Börn Brittu Nielsen fá þunga fangelsisdóma Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. júlí 2020 12:15 Britta Nielsen í réttarsal árið 2018. Vísir/AP Þrjú börn Brittu Nielsen, fyrrverandi starfsmanns danskra félagsmálayfirvalda, voru í dag dæmd í fangelsi fyrir hylmingu. Þeim var gefið að sök að hafa tekið við samtals um 50 milljónum danskra króna frá móður sinni, sem dómurinn taldi ljóst að þau hefðu átt að vita að væri illa fengið fé. Öll hafa systkinin áfrýjað dómunum. Nielsen var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í febrúar síðastliðnum. Fertugur sonur Nielsen, Jimmy Hayat, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dætur hennar, hin 36 ára Jamilla Hayat og Samina Hayat, 33 ára, hlutu einnig fangelsisdóma; Jamilla eitt og hálft ár og Samina þrjú og hálft ár. Í frétt danska ríkisútvarpsins DR segir að sú síðastnefnda hafi þegið mest fé frá móður sinni, eða alls um 37 milljónir danskra króna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Saminu hefði átt að vera ljóst að fé móður hennar væri illa fengið. Samina og systkini hennar neituðu öll sök og báru því fyrir sig að þau hefðu ekki vitað að móðir þeirra hefði komist yfir fjármunina með glæpsamlegum hætti. Dómurinn taldi framburð þeirra þess efnis ekki trúverðugan. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen sagði fyrir dómi að hún hefði eytt peningunum að stórum hluta í sjálfan sig – en einnig í börn sín. „Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína.“ Danmörk Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira
Þrjú börn Brittu Nielsen, fyrrverandi starfsmanns danskra félagsmálayfirvalda, voru í dag dæmd í fangelsi fyrir hylmingu. Þeim var gefið að sök að hafa tekið við samtals um 50 milljónum danskra króna frá móður sinni, sem dómurinn taldi ljóst að þau hefðu átt að vita að væri illa fengið fé. Öll hafa systkinin áfrýjað dómunum. Nielsen var ákærð fyrir að hafa dregið sér á annað hundrað milljónir danskra króna frá danska ríkinu og hafði hún að stórum hluta játað sök. Hún var dæmd í sex og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik í febrúar síðastliðnum. Fertugur sonur Nielsen, Jimmy Hayat, var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi. Dætur hennar, hin 36 ára Jamilla Hayat og Samina Hayat, 33 ára, hlutu einnig fangelsisdóma; Jamilla eitt og hálft ár og Samina þrjú og hálft ár. Í frétt danska ríkisútvarpsins DR segir að sú síðastnefnda hafi þegið mest fé frá móður sinni, eða alls um 37 milljónir danskra króna. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Saminu hefði átt að vera ljóst að fé móður hennar væri illa fengið. Samina og systkini hennar neituðu öll sök og báru því fyrir sig að þau hefðu ekki vitað að móðir þeirra hefði komist yfir fjármunina með glæpsamlegum hætti. Dómurinn taldi framburð þeirra þess efnis ekki trúverðugan. Í ákæru sagði að á árunum 1997 til 2018 hefði Nielsen dregið sér fé alls 298 sinnum með ólöglegum hætti. Var hún ákærð fyrir að draga sér 115 milljónir danskra króna, um 2,1 milljarð íslenskra króna, en málið er eitt umfangsmesta fjársvikamál sem komið hefur upp í Danmörku. Þá sagði jafnframt í ákæru að Nielsen hefði dregið sér fé á árunum1993 til 2002 en þá með öðrum aðgerðum. Auk alls þessa var hún ákærð fyrir skjalafals og embættisbrot. Nielsen sagði fyrir dómi að hún hefði eytt peningunum að stórum hluta í sjálfan sig – en einnig í börn sín. „Þetta varð að einhvers konar fíkn, ég tók peninga og keypti það sem mér datt í hug. Var góð við börnin mín, var góð við fjölskyldu mína.“
Danmörk Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Erlent Fleiri fréttir Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sjá meira