Griezmann minnti á sig með gulli af marki í öruggum sigri | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. júlí 2020 17:00 Langri bið Antoines Griezmann eftir marki lauk í gær. getty/David Aliaga Eftir að hafa byrjað á bekknum í tveimur leikjum í röð fékk Antoine Griezmann tækifæri í byrjunarliði Barcelona þegar liðið sótti Villarreal heim í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Griezmann þakkaði traustið og skoraði eitt marka Börsunga í öruggum 1-4 sigri. Mark franska heimsmeistarans var í glæsilegri kantinum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gaf Lionel Messi boltann á Griezmann með hælnum. Frakkinn vippaði svo boltanum frá vítateigslínu yfir Sergio Asenjo, markverði Villarreal, og í slána og inn. Þetta var fyrsta deildarmark Griezmanns fyrir Barcelona síðan 15. febrúar. Hann skoraði þá í 2-1 sigri á Getafe. Barcelona náði forystunni strax á 3. mínútu í leiknum í gær. Pau Torres, varnarmaður Villarreal, skoraði þá sjálfsmark. Gerard Moreno jafnaði fyrir heimamenn á 14. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Santis Cazorla sem Marc-André ter Stegen varði. Barcelona náði aftur forystunni á 20. mínútu þegar Luis Suárez sneri boltann glæsilega í fjærhornið eftir undirbúning frá Messi. Þetta var 194. mark Suárez fyrir Barcelona en með því jafnaði hann við László Kubala á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins. Eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði hinn sautján ára Ansu Fati á 87. mínútu. Lokatölur 1-4, Barcelona í vil. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar fjórum umferðum er ólokið í spænsku úrvalsdeildinni. Mörkin úr leik Villarreal og Barcelona má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Glæsileg mörk í sigri Barcelona á Villarreal Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira
Eftir að hafa byrjað á bekknum í tveimur leikjum í röð fékk Antoine Griezmann tækifæri í byrjunarliði Barcelona þegar liðið sótti Villarreal heim í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Griezmann þakkaði traustið og skoraði eitt marka Börsunga í öruggum 1-4 sigri. Mark franska heimsmeistarans var í glæsilegri kantinum. Á lokamínútu fyrri hálfleiks gaf Lionel Messi boltann á Griezmann með hælnum. Frakkinn vippaði svo boltanum frá vítateigslínu yfir Sergio Asenjo, markverði Villarreal, og í slána og inn. Þetta var fyrsta deildarmark Griezmanns fyrir Barcelona síðan 15. febrúar. Hann skoraði þá í 2-1 sigri á Getafe. Barcelona náði forystunni strax á 3. mínútu í leiknum í gær. Pau Torres, varnarmaður Villarreal, skoraði þá sjálfsmark. Gerard Moreno jafnaði fyrir heimamenn á 14. mínútu. Hann fylgdi þá eftir skoti Santis Cazorla sem Marc-André ter Stegen varði. Barcelona náði aftur forystunni á 20. mínútu þegar Luis Suárez sneri boltann glæsilega í fjærhornið eftir undirbúning frá Messi. Þetta var 194. mark Suárez fyrir Barcelona en með því jafnaði hann við László Kubala á listanum yfir markahæstu leikmenn í sögu félagsins. Eitt mark var skorað í seinni hálfleik. Það gerði hinn sautján ára Ansu Fati á 87. mínútu. Lokatölur 1-4, Barcelona í vil. Liðið er fjórum stigum á eftir toppliði Real Madrid þegar fjórum umferðum er ólokið í spænsku úrvalsdeildinni. Mörkin úr leik Villarreal og Barcelona má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Glæsileg mörk í sigri Barcelona á Villarreal
Spænski boltinn Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Fótbolti Fleiri fréttir „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fjórir markaskorarar er Bayern valtaði yfir Hamburger Mark Sveindísar duggði skammt Carvalho rændi stigi af Chelsea Endurkomusigur í ótrúlegum sjö marka leik Sævar hetjan í endurkomusigri Brann Arnór tryggði Norrköping stig í Íslendingaslag Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Grótta og Ægir upp í Lengjudeildina Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Enginn Orri er tíu Madrídingar unnu Real Sociedad Zubimendi með tvö í frábærum sigri Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Sjá meira