Lögreglu gert að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn barnungum systrum Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. júlí 2020 19:00 Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta. Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Ríkissaksóknari hefur gert lögreglu að hefja aftur rannsókn á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum sem lögregla lét niður falla í mars. Því er beint til lögreglu að leggja þurfi áherslu á að finna meintan geranda og þær kynferðislegu myndir af þeim sem hann kann að hafa í vörslu sinni Í kvöldfréttum Stöðvar 2 á dögunum gagnrýndi lögmaður rannsókn lögreglu á meintu kynferðisbroti gegn þriggja og sjö ára systrum. Grunur leikur á að brotið hafi verið kynferðislega á stúlkunum og teknar af yngri systurinni kynferðislegar myndir. Málið var látið niður falla eftir rúmlega ár í rannsókn. Atvikið á að hafa átt sér stað í mars í fyrra er þær voru lokkaðar inn í íbúð í Holtahverfi í Reykjavík þegar þær höfðu verið úti að leika sér. Ástæða niðurfellingar málsins hjá lögreglu var sú að rannsóknin hafi ekki leitt í ljós hver meintur gerandi er. Stúlkurnar voru ekki boðaðar í skýrslutöku hjá Barnahúsi fyrr en tveimur mánuðum eftir að móðir þeirra lagði fram kæru. Þá leið annar mánuður þar til lögregla fór á vettvang og bað stúlkurnar að benda á húsið þar sem atvikið á að hafa átt sér stað. Fjölskyldan telur rannsókn lögreglu hafa verið mjög ábótavant og kærði málið til ríkissaksóknara. Í síðustu viku felldi ríkissaksóknari niðurfellinguna úr gildi. Í afstöðu ríkissaksóknara segir að rannsaka hefði mátt málið nánar. Með hliðsjón af alvarleika sakarefnisins og trúverðugrar lýsingar eldri stúlkunnar, sem studd er lýsingu yngri stúlkunnar, sé það álit ríkissaksóknara að halda skuli rannsókn málsins áfram. Leggja þurfi áherslu á það að finna meintan geranda og þær myndir af yngri stúlkunni sem hann kann að hafa í vörslu sinni. Óljóst sé af rannsóknargögnum hvaða íbúð eða íbúðum hússins rannsóknin beindist að og eru engar myndir af húsinu meðal gagna málsins. Úr því þurfi að bæta.
Kynferðisofbeldi Lögreglumál Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira