Serbneskir mótmælendur brjótast inn í þinghúsið vegna fyrirhugaðs útgöngubanns Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. júlí 2020 22:39 Bosko Obradovic, þingmaður stjórnarandstöðunnar í Serbíu, veifar serbneska fánanum fyrir framan þingmenn meirihlutans. Mótmælendur og stuðningsmenn stjórnarandstöðunnar brutust inn í þinghúsið fyrr í kvöld. EPA-EFE/ANDREJ CUKIC Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans. Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Hópur stuðningsmanna stjórnarandstöðunnar braust inn í serbneska þinghúsið í Belgrad í kvöld. Hópurinn var að mótmæla útgöngubanni í höfuðborginni sem tekur í gildi um næstu helgi til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar. Aleksandar Vucic, forseti Serbíu, greindi frá því fyrr í kvöld að strangari reglur, þar á meðal útgöngubann, myndu gilda um næstu helgi í Belgrad vegna fjölgunar á tilfellum kórónuveirusmita. Mótmælendur kenna yfirvöldum um fjölgun smita og segja að almenningur eigi ekki að gjalda með öðru útgöngubanni. Eftir tilkynningu Vucic söfnuðust nokkur þúsund saman fyrir utan þinghúsið sem er í miðborg Belgrad og um klukkan tíu að staðartíma braust lítill hópur mótmælenda í gegn um varnarvegg lögreglunnar, brutu niður hurð og fóru inn í þinghúsið. Lögreglan náði stuttu síðar að hrekja hópinn út á ný. Hópurinn krefst þess að Vucic segi af sér og kölluðu mótmælendur „Serbía hefur risið upp.“ Myndatökumaður fréttastofu Reuters var á staðnum og segir hann að lögregla hafi beitt táragasi og ýtt mótmælendum frá þinghúsinu. Stuttu síðar bættist við lögregluliðið. Radomir Lazovic, meðlimur hópsins Do Not Let Belgrade Down sagði í samtali við fréttastofuna N1 að mótmælin hafi ekki verið skipulögð. „Óánægjan var áþreifanleg.“ Saka forsetann um alræðistilburði Í Serbíu, þar sem íbúar eru um 7 milljónir, hafa 16.168 kórónuveirutilfelli verið staðfest og 330 hafa látið lífið í faraldrinum. Tilfellum hefur fjölgað nokkuð undanfarið og síðasta sólarhringinn hafa 299 tilfelli verið staðfest og 13 látist. Útgöngubann var sett á í byrjun mars í von um að stemma stigu við útbreiðslu faraldursins. Landið var hins vegar eitt af því fyrsta til að opna aftur í lok maí og voru þingkosningar haldnar þann 21. júní. Stjórnarflokkur Vucic vann yfirburðasigur en í kosningabaráttunni hélt flokkurinn fjöldafundi þar sem fólk bar ekki grímur fyrir vitum. Hátt settir einstaklingar í flokknum, þar á meðal ráðgjafi forsetans, smituðust af kórónuveirunni í veislu þar sem kosningasigrinum var fagnað. Veislan fór fram í litlum sal og enginn var með grímu. Stjórnarandstöðuflokkar, sem margir hverjir sniðgengu kosningarnar, hafa gagnrýnt Vucic harðlega og segja hann hafa nýtt sér útgöngubannið til að styrkja, það sem þeir kalla, alræði hans.
Serbía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00 Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24 Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40 Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sjá meira
Vučić herðir tökin Engin raunveruleg stjórnarandstaða verður á serbneska þinginu eftir að Serbneski framfaraflokkurinn hirti stóran meirihluta þingsæta í kosningum gærdagsins. Stjórnarandstæðingar sniðgengu kosningarnar. 22. júní 2020 19:00
Íhaldsflokkur Vucic með yfirburðasigur í Serbíu Útgönguspár benda til að Framfaraflokkur Serbíu (SNS) hafi hlotið rúmlega 62 prósent atkvæða. 22. júní 2020 07:24
Taka lýðræðið úr sambandi í skjóli faraldursins Eftirlit með símanotkun almennra borgara og þungir fangelsisdómar fyrir að hunsa útgöngubann er á meðal harðra aðgerða sem popúlískir þjóðarleiðtogar í Austur-Evrópuríkjum og víðar hafa gripið til vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Sumir þeirra eru sakaðir um að notfæra sér neyðarástandið til þess að sanka að sér völdum. 3. apríl 2020 10:40