirra á meðal eru ráðamenn í Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Fordæmingin er þó ekki algjör. Kúba, fyrir hönd 53 ríkja, fagnaði tilkomu laganna á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Ríki eigi að hafa rétt á því að haga sínum innanríkismálum eins og þeim sýnist, án íhlutunar alþjóðasamfélagsins. „Við trúum því að öll ríki megi standa vörð um þjóðaröryggi sitt með lagasetningu og mælum með öllum skrefum í þá átt,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna 53. Hong Kong Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Fulltrúadeild Bandaríkjaþings hefur samþykkt einróma að leggja viðskiptaþvinganir á banka sem stunda viðskipti við kínverska embættismenn. Þvinganirnar eru tilkomnar vegna nýrra öryggislega kínverskra yfirvalda, en áður höfðu bandarísk stjórnvöld afnumið sérstaka stöðu Hong Kong fyrir bandarískum lögum. Samkvæmt hinum umdeildu öryggislögum sem tóku gildi í gær er refsivert að grafa undan yfirráðum kínverskra stjórnvalda í sjálfsstjórnarhéraðinu. Þá er hvers kyns niðurrifsstarfsemi, leynimakk með erlendum öflum og krafa um aðskilnað Hong Kong og Kína refsiverð. Lögreglan hefur þegar handtekið rúmlega 300 íbúa Hong Kong, þar af hið minnsta níu fyrir brot sem urðu fyrst refsiverð með tilkomu nýju laganna. Ein þeirra, að sögn New York Times, er 15 ára stúlka. Aðgerðirnar sem fulltrúadeildin samþykkti í gærkvöld þurfa samþykki öldungadeildar svo þær taki gildi. Forseti fulltrúadeildarinnar, Nancy Pelosi, sagði að nýju öryggislögin væru „hrottafengin og víðfem herferð gegn íbúum Hong Kong, hvers eina ætlunarverk er að eyða frelsinu sem þeim var lofað.“ Tekur hún þar í sama streng og margir vestrænir leiðtogar sem hafa fordæmt öryggislögin. Þeirra á meðal eru ráðamenn í Bretlandi, Evrópusambandinu, Japan og Kanada. Fordæmingin er þó ekki algjör. Kúba, fyrir hönd 53 ríkja, fagnaði tilkomu laganna á fundi mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna í vikunni. Ríki eigi að hafa rétt á því að haga sínum innanríkismálum eins og þeim sýnist, án íhlutunar alþjóðasamfélagsins. „Við trúum því að öll ríki megi standa vörð um þjóðaröryggi sitt með lagasetningu og mælum með öllum skrefum í þá átt,“ sagði í yfirlýsingu ríkjanna 53.
Hong Kong Kína Bandaríkin Tengdar fréttir Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00 Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00 Mest lesið Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Sjá meira
Strax handtökur fyrir brot á nýjum öryggislögum Níu mótmælendur hið minnsta voru handteknir í dag fyrir brot á nýjum og umdeildum öryggislögum í Hong Kong. 1. júlí 2020 20:00
Lam segir öryggislögin ekki hafa áhrif á frelsi íbúa Kínverjar samþykktu í dag umdeilda löggjöf um öryggi Hong Kong. Lögin eru sögð svar við mótmælahrinu síðasta árs. 30. júní 2020 19:00