Úganda

Fréttamynd

Kom út og sá al­elda Rebeccu hlaupa í áttina að sér

„Þegar ég kom út sá ég Rebeccu hlaupa alelda í áttina að húsinu mínu hrópandi ‚hjálpaðu mér‘,“ segir Agnes Barabara, nágranni úgöndsku hlaupakonunnar Rebeccu Cheptegei sem lést eftir að fyrrverandi kærasti kveikti í henni.

Erlent
Fréttamynd

Bætt skólaeldhús fyrir ís­lensk fjár­fram­lög

Ný og betri skólaeldhús sem greidd eru af íslensku þróunarfé hafa verið sett upp í tuttugu grunnskólum á Karamoja-svæðinu í Úganda undanfarna mánuði. Til stendur einnig að endurbæta rúmlega fimmtíu skólaeldhús til viðbótar á svæðinu áður en árið er liðið fyrir fjárframlög frá Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Austur-Kongó og Rúanda á „barmi styrj­aldar“

Hundruð þúsunda hafa þurft að flýja undan sífellt harðnandi átökum milli hers Austur-Kongó og M23 uppreisnarmanna í austurhluta Kongó. Uppreisnarmennirnir hafa barist gegn hernum í áratugi, með stuðningi yfirvalda í Rúanda, en líkur á almennu stríði milli Kongó og Rúanda hafa aukist verulega.

Erlent
Fréttamynd

Dauða­leit að upp­reisnar­mönnum sem myrtu ný­gift hjón

Forseti Úganda segir að dauðaleit standi yfir að mönnum sem taldir eru hafa myrt nýgift hjón, ferðamenn í brúðkaupsferð. Hann segir að öryggissveitir séu komnar á sporið. Bresk yfirvöld ráðleggja ríkisborgurum sínum að ferðast til tiltekinna svæða í Úganda.

Erlent
Fréttamynd

Myrtu hátt í fjöru­tíu nem­endur í skóla í Úganda

Uppreisnarmenn með tengsl við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams eru sakaðir um að myrða 41 mann, þar af 38 nemendur, í heimavistarskóla í Úganda nærri landamærunum að Austur-Kongó á föstudagskvöld. Sum fórnarlambanna voru brennd til bana.

Erlent
Fréttamynd

Dauðarefsing við samkynhneigð

Á dögunum undirritaði forseti Úganda löggjöf sem gengur lengst allra landa í andstöðu við réttindi hinsegin fólks. Þannig liggur nú m.a. dauðarefsing við samkynhneigð í ríkinu, en lögin voru samþykkt á þingi Úganda í mars með yfirgnæfandi meirihluta. Löggjöfin hefur þegar vakið upp hörð viðbrögð og fordæmingu, bæði innan Úganda og frá lýðræðisríkjunum.

Skoðun
Fréttamynd

Hræði­leg aftur­för fyrir réttindi hin­segin fólks

Framkvæmdastjóri Samtakanna '78 segir nýsamþykkt lög um samkynhneigða í Úganda þau hættulegustu í heimi í dag fyrir hinsegin fólk og geri það nánast réttdræpt. Ísland á í þróunarsamstarfi við Úganda, en utanríkisráðherra segir samskipti við ríki þar sem grundvallarmannréttindi eru ekki virt, alltaf vera flókin.

Erlent
Fréttamynd

Dauða­refsingar og tuttugu ára dómar við sam­kyn­hneigð í Úganda

Yoweri Museveni, forseti Úganda, hefur skrifað undir lög sem fela í sér eina mestu skerðingu á réttindum hinsegin fólks í heiminum. Með lögunum geta þeir sem „auglýsa“ samkynhneigð átt yfir höfði sér tuttugu ára fangelsi og þeir sem stunda samkynja kynlíf sýktir af HIV geta hlotið dauðarefsingu.

Erlent
Fréttamynd

Óttast dreifingu ebólu í höfuðborg Úganda

Sex börn úr sömu fjölskyldunni í Kampala, höfuðborg Úganda, hafa greinst með ebólu. Yfirvöld óttast að útbreiðslan verði hraðari nú þegar hún hefur náð til þéttbýlli svæða landsins.

Erlent
Fréttamynd

Stökkið: Flutti til Úganda í starfsnám hjá sendiráðinu

Vaka Lind Birkisdóttir er starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala, Úganda. Áður starfaði hún sem framkvæmdastjóri hjá Stúdentaráði Háskóla Íslands. Hún lærði félagsfræði og hagfræði á Íslandi áður en hún flutti til Dublin þar sem hún útskrifaðist með MSc í alþjóðlegum stjórnmálum frá Trinity College.

Lífið
Fréttamynd

Sex­tán látin vegna aur­skriðu í Úganda

Miklar rigningar á þriðjudag í Úganda ollu aurskriðu í Kasese héraði snemma á miðvikudag sem varð sextán manns að bana. Sex glíma við meiðsli vegna skriðunnar og eru sögð fá hjálp á sjúkrahúsi í grenndinni.

Erlent
Fréttamynd

Bæta náms­mögu­leika barna með fat­lanir til muna

Kristrún Friðsemd Sveinsdóttir fór um miðjan júlí til Úganda ásamt Valdísi Önnu Þrastardóttur fyrir hönd samtakanna CLF á Íslandi. Þar gerðu þær lokaúttekt á verkefni sem var styrkt af utanríkisráðuneytinu og hófu í leiðinni annað verkefni, sem einnig er styrkt af ráðuneytinu.

Lífið
Fréttamynd

Hækkun íslenskra framlaga til UN Women, UNICEF og UNFPA

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að hækka kjarnaframlög til þriggja Sameinuðu þjóða stofnana, UN Women, UNICEF og UNFPA. Á fundum utanríkisráðherra með framkvæmdastjórum stofnananna í gær var greint frá því að kjarnaframlög til UN Women hækki um 12 prósent, um 15 prósent til UNICEF og um rúmlega 70 prósent til UNFPA.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Ísland bætir hreinlætisaðstöðu í skólum í Úganda

Ísland hefur ákveðið að styrkja UNICEF í Úganda um 40 milljónir króna í þeim tilgangi að sporna gegn útbreiðslu kórónuveirunnar með því að bæta hreinlætisaðstöðu í 600 ríkisreknum grunn- og framhaldsskólum í landinu. Skólar í Úganda voru opnaðir í janúar eftir tveggja ára lokun.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Úganda: Unnið að úrbótum í vatnsmálum í nýju samstarfshéraði

Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta aðgengi íbúa Namahyingo héraðs í Úganda að neysluvatni. Í þessu nýja samstarfshéraði Íslendinga eru úrbætur á því sviði ofarlega á blaði hjá héraðsstjórninni. Vatnsmál eru í miklum ólestri í héraðinu og algengt að fólk sæki mengað vatn í polla með tilheyrandi heilsufarsvandamálum.

Heimsmarkmiðin
Fréttamynd

Íslenskur stuðningur við opnun skóla í Úganda

Utanríkisráðuneytið hefur ákveðið að verja fjörutíu milljónum króna til að styðja við menntun barna í Úganda. Hvergi í heiminum hafa skólar lengur verið lokaðir en bæði börn og unglingar hafa ekki setið á skólabekk um tveggja ára skeið, frá því heimsfaraldur kórónuveirunnar hófst í mars 2020. Kennsla hófst víða á ný um miðjan þennan mánuð.

Heimsmarkmiðin