Ekki forsvaranlegt að leggja allan kostnað á ferðamenn Sylvía Hall skrifar 9. júlí 2020 15:37 Páll Þórhallsson og Þórólfur Guðnason á upplýsingafundi í dag. Lögreglan Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. Miðað var við að skimunin stæði í hundrað daga og að tvö þúsund sýni yrðu tekin á dag. Kostnaðaráætlunin var til viðmiðunar þegar tekin var ákvörðun á því gjaldi sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir skimun. Gjaldtakan átti að skila tveimur milljörðum ef miðað væri við tvö þúsund farþega á dag í hundrað daga sem greiddu um tíu þúsund krónur fyrir skimun. Á upplýsingafundi Almannavarna í dag sagði Páll að ástæðu þess að tekjuhliðin væri hálfum milljarði lægri en kostnaðarhliðin vera að ekki þótti forsvaranlegt að leggja allan fjárfestingarkostnað á ferðamenn sem koma hingað til lands. Í kostnaðarmatinu væri gert ráð fyrir kaupum á búnaði og öðrum innviðum sem mun nýtast lengur en skimun stendur yfir. Þá nefndi hann að einhver ávinningur fylgdi því að fá ferðamenn inn í landið á ný, til að mynda gjaldeyristekjur og fjölgun starfa í ferðaþjónustunni. Allt óvissu háð Tekjur vegna greiðsluþátttöku ferðamanna eiga að mæta útgjöldum ríkisins vegna launa starfsmanna sem sinna sýnatökum, búnaðar sem notaður er við skimanir, flutningskostnaðar, tölvubúnaðar og hugbúnaðarvinnu. Þá er einnig tekinn inn í matið kostnaður við greininguna sjálfa. Páll segir kostnaðaráætlunina vera viðmið en allt sé óvissu háð í þessum efnum og það komi sífellt betur í ljós. Hann gerir því ráð fyrir því að útreikningarnir verði endurskoðaðir fljótlega. Tekjurnar munu svo allar greiðast inn á reikning Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mun sjá um að útdeila þeim milli þeirra stofnana og aðila sem koma að verkefninu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu, segir kostnaðaráætlun heilbrigðisráðuneytisins gera ráð fyrir að heildarútgjöld vegna skimana á landamærum séu 2,5 milljarðar. Miðað var við að skimunin stæði í hundrað daga og að tvö þúsund sýni yrðu tekin á dag. Kostnaðaráætlunin var til viðmiðunar þegar tekin var ákvörðun á því gjaldi sem ferðamenn þurfa að greiða fyrir skimun. Gjaldtakan átti að skila tveimur milljörðum ef miðað væri við tvö þúsund farþega á dag í hundrað daga sem greiddu um tíu þúsund krónur fyrir skimun. Á upplýsingafundi Almannavarna í dag sagði Páll að ástæðu þess að tekjuhliðin væri hálfum milljarði lægri en kostnaðarhliðin vera að ekki þótti forsvaranlegt að leggja allan fjárfestingarkostnað á ferðamenn sem koma hingað til lands. Í kostnaðarmatinu væri gert ráð fyrir kaupum á búnaði og öðrum innviðum sem mun nýtast lengur en skimun stendur yfir. Þá nefndi hann að einhver ávinningur fylgdi því að fá ferðamenn inn í landið á ný, til að mynda gjaldeyristekjur og fjölgun starfa í ferðaþjónustunni. Allt óvissu háð Tekjur vegna greiðsluþátttöku ferðamanna eiga að mæta útgjöldum ríkisins vegna launa starfsmanna sem sinna sýnatökum, búnaðar sem notaður er við skimanir, flutningskostnaðar, tölvubúnaðar og hugbúnaðarvinnu. Þá er einnig tekinn inn í matið kostnaður við greininguna sjálfa. Páll segir kostnaðaráætlunina vera viðmið en allt sé óvissu háð í þessum efnum og það komi sífellt betur í ljós. Hann gerir því ráð fyrir því að útreikningarnir verði endurskoðaðir fljótlega. Tekjurnar munu svo allar greiðast inn á reikning Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins sem mun sjá um að útdeila þeim milli þeirra stofnana og aðila sem koma að verkefninu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12 Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17 Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Rifrildi og þras um það sem hefði getað orðið Þras og rifrildi um það sem hefði getað orðiðÞórólfur Guðnason segir óvíst hvað hefði orðið ef ekki hefði verið ákveðið að skima við landamærin. 9. júlí 2020 15:12
Ýmislegt til í gagnrýni lækna en annað beinlínis rangt að mati Þórólfs Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir beindi sjónum sínum að gagnrýni ýmissa lækna á upplýsingafundi Almannavarna í dag. 9. júlí 2020 14:17
Svona var 84. upplýsingafundurinn Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra boðar til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í dag klukkan 14:00 í húsakynnum landlæknisembættisins að Katrínartúni 2. 9. júlí 2020 13:46