Sport

Inga Birna fyrsta ís­lenska konan til að fá svarta beltið í jiu-jitsu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Frá gráðuninni.
Frá gráðuninni. mynd/mma fréttir

Inga Birna Ársælsdóttir varð í gær fyrsta konan til þess að fá svarta beltið íjiu-jitsu en Inga Birna, Bjarki Þór Pálsson og Magnús Ingi Ingvarsson fengu beltið í gær.

Gráðunin fór fram í Reykjavík MMA fyrr í vikunni en Gunnar Nelson veittu gráðurnar. Auk þeirra voru tvö fjólublá og þrjú blá belti afhent.

Inga hefur verið ein allra besta glímukona landsins, segir á vef MMA frétta, en Bjarki Þór og Magnús hafa verið atvinnumenn.

Með gráðuninni hafa 20 Íslendingar fengið svarta beltið í brasilísku jiu-jitsu.

Aðrir sem hafa hlotið þann heiður að fá svart belti í brasilísku jiu-jitsu eru: Haraldur Þorsteinsson, Gunnar Nelson, Arnar Freyr Vigfússon, Kári Gunnarsson, Ingþór Örn Valdimarsson, Axel Kristinsson, Bjarni Baldursson, Sighvatur Magnús Helgason, Þráinn Kolbeinsson, Jóhann Eyvindsson, Daði Steinn Brynjarsson, Ómar Yamak, Halldór Logi Valsson, Birkir Freyr Helgason, Jósep Valur Guðlaugsson, Aron Daði Bjarnason, Halldór Sveinsson og Kristján Helgi Hafliðason.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×