Björn Ingi segir Kára kominn í fýlu og einhver verði að kyngja ælunni Jakob Bjarnar skrifar 6. júlí 2020 21:55 Nýjustu vendingar í vörnum landsins gegn Covid-19, það að Kári Stefánsson hafi dregið fyrirtæki sitt út úr verkefninu, valda Birni Inga verulegum áhyggjum. Hann mun spyrja Þórólf Guðnason sóttvarnalækni spjörunum úr á morgun. visir/vilhelm Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“ Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Björn Ingi Hrafnsson – ritstjóri Viljans – segir að það verði fróðlegt að mæta á upplýsingafund Almannavarna á morgun „og spyrja nokkurra vel valinna spurninga“. Björn Ingi, sem vakið hefur athygli fyrir ódrepandi áhuga sinn á öllu sem snýr að kórónuveirufaraldrinum og hefur ekki látið sitt eftir liggja á upplýsingafundum þríeykisins svonefnda í þá fjóra mánuði sem eru frá því veiran gerði vart við sig, er afar hugsi vegna nýjustu frétta. Kári vill ekki láta bendla sig við stjórnvaldsaðgerðir Eins og Vísir hefur greint ítarlega frá hefur Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, nú dregið fyrirtæki sitt frá öllu því sem snýr að skimunum. Hann segist ekki efast um að stjórnvöld muni finna einhvern til að hlaupa í skarðið fyrir fyrirtæki sitt, en lesa má á milli lína að hann leyfi sér að efast um það; stjórnvöld eru svifasein. Hann hafi greint Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra frá fyrirætlunum sínum og í svarbréfi komi fram að hún ætli að skipa verkefnisstjóra sem ætti að skila áliti ekki seinna en 15. september. „Mér finnst hún ekki ganga rösklega til verks í þessu. Þau velja sér sín verkefni og sinn hraða og gera á sinn máta en ég vil ekki vera bendlaður við það,“ segir Kári: Sá tími sem ríkisstjórnin ætli sér sé „einhvers staðar á milli þess að vera grátlegur og hlægilegur.“ Einhver verður látinn kyngja ælunni Enginn ætti að velkjast í vafa um að Björn Ingi hefur kynnt sér viðfangsefnið í þaula en hann fæst nú við ritun bókar um efnið. Lokakaflinn liggur greinilega ekki fyrir, ekki nálægt lagi: „Nú er rúm vika frá því Kári Stefánsson sagði í viðtali að loka yrði landinu ef hann færi í fýlu. Nú er hann kominn í fýlu og spurningin er þá hvort ríkisstjórnin mun falla á kné og gera eins og henni er sagt, eða hvort landinu verður lokað frá næstkomandi mánudegi,“ spyr Björn Ingi. Og hann spyr áfram: „Þriðji möguleikinn er svo sá að allt í einu verði ekki lengur talið mikilvægt að skima við landamærin. Stóru orðin eru síst spöruð og líklegt er að einhver verði látinn kyngja ælunni.“ Talsverð viðbrögð má nú þegar sjá við hugleiðingar Björns Inga. Þannig tekur þingmaður Miðflokksins, Þorsteinn Sæmundsson, til máls og eggjar Björn til dáða. Segir þó verst að Svandís Svavarsdóttir verði þar varla til svara: „Láttu þau heyra það. Verst að höfuðpaurinn heilbrigðisráðherrann mætir væntanlega ekki.“
Íslensk erfðagreining Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Alþingi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51 Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Egill Þór er látinn Innlent Flæddi inn í hús á Arnarnesi Innlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Ný ríkisstjórn fundar í dag Innlent Fleiri fréttir Egill Þór er látinn Nýir ráðherra ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Sjá meira
Vonar að hægt verði að leita í þekkingu og reynslu Kára og ÍE „Ég get verið sammála Kára um þetta [stofnun Faraldsfræðistofnunar], það er mjög mikilvægt að við eflum innviði heilbrigðiskerfisins okkar til þess að takast á við faraldra,“ 6. júlí 2020 20:51
Íslensk erfðagreining hættir að skima og slítur samskiptum við embætti landlæknis Íslensk erfðagreining (ÍE) ætlar að hætta aðkomu að kórónuveiruskimunum. 6. júlí 2020 13:45