Þrír á land á fyrstu vakt í Jöklu Karl Lúðvíksson skrifar 4. júlí 2020 09:04 Fyrsti lax sumarsins úr Jöklu var veiddur í Hólaflúð Mynd: Veiðiþjónustan Strengir Jökla er líklega síðust ánna til að opna fyrir veiði en veiðin í henni fer ágætlega af stað og sumarið lítur vel út. Það er óhætt að segja að þeir sem veiða Jöklu eigi auðvelt með að falla fyrir henni enda rennur hún um stórbrotið umhverfi og geymir á sínum bökkum magnaða veiðistaði. Einn af þessum stöðum er Hólaflúð sem einhver hefur kallað flottasta veiðistað á landinu. Fyrstu laxarnir komu einmitt á land úr þessum veiðistað og þar var landað þremur löxum strax á fyrstu vakt, allt vænn tveggja ára lax sem Jökla er þekkt fyrir. Nokkuð sást af laxi svo það er greinilegt að Jökla gæti verið að fara vel af stað. Fyrir utan Jöklu sjáfa er veitt líka í hliðaránum Kaldá, Fögluhlíðará, Fossá og Laxá en á meðan Jökla er í sínum besta skrúða þá eru hliðarárnar ekki mikið stundaðar. Veiðimenn fara fyrst að kíkja í þær þegar Jökla fer á yfirfall á haustinn en þá getur líka verið töluvert af laxi gengið í hliðarárnar og fengið að vera þar meira og minna í friði í lengri tíma. Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði
Jökla er líklega síðust ánna til að opna fyrir veiði en veiðin í henni fer ágætlega af stað og sumarið lítur vel út. Það er óhætt að segja að þeir sem veiða Jöklu eigi auðvelt með að falla fyrir henni enda rennur hún um stórbrotið umhverfi og geymir á sínum bökkum magnaða veiðistaði. Einn af þessum stöðum er Hólaflúð sem einhver hefur kallað flottasta veiðistað á landinu. Fyrstu laxarnir komu einmitt á land úr þessum veiðistað og þar var landað þremur löxum strax á fyrstu vakt, allt vænn tveggja ára lax sem Jökla er þekkt fyrir. Nokkuð sást af laxi svo það er greinilegt að Jökla gæti verið að fara vel af stað. Fyrir utan Jöklu sjáfa er veitt líka í hliðaránum Kaldá, Fögluhlíðará, Fossá og Laxá en á meðan Jökla er í sínum besta skrúða þá eru hliðarárnar ekki mikið stundaðar. Veiðimenn fara fyrst að kíkja í þær þegar Jökla fer á yfirfall á haustinn en þá getur líka verið töluvert af laxi gengið í hliðarárnar og fengið að vera þar meira og minna í friði í lengri tíma.
Stangveiði Mest lesið Þrír risar á sömu stöngina á Nessvæðinu Veiði Veiði lokið í Veiðivötnum Veiði Svona færðu laxinn til að taka Veiði Ótrúlegar vikutölur úr laxveiðiánum Veiði Helgarviðtal: Veiddi 94 bleikjur á einum degi Veiði Opið fyrir umsóknir til hreindýraveiða Veiði Straumu kynnst við allar aðstæður Veiði Góð saga af skrifstofuveiðum Veiði Tveir risar úr Vatnsdalsá Veiði Bleikjan horfin úr Hítará? Veiði