„Samningurinn ekki pappírsins virði“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. júlí 2020 16:15 Nýtt deiliskipulag Reykjavíkurborgar um uppbyggingu í Skerjafirði var samþykkt á fundi Borgarráðs á fimmtudag og verður tillagan kynnt í sumar. Vísir/Vilhelm Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag að auglýsa tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu um 700 íbúða, leikskóla, grunnskóla, bílageymsluhúsi, verslun, þjónustu og útivistarsvæðum. Þá er einnig gert ráð fyrir vegtengingum til austurs, suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og verður hún eingöngu ætluð almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata samþykktu tillöguna en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Tillagan mun fara í langt kynningarferli yfir sumarið svo að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum verði gefið færi á að kynna sér tillöguna og koma með athugasemdir varðandi útfærslu hennar. „Unnin hefur verið ítarleg rannsókn á vindafari sem sýna að áhrif á flugvöllinn verða minniháttar. Nýr skóli, leikskóli, útivistarsvæði og matvöruverslun munu auka lífsgæði íbúa, bæta þjónustu og styðja við vistvæna samgöngumáta í þessu græna kerfi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Áhyggjur vegna mengunar í jörð og hávaðamengunar Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru heldur harðorðari og í bókun sem lögð var fram segir að þeir telji ótímabært að tekin sé endanlega ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði: „Ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ „Í fyrsta lagi hefur Vegagerðin óskað eftir að fram fari samgöngumat en því er enn ólokið. Ekki liggur fyrir heildstæð umferðargreining en um er að ræða þreföldun á hverfinu. Þá er umhverfismati ólokið en Náttúrufræðistofnun er með það til skoðunar að strandlengjan við Skerjafjörð verði friðuð,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í svipaða strengi og gagnrýndu tillöguna. „Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af mengun í jörð og hávaðamengun af flugvelli fyrir komandi íbúa í Skerjafirði. Mengun er í jörðu og hávaðamengun af flugvélum. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin.“ „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði þá samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um að starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri verði tryggð vera brostið. „Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því í kynningu að gerð og auglýsingu deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð er málið keyrt áfram af fullum þunga og þar með kominn forsendubrestur […]. Það er ljóst að þetta svæði ræður ekki við þann umferðarþunga sem af þessari uppbyggingu hlýst. Fyrst á að leggja „framkvæmdarveg“ með fram flugvallargirðingunni sem breytast á í borgarlínu.“ Í deiliskipulaginu sem samþykkt var á fundinum varð einnig ljóst að fallið hafi verið frá fyrri tillögum um að fjarlægja flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli til að rýma fyrir vegi. Komið hafi í ljós að þau drög gengju ekki og var því skipulaginu breytt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í bókun sinni að því hafi ekki verið svarað hvar vegurinn eigi að liggja, sem stóð til að lagður yrði þar sem flugskýlið stendur nú. „Því [hefur] enn ekki verið svarað hvar vegurinn, sem stóð til að leggja í gegnum flugskýli flugfélagsins Ernis verði lagður. Þá hefur Isavia gengið frá samningi við hollensku loft- og geimferðarstofnunina um að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli en þeirri úttekt er enn ólokið.“ Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. 16. júní 2020 22:43 Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. 8. júní 2020 20:53 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Borgarráð Reykjavíkur samþykkti á fimmtudag að auglýsa tillögu umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir Nýja Skerjafjörð. Tillagan gerir ráð fyrir uppbyggingu um 700 íbúða, leikskóla, grunnskóla, bílageymsluhúsi, verslun, þjónustu og útivistarsvæðum. Þá er einnig gert ráð fyrir vegtengingum til austurs, suður fyrir Reykjavíkurflugvöll og verður hún eingöngu ætluð almenningssamgöngum, gangandi og hjólandi vegfarendum. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata samþykktu tillöguna en fulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá. Tillagan mun fara í langt kynningarferli yfir sumarið svo að íbúum og öðrum hagsmunaaðilum verði gefið færi á að kynna sér tillöguna og koma með athugasemdir varðandi útfærslu hennar. „Unnin hefur verið ítarleg rannsókn á vindafari sem sýna að áhrif á flugvöllinn verða minniháttar. Nýr skóli, leikskóli, útivistarsvæði og matvöruverslun munu auka lífsgæði íbúa, bæta þjónustu og styðja við vistvæna samgöngumáta í þessu græna kerfi,“ segir í bókun fulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar og Pírata. Áhyggjur vegna mengunar í jörð og hávaðamengunar Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins voru heldur harðorðari og í bókun sem lögð var fram segir að þeir telji ótímabært að tekin sé endanlega ákvörðun um nýja byggð í Skerjafirði: „Ýmsum rannsóknum og álitamálum er ólokið.“ „Í fyrsta lagi hefur Vegagerðin óskað eftir að fram fari samgöngumat en því er enn ólokið. Ekki liggur fyrir heildstæð umferðargreining en um er að ræða þreföldun á hverfinu. Þá er umhverfismati ólokið en Náttúrufræðistofnun er með það til skoðunar að strandlengjan við Skerjafjörð verði friðuð,“ segir í bókun Sjálfstæðisflokksins. Áheyrnarfulltrúar Miðflokksins og Flokks fólksins tóku í svipaða strengi og gagnrýndu tillöguna. „Fulltrúi Flokks fólksins hefur áhyggjur af mengun í jörð og hávaðamengun af flugvelli fyrir komandi íbúa í Skerjafirði. Mengun er í jörðu og hávaðamengun af flugvélum. Hvoru tveggja er raunveruleiki þótt reynt verði að milda áhrifin.“ „Samningurinn ekki pappírsins virði“ Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins sagði þá samkomulag Reykjavíkurborgar og ríkisins um að starfsemi flugvallarins í Vatnsmýri verði tryggð vera brostið. „Nú er ljóst að samningurinn er ekki pappírsins virði því í kynningu að gerð og auglýsingu deiliskipulags fyrir nýjan Skerjafjörð er málið keyrt áfram af fullum þunga og þar með kominn forsendubrestur […]. Það er ljóst að þetta svæði ræður ekki við þann umferðarþunga sem af þessari uppbyggingu hlýst. Fyrst á að leggja „framkvæmdarveg“ með fram flugvallargirðingunni sem breytast á í borgarlínu.“ Í deiliskipulaginu sem samþykkt var á fundinum varð einnig ljóst að fallið hafi verið frá fyrri tillögum um að fjarlægja flugskýli flugfélagsins Ernis á Reykjavíkurflugvelli til að rýma fyrir vegi. Komið hafi í ljós að þau drög gengju ekki og var því skipulaginu breytt. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gagnrýndu í bókun sinni að því hafi ekki verið svarað hvar vegurinn eigi að liggja, sem stóð til að lagður yrði þar sem flugskýlið stendur nú. „Því [hefur] enn ekki verið svarað hvar vegurinn, sem stóð til að leggja í gegnum flugskýli flugfélagsins Ernis verði lagður. Þá hefur Isavia gengið frá samningi við hollensku loft- og geimferðarstofnunina um að gera úttekt á mögulegum áhrifum fyrirhugaðrar byggðar í Skerjafirði á flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli en þeirri úttekt er enn ólokið.“
Reykjavík Skipulag Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. 16. júní 2020 22:43 Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. 8. júní 2020 20:53 Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00 Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Titringur á Alþingi Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt Sjá meira
Vigdís varar við því að borgin vinni myrkraverk á flugvellinum í sumar Borgarfulltrúar minnihlutans í Reykjavík kröfðust þess á borgarstjórnarfundi í dag að borgin hætti að þrengja að flugvellinum og að nýju Skerjafjarðarhverfi yrði frestað. Borgarstjóri segir þetta frábært byggingarland og óskynsamlegt sé að fresta uppbyggingu. 16. júní 2020 22:43
Ráðherra hvattur til að kanna hvort borgin sé að brjóta gegn ríkissjóði Fjármálaráðherra var hvattur til þess á Alþingi í dag að kanna hvort Reykjavíkurborg væri að brjóta gegn kaupsamningi við ríkið um flugvallarland í Skerjafirði með því að útdeila lóðum þar í stað þess að selja þær á markaði. 8. júní 2020 20:53
Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. 3. júní 2020 23:00
Forsendubrestur af hálfu Reykjavíkur í flugvallarmálinu Eftirfarandi erindi sá ég mig knúna til að senda á stjórn samgöngunefndar Alþingis. Þar með upplýsi ég að undirskriftir borgarstjóra eru ekki pappírsins virði. 1. maí 2020 06:00