Jon Jones, ein skærasta stjarnan innan UFC, gerði heldur betur góðverk um helgina er hann og félagar hans björguðu manni frá dauða.
Þessi 32 ára bardagakappi, ásamt hóp af vinum, gengu á mann sem lá á grasinu í almenningsgarði en hann glímdi við mikla ofþornun.
Jones og vinir hans náðu að koma manninum í skugga og náðu að láta hann drekka fjórar flöskur af vatni. Þannig náðu þeir að koma honum aftur til lífs.
Jones greindi frá atvikinu á Twitter-síðu sinni en þar sagði hann frá því að allir standi saman en Ameríkanar fögnuðu fjórða júlí í gær sem er þjóðhátíðardagur Bandaríkjanna.
Síðast barðist Jones í október er hann hafði betur gegn Dominick Reyes en síðan þá hefur hann verið í erjum við eiganda UFC, Dana White. Hann ku ekki ætla að berjast á næstunni.
'We believe we saved that man's life'
— MailOnline Sport (@MailSport) July 5, 2020
UFC star Jon Jones and friends 'rescue man suffering from severe dehydration' https://t.co/vxszdGBj6j