Körfubolti

Bríet Sif og Elísabeth til liðs við Hauka

Ísak Hallmundarson skrifar
Frá vinstri: Elísabeth og Bríet.
Frá vinstri: Elísabeth og Bríet. facebook/haukarkörfubolti

Körfuknattleiksdeild Hauka hefur samið við Bríeti Sif Hinriksdóttur og Elísubeth Ýr Ægisdóttir fyrir komandi leiktíð í Domino's deildinni.

Bríet Sif er landsliðskona og hefur mikla reynslu úr Domino's deildinni. Hún lék síðast með Grindavík en hefur áður leikið fyrir Stjörnuna og Keflavík. Hún var með þrettán stig og fimm fráköst að meðaltali í leik fyrir Grindavík á síðasta tímabili.

„Mér lýst svaka vel á næsta tímabil, þetta er mjög góður hópur með fullt af sterkum leikmönnum. Mjög spennandi og vonandi get ég lagt mitt af mörkum til að styrkja liðið. Haukar er flottur klúbbur sem ætla sér stóra hluti og ég er mjög spennt fyrir að taka slaginn með þeim í vetur,“ sagði Bríet um komuna til Hauka.

Elísabeth Ýr er fædd árið 2003 og því 17 ára gömul og er einn besti ungi leikmaðurinn í deildinni. Hún var með sex stig og fimm fráköst að meðaltali í leik fyrir Grindavík á síðasta tímabili. 

„Ég er mjög spennt fyrir næsta tímabili og ánægð með að vera komin til Hauka. Ég er tilbúin að leggja mig fram og bæta mig sem leikmann og vonandi nýtist ég liðinu vel,“ sagði Elísabeth um vistaskiptin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×