Vilja reisa framtíðarhúsnæði LHÍ í Vatnsmýri Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. júlí 2020 18:20 Nemendur LHÍ sem stunduðu nám í húsnæði skólans við Sölvhólsgötu efndu til mótmæla fyrir nokkrum árum vegna slæms aðbúnaðar og myglusvepps í húsinu. Vísir/vilhelm Vatnsmýri er ákjósanlegasta staðsetningin fyrir framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands samkvæmt frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins. Niðurstöður úr henni voru kynntar á mánudag. Listaháskólinn hefur glímt við húsnæðisvanda um árabil en starfsemi hans er dreifð um fjögur hús í tveimur póstnúmerum. Ráðist var í frumathugun á húsnæðismálum skólans að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, kynnti niðurstöðurnar fyrir fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, rektor og starfsfólki LHÍ, Hollnemafélagi skólans og borgarstjóra á fundi í húsnæði skólans í Laugarnesi á mánudag. Þar kom fram að Vatnsmýri væri ákjósanlegasta staðsetningin fyrir sameinað framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu að niðurstaðan marki ákveðin tímamót í mikilvægu verkefni. Tilgreint sé í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að unnið verði að lausn á húsnæðismálum LHÍ nú á kjörtímabilinu og að uppbygging skólans í Vatnsmýri hafi marga kosti. Í tilkynningu segir að þegar sé búið að tryggja fjármagn í samkeppni og útboð en að ekki verði hægt að hefjast handa við frekari uppbyggingu fyrr en búið er að tryggja fjármögnun verkefnisins. Fram kom á fundinum á mánudag að málið hefði verið tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem seinkað hefur verið vegna Covid-19, eigi að vera tilbúin í byrjun október. Þá er frumathugunin nú til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti og verður síðan tekin fyrir og rædd á vettvangi samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir. Menning Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira
Vatnsmýri er ákjósanlegasta staðsetningin fyrir framtíðarhúsnæði Listaháskóla Íslands samkvæmt frumathugun Framkvæmdasýslu ríkisins. Niðurstöður úr henni voru kynntar á mánudag. Listaháskólinn hefur glímt við húsnæðisvanda um árabil en starfsemi hans er dreifð um fjögur hús í tveimur póstnúmerum. Ráðist var í frumathugun á húsnæðismálum skólans að beiðni mennta- og menningarmálaráðuneytisins. Guðrún Ingvarsdóttir, forstjóri Framkvæmdasýslu ríkisins, kynnti niðurstöðurnar fyrir fulltrúum mennta- og menningarmálaráðuneytisins, rektor og starfsfólki LHÍ, Hollnemafélagi skólans og borgarstjóra á fundi í húsnæði skólans í Laugarnesi á mánudag. Þar kom fram að Vatnsmýri væri ákjósanlegasta staðsetningin fyrir sameinað framtíðarhúsnæði Listaháskólans. Haft er eftir Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra í tilkynningu að niðurstaðan marki ákveðin tímamót í mikilvægu verkefni. Tilgreint sé í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að unnið verði að lausn á húsnæðismálum LHÍ nú á kjörtímabilinu og að uppbygging skólans í Vatnsmýri hafi marga kosti. Í tilkynningu segir að þegar sé búið að tryggja fjármagn í samkeppni og útboð en að ekki verði hægt að hefjast handa við frekari uppbyggingu fyrr en búið er að tryggja fjármögnun verkefnisins. Fram kom á fundinum á mánudag að málið hefði verið tekið fyrir á fundi ríkisstjórnarinnar í síðustu viku. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar, sem seinkað hefur verið vegna Covid-19, eigi að vera tilbúin í byrjun október. Þá er frumathugunin nú til umfjöllunar í mennta- og menningarmálaráðuneyti og verður síðan tekin fyrir og rædd á vettvangi samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir.
Menning Skóla - og menntamál Skipulag Reykjavík Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ Sjá meira