Ætluðu aldrei að sinna skimun „til eilífðarnóns“ Andri Eysteinsson skrifar 6. júlí 2020 18:00 Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að ekki hafi verið áætlað að sinna skimun fyrir kórónuveirunni „til eilífðarnóns.“ Tími sé kominn til þess að starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar snúi sér aftur að dagvinnu sinni, sem hefur verið vanrækt, og „hverfi aftur inn í botnlausa erfðafræðina.“ Það hefur vart farið fram hjá neinum að í dag tilkynnti Kári í opnu bréfi til forsætisráðherra að Íslensk erfðagreining muni frá og með deginum í dag hætta öllum samskiptum við sóttvarnarlækni og landlækni vegna faraldurs kórónuveirunnar. Sagði Kári þá einnig að skimun á vegum ÍE muni ljúka mánudaginn 13. júlí. Ljóst er að framlag ÍE vegna faraldursins hefur verið veigamikið enda hafa starfsmenn fyrirtækisins skimað 72.500 manns og hafa að sögn Kára borið hitann og þungann af skimunum vegna veirunnar. Kári talaði um atburði dagsins í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. „Samskiptin við stjórnvöld hafa kannski ekki verið upp á það besta,“ sagði Kári sem gagnrýndi Katrínu Jakobsdóttur í bréfi sínu fyrir að hafa ekki haft nægilegt samráð við ÍE við skipulagningu landamæraskimunar. Þá var Kári ósáttur með seinagang yfirvalda en hann segist hafa hvatt stjórnvöld til þess að vinna rösklega að því að setja á fót Faraldsfræðistofnun. Ríkisstjórnin hafi þó ákveðið að gefa sér tíma sem Kári sagði „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ „Við höfum aldrei haft meiri ástæðu til þess að vinna rösklega í þessum farsóttarmálum eins og nú. Núna þegar við erum búin að opna landamærin verða menn að geta unnið mjög hratt, verið einbeittir og tekið á þessu með afdrifaríkum hætti. Ég held það muni koma í ljós á næstu dögum og vikum að við verðum að vera á tánum,“ sagði Kári áður en að hann hrósaði bæði sóttvarnalækni og landlækni. „Við höfum mjög góðan sóttvarnalækni og mjög góðan landlækni. Fólk sem ég treysti mjög vel til að sinna sínu verki. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þau munu finna sér fólk til að fylla upp í það skarð sem myndast þegar við hættum,“ sagði Kári. Þá taldi forstjórinn að það yrði ekkert vandamál fyrir Landspítalann að koma því í haginn að hægt yrði að taka á sig fleiri verkefni vegna sýnatöku. Sjö dagar séu til stefnu og það hafi eingöngu tekið Íslenska erfðagreiningu fimm daga að taka að setja upp sína rannsóknarstöð þegar það var gert, án undirbúnings. Við erum búin að ljúka mjög mikilli skimun fyrir mótefni gegn veirunni, búin að skoða þrjátíu þúsund Íslendinga og búin að vinna þetta allt saman mjög vel, samfélaginu að kostnaðarlausu en það var aldrei planið að við yrðum í þessu til eilífðarnóns, ég held að allir hafi gert sér grein fyrir því að fyrr en seinna yrðum við að snúa okkur að okkar dagvinnu. „Ég held að þetta sé ekkert slæmur tímapunktur það er komin reynsla á skimun á landamærunum. Ég held að það sé ósköp eðlilegt að kveðja kurteisislega. Þökkum fyrir að hafa fengið að taka þátt í þessu og hverfum inn í þessa botnlausu erfðafræði sem við búum við flesta daga,“ sagði Kári Stefánsson.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjavík síðdegis Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira