Vernda simpansa með störf Goodall að leiðarljósi Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 8. júlí 2020 19:00 Afrískir simpansar njóta enn góðs af störfum Jane Goodall, frumkvöðulsins sem ferðaðist til Afríku fyrir sextíu árum til þess að rannsaka þessa náfrændur mannsins. Jane Goodall er nú orðin 86 ára gömul en á síðustu öld ferðaðist þessi Englendingur, sem alla jafna er talinn fremsti simpansasérfræðingur heims, til Afríku. Þar rannsakaði hún mannapana, vingaðist við þá og verndaði. Enn í dag hafa sérfræðingar í Úganda störf Goodall að leiðarljósi. Þessir simpansar sem hér má sjá eru munaðarlausir en búa nú með góðum vinum í simpansaathvarfi á Ngamba-eyju í miðju Viktoríuvatni. Regnskógur þekur eyjuna og simpansarnir geta fengið að búa þarna við náttúrulegar aðstæður, í friði frá veiðiþjófum og öðrum sem gætu viljað þeim illt. Paul Nyenje er einn starfsmanna athvarfsins. Hann segir engan verða ríkan á þessari vinnu. Hún sé þó afar gefandi. „Við vinnum hérna af því við elskum þessi dýr. Ef ekki væri fyrir þessa ást værum við ekki á eyjunni. Þetta er eitthvað sem ég Jane Goodall kenndi mér. Þegar þú gerir eitthvað áttu að gera það af öllu hjarta. Að sögn Nyenje eru helstu hætturnar sem simpansar standa frammi fyrir veiðar og eyðing kjörlendis. Þar spilar skógarhögg afar stórt hlutverk. Hann segir sömuleiðis að kórónuveirufaraldurinn hafi bitnað á athvarfinu, enda tapi það töluverðum tekjum nú þegar engir eru ferðamennirnir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Úganda Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Sjá meira
Afrískir simpansar njóta enn góðs af störfum Jane Goodall, frumkvöðulsins sem ferðaðist til Afríku fyrir sextíu árum til þess að rannsaka þessa náfrændur mannsins. Jane Goodall er nú orðin 86 ára gömul en á síðustu öld ferðaðist þessi Englendingur, sem alla jafna er talinn fremsti simpansasérfræðingur heims, til Afríku. Þar rannsakaði hún mannapana, vingaðist við þá og verndaði. Enn í dag hafa sérfræðingar í Úganda störf Goodall að leiðarljósi. Þessir simpansar sem hér má sjá eru munaðarlausir en búa nú með góðum vinum í simpansaathvarfi á Ngamba-eyju í miðju Viktoríuvatni. Regnskógur þekur eyjuna og simpansarnir geta fengið að búa þarna við náttúrulegar aðstæður, í friði frá veiðiþjófum og öðrum sem gætu viljað þeim illt. Paul Nyenje er einn starfsmanna athvarfsins. Hann segir engan verða ríkan á þessari vinnu. Hún sé þó afar gefandi. „Við vinnum hérna af því við elskum þessi dýr. Ef ekki væri fyrir þessa ást værum við ekki á eyjunni. Þetta er eitthvað sem ég Jane Goodall kenndi mér. Þegar þú gerir eitthvað áttu að gera það af öllu hjarta. Að sögn Nyenje eru helstu hætturnar sem simpansar standa frammi fyrir veiðar og eyðing kjörlendis. Þar spilar skógarhögg afar stórt hlutverk. Hann segir sömuleiðis að kórónuveirufaraldurinn hafi bitnað á athvarfinu, enda tapi það töluverðum tekjum nú þegar engir eru ferðamennirnir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dýr Úganda Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Erlent Fleiri fréttir Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Sjá meira