Tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga samstarfskonu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. júlí 2020 17:53 Héraðsdómur Reykjavíkur Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Nauðgunin átti sér stað eftir starfsmannasamkvæmi en að því loknu héldu nokkrir starfsmenn á veitingastað, þar á meðal maðurinn og konan. Fyrir dómi sagðist konan hafa boðið manninum og öðrum vinnufélaga þeirra að gista heima hjá sér, þar sem þeir ættu heima í talsverðri fjarlægð. Hinn vinnufélaginn vildi hins vegar ekki gista og sagði konan að hún hafi þá ekki kunnað við að draga boðið til baka. Varð svo úr að þau héldu heim til konunnar. Fyrir dómi sagðist hún síðar hafa vaknað í engum fötum við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samfarir. Sagðist hún hafa beðið hann um að hætta, án árangurs. Maðurinn vildi hins vegar meina að hann hefði spurt konuna hvort hún væri til í „netflix og chill“ sem jafngilti því að spyrja viðkomandi hvort hann vildi hafa kynmök, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Sagði hann konuna hafa sagt nei við því en já þegar hann spurði hana hvort hún vildi kúra. Eitt hafi leitt að öðru sem hafi endað með kynmökum þeirra. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að innbyrðis samræmi hafi gætt hjá konunni varðandi öll meginatriði málsins, auk þess sem að ýmis atriði og sönnunargögn renni eindregnum stoðum undir framburð hennar. Að mati héraðsdóms var framburður mannsins „í sjálfu sér ekki ótrúverðugur“ þó að sumt hafi haft yfir sér sérkennilegan blæ, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Taldi héraðsdómur að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann því dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur auk málskostnaðar, 3,6 milljónir króna. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann á þrítugsaldri í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað þáverandi samstarfskonu hans á heimili hennar í Kópavogi árið 2016. Maðurinn þarf að greiða konunni þrjár milljónir króna í miskabætur. Nauðgunin átti sér stað eftir starfsmannasamkvæmi en að því loknu héldu nokkrir starfsmenn á veitingastað, þar á meðal maðurinn og konan. Fyrir dómi sagðist konan hafa boðið manninum og öðrum vinnufélaga þeirra að gista heima hjá sér, þar sem þeir ættu heima í talsverðri fjarlægð. Hinn vinnufélaginn vildi hins vegar ekki gista og sagði konan að hún hafi þá ekki kunnað við að draga boðið til baka. Varð svo úr að þau héldu heim til konunnar. Fyrir dómi sagðist hún síðar hafa vaknað í engum fötum við það að maðurinn hafi verið að hafa við hana samfarir. Sagðist hún hafa beðið hann um að hætta, án árangurs. Maðurinn vildi hins vegar meina að hann hefði spurt konuna hvort hún væri til í „netflix og chill“ sem jafngilti því að spyrja viðkomandi hvort hann vildi hafa kynmök, að því er fram kemur í dómi héraðsdóms. Sagði hann konuna hafa sagt nei við því en já þegar hann spurði hana hvort hún vildi kúra. Eitt hafi leitt að öðru sem hafi endað með kynmökum þeirra. Í niðurstöðu héraðsdóms segir að innbyrðis samræmi hafi gætt hjá konunni varðandi öll meginatriði málsins, auk þess sem að ýmis atriði og sönnunargögn renni eindregnum stoðum undir framburð hennar. Að mati héraðsdóms var framburður mannsins „í sjálfu sér ekki ótrúverðugur“ þó að sumt hafi haft yfir sér sérkennilegan blæ, líkt og segir í dómi héraðsdóms. Taldi héraðsdómur að hafið væri yfir skynsamlegan vafa að maðurinn hefði nauðgað konunni. Var hann því dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi auk þess sem hann þarf að greiða henni þrjár milljónir í miskabætur auk málskostnaðar, 3,6 milljónir króna.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira