Formaður dómaranefndar KSÍ segir gagnrýni þurfa að vera málefnalega Ísak Hallmundarson skrifar 7. júlí 2020 18:00 Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ. vísir/daníel Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sendir frá sér pistil í dag þar sem hann leggur áherslu á að sýna þurfi knattspyrnudómurum virðingu. Hann segir ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í dómgæslunni þar sem margir reyndir dómarar hafi hætt störfum undanfarin ár. Mikil umræða hefur verið um dómgæslu frá því Íslandsmótið í knattspyrnu hófst í síðasta mánuði. Jóhannes Valgeirsson, fyrrum dómari, hefur t.a.m. áhyggjur af þróun dómgæslu á Íslandi. Þóroddur telur gagnrýni mikilvæga en segir hana þurfa að vera málefnalega: „Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast. En auðvitað er það ekki alltaf þannig því dómarar þurfa oft að taka mikilvægar ákvarðanir í leikjunum og óhjákvæmilega gera dómarar mistök, eins og aðrir þátttakendur leiksins. Þá kemur eðlilega fram gagnrýni á þeirra störf. Svo hefur verið í gegnum tíðina og mun halda áfram að vera svo. Gagnýni á alltaf rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg og byggð á þekkingu á knattspyrnulögunum og þeim áherslum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í pistlinum. Þá segir Þóroddur undirbúningstímabilið í ár hafa verið með óhefðbundnu sniði en að besta þjálfun dómara sé að dæma leiki. „Vissulega var undirbúningstímabilið hjá dómurum með öðru sniði að þessu sinni eins og hjá öllum öðrum. Haldnir voru fjölmargir fjarfundir þar sem farið var yfir atvik og lína lögð til samræmingar. Það hins vegar kemur ekki í staðinn fyrir bestu æfinguna og besta undirbúninginn, sem er að dæma leiki. Dómarar þurfa leikæfingu alveg eins og leikmenn. Fyrir knattspyrnusumarið 2020 var lítið um æfingaleiki eins og við vitum. Dómarahópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum einstaklingum sem leggja á sig gríðarlega vinnu og gera ekki síður miklar kröfur til sín sjálfir. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti undanfarin ár og margir hætt sem voru komnir með mikla reynslu. Reynslan er nefnilega það sem er ómetanlegt í knattspyrnudómgæslu. Að gera mistök og læra af þeim er mjög mikilvægt í ferlinu.“ Hann segir einnig að fólk ætti að treysta því að dómarar dæmi eftir bestu sannfæringu. Að lokum ítrekar Þóroddur mikilvægi dómara og að sýna þurfi þeim þá virðingu sem þeir eigi skilið: „Dómarar eru mikilvægir þátttakendur í knattspyrnuíþróttinni sem okkur öllum þykir svo vænt um og eiga það skilið, eins og aðrir þátttakendur leiksins, að þeim sé sýnd virðing.“ KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira
Þóroddur Hjaltalín, formaður dómaranefndar KSÍ, sendir frá sér pistil í dag þar sem hann leggur áherslu á að sýna þurfi knattspyrnudómurum virðingu. Hann segir ákveðin kynslóðaskipti hafa átt sér stað í dómgæslunni þar sem margir reyndir dómarar hafi hætt störfum undanfarin ár. Mikil umræða hefur verið um dómgæslu frá því Íslandsmótið í knattspyrnu hófst í síðasta mánuði. Jóhannes Valgeirsson, fyrrum dómari, hefur t.a.m. áhyggjur af þróun dómgæslu á Íslandi. Þóroddur telur gagnrýni mikilvæga en segir hana þurfa að vera málefnalega: „Það er alltaf best þegar athyglin er á liðunum, leikjunum sjálfum og leikmönnunum. Best er þegar dómararnir eru nánast ósýnilegir, ef svo má að orði komast. En auðvitað er það ekki alltaf þannig því dómarar þurfa oft að taka mikilvægar ákvarðanir í leikjunum og óhjákvæmilega gera dómarar mistök, eins og aðrir þátttakendur leiksins. Þá kemur eðlilega fram gagnrýni á þeirra störf. Svo hefur verið í gegnum tíðina og mun halda áfram að vera svo. Gagnýni á alltaf rétt á sér en hún verður að vera málefnaleg og byggð á þekkingu á knattspyrnulögunum og þeim áherslum sem eru í gildi hverju sinni,“ segir í pistlinum. Þá segir Þóroddur undirbúningstímabilið í ár hafa verið með óhefðbundnu sniði en að besta þjálfun dómara sé að dæma leiki. „Vissulega var undirbúningstímabilið hjá dómurum með öðru sniði að þessu sinni eins og hjá öllum öðrum. Haldnir voru fjölmargir fjarfundir þar sem farið var yfir atvik og lína lögð til samræmingar. Það hins vegar kemur ekki í staðinn fyrir bestu æfinguna og besta undirbúninginn, sem er að dæma leiki. Dómarar þurfa leikæfingu alveg eins og leikmenn. Fyrir knattspyrnusumarið 2020 var lítið um æfingaleiki eins og við vitum. Dómarahópurinn samanstendur af mjög metnaðarfullum einstaklingum sem leggja á sig gríðarlega vinnu og gera ekki síður miklar kröfur til sín sjálfir. Við höfum verið að ganga í gegnum ákveðin kynslóðaskipti undanfarin ár og margir hætt sem voru komnir með mikla reynslu. Reynslan er nefnilega það sem er ómetanlegt í knattspyrnudómgæslu. Að gera mistök og læra af þeim er mjög mikilvægt í ferlinu.“ Hann segir einnig að fólk ætti að treysta því að dómarar dæmi eftir bestu sannfæringu. Að lokum ítrekar Þóroddur mikilvægi dómara og að sýna þurfi þeim þá virðingu sem þeir eigi skilið: „Dómarar eru mikilvægir þátttakendur í knattspyrnuíþróttinni sem okkur öllum þykir svo vænt um og eiga það skilið, eins og aðrir þátttakendur leiksins, að þeim sé sýnd virðing.“
KSÍ Íslenski boltinn Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Ráðast örlög Aftureldingar inni í höll? „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Tekur við af læriföður sínum Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Sjá meira