Samverkamaður Epstein flutti boðskap sinn í Hörpu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. júlí 2020 10:45 Ghislaine Maxwell sést hér flytja ræðu um málefni hafsins í Silfurbergi í Hörpu. Ræðuna má heyra hér að neðan. Skjáskot Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. Þar flutti hún erindi fyrir hönd sjávarverndarsamtakanna The TerraMar Project sem hún stofnaði árinu áður ásamt samverkamanni hennar Jeffrey Epstein, sem þá var dæmdur kynferðisbrotamaður. Samtökin lögðu upp laupana 12. júlí í fyrra, sex dögum eftir að viðmikil ákæra á hendur Epstein vegna kynlífsmansals og barnaníðs var opinberuð. Epstein, sem fannst látinn í fangaklefa sínum á Manhattan í ágúst og var fyrst dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2008, var fjárhagslegur bakhjarl The TerraMar Project allt frá stofnun samtakanna árið 2012. Maxwell hefur verið handtekin og ákærð fyrir aðild hennar að brotum Epsteins á árunum 1994 til 1997. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Fyrir vikið er hún sögð í ákærunni hafa logið að lögreglumönnum og þannig hindrað framgang réttvísinnar. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell sem hafi jafnvel ráðið þær til að nudda Epstein. Greiddu engan styrk í fimm ár Ætlunarverk Maxwell og Epstein með The TerraMar Project var stofna alþjóðlega hreyfingu sem myndi tala máli úthafa heimsins. Með því að koma þjóðum heims í skilning um að höfin eru sameign allra jarðarbúa mætti stuðla að aukinni þátttöku þeirra við verndun sjávar og hugðust samtökin styðja við verkefni sem ynnu að því markmiði. Rannsókn New York Times árið 2019 sýndi þó fram á að The TerraMar Project hafi ekki greitt út einn einasta styrk á árunum 2012 og 2017. Þar að auki væri rekstrarkostnaður samtakanna, ekki síst bókhalds- og lögmannskostnaður, óeðlilega hár fyrir samtök af sinni stærðargráðu. Fyrir tilstuðlan The TerraMar Project ferðaðist Maxwell, sem var talsmaður samtakanna, um víða veröld og flutti erindi um þetta hugðarefni sitt. Til að mynda steig Maxwell í pontu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og fundaði tvívegis með erindrekum SÞ á árunum 2013 og 2014. Katherine Keating, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Ghislaine Maxwell og Sharon Moussaieff sóttu boð kampavínsframleiðans Dom Perignon og Maxwell í september árið 2013 þar sem útgáfu Ideapod var fagnað.Getty/Patrick McMullan Ólafur segist ekki hafa þekkt Maxwell Þá var hún jafnframt fengin til þess að flytja erindi á opnunardegi Hrinborðs Norðurslóða, sem fram fór dagana 12. til 14. október árið 2013. Þetta var í fyrsta sinn sem Hringborðið fór fram en um er að ræða árlegan umræðuvettvang um málefni norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, er hvatamaður að stofnun Hringborðsins og flutti sjálfur ræðu sama dag og Maxwell á ráðstefnunni 2013. Ólafur Ragnar segist ekki hafa þekkt vel til Maxwell þegar þegar hún var fengin til að ávarpa Hringborðið. Þau hafi þó hist í samkvæmi í New York sama ár þar sem af þeim náðist ljósmynd og birt var í erlendum fjölmiðlum. Hana má sjá hér að ofan en auk Ólafs Ragnars og Maxwell eru þær Katherine Keating, Dorrit Mousaieff og dóttir hennar Sharon á myndinni. „Hún talaði á Arctic Circle um hafið. Að öðru leyti hef ég engin tengsl við hana og hef ekki hitt hana nema á þessu samkvæmi í New York og þegar hún talaði á Arctic Circle. Epstein hef ég aldrei hitt,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið þegar umrædd ljósmynd var til umfjöllunar. Ræðu Maxwell í Hörpu má heyra hér að neðan, þar sem hún ræðir m.a. um sjálfbæra þróun sjávar, framtíð auðlindavinnslu úr hafinu og loftslagsbreytingar. Íslandsvinir Jeffrey Epstein Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira
Meðal ræðumanna á Hringborði Norðurslóða í Hörpu árið 2013 var Ghislaine Maxwell, sem var ákærð í gær vegna gruns um aðild að mansali. Þar flutti hún erindi fyrir hönd sjávarverndarsamtakanna The TerraMar Project sem hún stofnaði árinu áður ásamt samverkamanni hennar Jeffrey Epstein, sem þá var dæmdur kynferðisbrotamaður. Samtökin lögðu upp laupana 12. júlí í fyrra, sex dögum eftir að viðmikil ákæra á hendur Epstein vegna kynlífsmansals og barnaníðs var opinberuð. Epstein, sem fannst látinn í fangaklefa sínum á Manhattan í ágúst og var fyrst dæmdur fyrir kynferðisbrot árið 2008, var fjárhagslegur bakhjarl The TerraMar Project allt frá stofnun samtakanna árið 2012. Maxwell hefur verið handtekin og ákærð fyrir aðild hennar að brotum Epsteins á árunum 1994 til 1997. Hún hefur áður neitað allri aðild eða þekkingu um brotin sem Epstein er sakaður um. Fyrir vikið er hún sögð í ákærunni hafa logið að lögreglumönnum og þannig hindrað framgang réttvísinnar. Konurnar sem sakað hafa Epstein um misnotkun segjast hafa kynnst honum í gegnum Maxwell sem hafi jafnvel ráðið þær til að nudda Epstein. Greiddu engan styrk í fimm ár Ætlunarverk Maxwell og Epstein með The TerraMar Project var stofna alþjóðlega hreyfingu sem myndi tala máli úthafa heimsins. Með því að koma þjóðum heims í skilning um að höfin eru sameign allra jarðarbúa mætti stuðla að aukinni þátttöku þeirra við verndun sjávar og hugðust samtökin styðja við verkefni sem ynnu að því markmiði. Rannsókn New York Times árið 2019 sýndi þó fram á að The TerraMar Project hafi ekki greitt út einn einasta styrk á árunum 2012 og 2017. Þar að auki væri rekstrarkostnaður samtakanna, ekki síst bókhalds- og lögmannskostnaður, óeðlilega hár fyrir samtök af sinni stærðargráðu. Fyrir tilstuðlan The TerraMar Project ferðaðist Maxwell, sem var talsmaður samtakanna, um víða veröld og flutti erindi um þetta hugðarefni sitt. Til að mynda steig Maxwell í pontu í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna og fundaði tvívegis með erindrekum SÞ á árunum 2013 og 2014. Katherine Keating, Ólafur Ragnar Grímsson, Dorrit Moussaieff, Ghislaine Maxwell og Sharon Moussaieff sóttu boð kampavínsframleiðans Dom Perignon og Maxwell í september árið 2013 þar sem útgáfu Ideapod var fagnað.Getty/Patrick McMullan Ólafur segist ekki hafa þekkt Maxwell Þá var hún jafnframt fengin til þess að flytja erindi á opnunardegi Hrinborðs Norðurslóða, sem fram fór dagana 12. til 14. október árið 2013. Þetta var í fyrsta sinn sem Hringborðið fór fram en um er að ræða árlegan umræðuvettvang um málefni norðurslóða. Ólafur Ragnar Grímsson, þáverandi forseti, er hvatamaður að stofnun Hringborðsins og flutti sjálfur ræðu sama dag og Maxwell á ráðstefnunni 2013. Ólafur Ragnar segist ekki hafa þekkt vel til Maxwell þegar þegar hún var fengin til að ávarpa Hringborðið. Þau hafi þó hist í samkvæmi í New York sama ár þar sem af þeim náðist ljósmynd og birt var í erlendum fjölmiðlum. Hana má sjá hér að ofan en auk Ólafs Ragnars og Maxwell eru þær Katherine Keating, Dorrit Mousaieff og dóttir hennar Sharon á myndinni. „Hún talaði á Arctic Circle um hafið. Að öðru leyti hef ég engin tengsl við hana og hef ekki hitt hana nema á þessu samkvæmi í New York og þegar hún talaði á Arctic Circle. Epstein hef ég aldrei hitt,“ sagði Ólafur í samtali við Fréttablaðið þegar umrædd ljósmynd var til umfjöllunar. Ræðu Maxwell í Hörpu má heyra hér að neðan, þar sem hún ræðir m.a. um sjálfbæra þróun sjávar, framtíð auðlindavinnslu úr hafinu og loftslagsbreytingar.
Íslandsvinir Jeffrey Epstein Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Innlent Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Innlent Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Innlent Sótt að Snorra vegna framkomu hans og forneskjulegra skoðana Innlent „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fleiri fréttir Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Sjá meira